Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 20
úr landi, sem þurfti að hafa við hverja niðurstöðu, því móbergið við eyjuna var of létt. Mikið þurfti af taglhári fyrir allan fuglveiðaútveg- inn að vorinu til. Þegar taglhárið var skorið úr hross- unum, var lengdin mátuð þannig, að það átti að ná frá olnboga fram á fingurgóma á fullvöxnum manni. Þetta taglhár varð að leggja tvöfalt, þegar snaran, við snúninginn, var lögð saman. Vissir menn snéru vanalega fyrir fjöldann. Snaran var snúin þannig, að sá sem snéri, hafði annan endann milli tannanna og snéri svo upp á með fingrunum, þangað til nægur snúður var kominn; þá tók sá sem snéri annari hendi í miðja hárálmuna og lagði svo saman, svo snaran snéri sjálf upp á sig. Þeir sem allra fljótastir voru að snúa, snéru 700—800 á dag. Brúnt taglhár úr ungum hest- um (6—8 vetra) var alltaf endingarbezt. Fyrst þegar ég man eftir, var brúnt taglhár á 2 kr. pd., en eftir 1890 hækkaði það í verði, sérstaklega þegar kom fram um aldamót. Flekarnir voru mismunandi að lengd, frá 114 alin til IV2 alin. Aður voru langfjalaflekar; þrír okar voru negldir þvert yfir flekann; tveir sterkir okar með götum á endunum, sem böndin voru dregin í gegn til þess að tengja flekana saman, og einn oki þvert yfir miðjan flekann. Þegar þrír flekar voru tengdir saman, voru þeir kallaðir „niðurstaða". Þegar flekarnir voru smíðaðir, voru strikaðir ferhyrningsreitir, líkt og á skákborði, og boruð fín göt á þá; svo voru snörurnar dregnar í gegnum götin með fínum al, sem lítið agn- hald var á, er krækt var í augað á snörunum, og var hann kallaður „sækir“ (af því hann dró snörurnar gegn- um götin). En í seinni tíð var einvörðungu horfið að því, að hafa þverfjalafleka; okarnir voru þá negldir langsetis, með götum á okaendunum, og voru hafðir sterkir. Allir okar á flekunum voru hafðir neðan á, svo flatarrúmið væri meira fyrir fuglinn að setjast á. Stjórasteinarnir, sem áttu að halda hverri niðurstöðu, svo hún ræki ekkert úr stað, voru mismunandi að þyngd. Hjá flestum mönnum munu þeir hafa verið 80—90 kg., því þegar vitjað var um niðurstöðurnar í stormi, gat verið hætta á að bátinn ræki úr stað með niðurstöðuna. Þegar svo kom að því, að leggja niðurstöðurnar í sjó, þá var stjóranum rennt í botn og var trékefli hnýtt á stjórafærið í vatnsskorpunni, og kallaðist það kefli „grjótur". Svo var haft 15 faðma yfirvarp að flekanum, svo niðurstöðurnar drægj- ust ekki í kaf, þegar mikil straumasvif voru. Tvö tré- kefli voru höfð á hverjum faðmi, til þess að létta undir með flekunum, svo stjórafærið drægi þá ekki niður. Niðurstöðurnar voru lagðar í beina línu, með nægu millibili, svo þeim gæti ekki slegið saman þegar strauma- svif voru. Þegar búið var að leggja margar niðurstöður eftir beinni línu, var það kallað „band“. Á endaniður- stöðu á hverju bandi var haft stórt krosskefli, merkt með stöfum eigandans, og var slíkt til leiðarvísis að þekkja rétt sitt eigið niðurstöðuband, þar sem niður- stöðuböndin þöktu mikið svæði í kringum eyjuna. Þeir, sem stunduðu fuglveiðar austan fjarðarins, lögðu nið- urstöðurnar austan við eyjuna, en þeir sem voru vest- an fjarðarins, lögðu sínar niðurstöður vestan og sunn- an við eyjuna. Þegar norðanveður voru og hafrót, þá vildu margir hafa.niðurstöður