Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 26
Framsókn sjómannastéttarirmar endurspeglast
í víðnámi þjóðarinnar
Ræða fulltrúa sjómanna, Böðvars Steiuþórssonar,
formanns Matsveina- og veit;ngaþjónafélags
Islands á Sjómannadaginn 1947
Heiðruðu tilheyrendur nær og fjær:
Barátta íslenzku þjóðarinnar hefur oftast verið slung-
in tveimur höfuðþáttum, er þó hafa verið svo samtvinn-
aðir í uppistöðu erfiðleikanna að vart hefur mátt í
sundur greina. Annarsvegar barátta við eldgos og af-
leiðingar þeirra, en hinsvegar baráttan við hafísinn og
hafið sjálft.
Þessi barátta hefur oft verið háð ærnum svipbrigð-
um, þótt hið breiða haf hafi allt fram að þessu verið
eina samgönguleið til og frá iandinu.
Eyþjóð sem býr við nyrstu höf og á allt sitt undir
því að geta komið varningi sínum heim og að heiman,
hlýtur að vera tengd við sál hafsins í blíðu og stríðu.
Saga íslendinga geymir í ótal myndum hina djúpu
þrá þjóðarinnar til þess að brúa álana, til þess að
draga úr fjarlægðinni, og til að verjast einangrun
eymennskunnar.
Menn munu víst allir kannast við hið mikilvæga á-
kvæði í Gamla sáttmála um skipin Sex, sem tryggja
áttu að þjóðin tortímdist ekki vegna matarskorts.
Mönnum ætti líka að vera minnisstætt hve langir
og harðir vetur og bjargræðisskortur ólu heitar bænir
í brjóstum manna við komu ^jripa á vorin.
Nú höfum við íslendingar okkar eigin skip, bæði
farþega- flutninga- og fiskiskip, sem öll eru skipuð
innlendum áhöfnum.
En skip þau er nú eru í eigu íslendinga fullnægja
hvergi nærri flutningaþörf þjóðarinnar, hvorki til né
frá landinu.
En nú er verið að byggja mörg ný skip allra teg-
unda. Sum þeirra eru þegar komin í höfn hérlendis,
en önnur eru væntanleg á þessu og næsta ári.
Við höfum sett á stofnx>kkar eigin sjómannaskóla,
sem er menntasetur stýrimanna, vélamanna og loft-
skeytamanna.
í upphafi síðasta Alþingis var lagt fram í neðri
deild stjórnarfrum.varp um Matsveina- og veitinga-
þjónaskóla. Með frumvarpi þessu var gert ráð fyrir
að komið yrði upp skóla fyrir matreiðslumenn og fram-
reiðslumenn, er ætti.aðsetur í húsakynnum sjómanna-
skólans. Frumvarp þetta fékk þá ströngustu meðferð,
272
sem eitt mál getur fengið í deildum Alþingis, og hrökkl-
aðist að síðustu til sameinaðs Alþingis og var það þá
komið í breyttan búning. I sameinuðu Alþingi lá málið
í nálega tvo mánuði, og var á næstsíðasta degi Alþingis
eða 23. maí s. 1. samþykkt þar sem lög, í sínum upp-
runalega búningi.
Þó það sé miður, hve langa og stranga meðferð þetta
mál fékk á Alþingi, ber að fagna því að lögin um þenn-
an skóla hafa náð fram að ganga.
Þessi skóli mun að sjálfsögðu bæta aðstöðu mat-
reiðslumanna og framreiðslumanna til þess að kynna
sér það helzta er starf þeirra útheimtir.
Vegna þeirrar málsmeðferðar er málið fékk á Al-
þingi, og eins hins, að Viðskiptaráð hefur ekki séð sér
fært að veita gjaldeyrisleyfi fyrir nauðsynlegum eld-
húsáhöldum, borðbúnaði o. fl., má telja vafasamt hvort
matsveina- og veitingaþjónaskólinn geti tekið til starfa
á hausti komanda, en þó er innrétting skólaeldhúss og
og annara húsakynna að öðru leyti tilbúin.
Sjómannadagurinn er sannkallaður merkisdagur fyr-
ir sjómannastéttina, hann er sá dagur ársins, sem allir
sjómenn kysu helzt að vera sameinaðir þar, sem hátíð-
arhöldin fara fram. Þennan dag sýna sjómennirnir
þjóð sinni, að það er engin þjóðsaga, að þar er á
ferðinni stétt, sem getur verið einhuga og samtaka.
Fulltrúaráð sjómannadagsins í Reykjavík samþykkti
á fundi sínum s. 1. þriðjudag, 27. maí, ályktun þess
efnis að skorað var á útgerðarmenn að láta skip þeirra
ekki fara úr höfn á sjómannadaginn eða næsta dag
á undan, nema brýna nauðsyn beri til. Sjómenn mega
njóta sólskinsins, sem þeir eiga tilkall til í hlutfalli
við aðra, og kæra sig alls ekkert um að láta vanmeta
hlutverk sitt í þjóðfélaginu. Vegna þess vilja þeir
nota sjómannadaginn til þess að kynna þjóðinni hve
þýðingarmikil störf þeirra eru fyrir þjóðfélagið.
Sjómennirnir, sem löngum hafa lifað eins og útlagar
með þjóð sinni, og oft á tíðum hafa verið eins og gestir
á sínum eigin heimilum, hafa fyrir 10 árum vaknað
til samstarfs um ýmis menningai'- og velferðamái sín.
011 starfsemi sjómannadagsins hefur ætíð verið og
á ætíð að verða til vegsauka fyrir sjómannastéttina,
og á ýmsan hátt annan að verða henni til uppörfunar
og skemmtunar, með það höfuðmarkmið að afla tekna
til framkvæmda ýmislegra menningarlegra verkefna,
sem að líkindum yrði ekki aflað á annan hátt.
Verkefni það, sem sjómannadagurinn er nú að vinna
að, er að reist verði hvíldarheimili fyrir ellilúna upp-
gjafa sjómenn.
Aðalfundur fulltrúaráðs sjómannadagsins í, Reykja-
VÍKINGUR