sínar sunnan við eyjuna, í vari, sem kallað var „bót“, því þegar norðandrif geisuðu, drapst fuglinn á flekunum, sem ekki gátu verið í vari. Vanalega voru 3 menn á fuglfarinu, sem vitjuðu um niðurstöðuí'nar kvölds og morgna, klukkan 10 á kvöldin, en 11 á morgnana. Þá var skipt um band- ingja og tekinn fuglinn af flekunum og snörurnar allar hengdar upp, og var það oft kuldaverk, þegar kalt var. Bandingjasnörur þær voru hafðar lengri, sem brugðið var um vænghnúana á fuglinum, og var helzt valinn sá fugl, sem var grimmur og gargaði mikið, því hann hændi bezt að sér fuglinn. Hver maður hafði vanalega 3 niðurstöður, flugfarið 3 og fiskiskipið 3. Fullkominn útvegur, 9 menn og 2 skip, höfðu því yfir 30 niðurstöður. Sumir stunduðu á 4 manna fari bara fuglveiðar, og hafði þá hver maður 5 niðurstöður. Það þótti góður fuglafli.v ef 300 öfluðust á 3 niðurstöður yfir vikuna, en aflinn fór vanalega eftir tíðarfarinu. Stundum aflaðist mjög lítið, þegar stormasamt var, og eins þegar hafís var nærri, því þá sat fuglinn á ísn- um, þá veiddist oft fugl með ísbláma á bringunni. Ég réri 15 vorvertíðir við Drangey. Um það árabil var fuglafli (eftir því sem menn gáfu upp) 65,000— 80,000 þúsund á vori; að vísu var sú uppgjöf ekki ábyggileg að öllu leyti; en sizt mun hafa verið oftalið. Einn maður var vanalega útnefndur til að semja skrá yfir fuglaflann við eyjuna á hvei'ju vori, og eins að innheimta svokallaðan fjörutoll, sem var ein langvía á mann og ein fyrir hvert skip. Þau vor, sem ég var við Drangey, var verðið á fuglinum eins og hér segir: 1 langvía 12 aura, eða 8 á 1 krónu, 100 á 12 krónur. Þrjár álkur voru á móti tveimur langvíum og tveir lundar móti einni langvíu. Á þeim árum var spyrðu- bandið af stórýsu á 25 aura, og var þá sama verð á stórýsunni og langvíunni. Það má segja með réttu um Drangey, að hún var bjargræðisgjafi Skagfirðinga um langt skeið, þó fjöldi hugsandi manna væri sáróánægð- ur með að þurfa að við hafa jafn ómannúðlega veiði- aðferð. Of var rætt um, hvort ekki mætti takast, að búa til fugllíkan, sem gæfi hljóð frá sér, en slíkt var aldrei reynt. Þegar fiskur var í göngu inn með Skag- anum á vorin, þá var róið frá Drangey, og var þá vanalega beitt slógi úr fuglinum. Ef gæftir voru góð- ar, þú mátti heita, að vakað væri alia vikuna. Þeir sem réru í fiskinn, sváfu á meðan lóðin lá, en einn var látinn vaka yfir bólunum. En fuglmennirnir höfðu þó ennþá erfiðara, því þeir þurftu að beita fiskilóðina með þeim, sem réru í fiskinn, og svo að vitja um niðurstöðurnar og hjálpa til að gera að fiskinum. Fram að 1880 var fiskurinn, sem aflaðist við éyjuna, fluttur í iand og seldur sveitamanninum. Þegar vel aflaðist var stundum farið á föstudagskvöld í land á sexæring- unum; voru þá fuglmennirnir eftir til að hirða um nið- urstöðurnar. Skipin komu svo úr landi á sunnudaginn næsta á eftir. Þegar menn komu í land um hverja helgi með fugl og fisk, þá var vanalega margt manna komið að kaupa fugl. og fisk, sumir mjög langt að. Það, sem þeir höfðu að borga með, það sem þeir vildu kaupa, var tagihár, smjör og dúkar, og þeir fátækari iofuðu kindafóðri. Oft var fátæklingunum, sem ekki höfðu neitt að borga með gefinn margur málsterður. 266 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.