Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 23
Ragnar V. Sturluson Rjúfum bögnina um Grœnland Það mætti einkennilegt virðast, er athuguð er þjóð- rækiskennd okkar íslendinga um öll þau mál, er snerta sjálfstæði okkar, hversu farið muni þeirri grafþögn, sem að því leyti ríkir um Grænland. Við höfum stofnað lýðveldi og með því viljað endur- reisa stjórnskipulagsform það, er vér urðum að gefa á konungsvald fyrir næstum sjö öldum siðan. Þetta er þó bundið nokkurri hugsanavillu, því til þess mundi þurfa mun róttækari breytingu en orðin er, því sú þjóðfélagsskipan var ekki lýðveldi í nútíma skilningi, heldur það sem var og hét „vor lög“ það er: „Islendingalög". Um eðli þess að fornu læt ég nægja að vísa til þess, sem hinn gagnmerki sagnvísindamaður vor, dr> Jón Dúason hefur ritað um það efni. En sú framkvæmd vor, að stofnsetja lýðveldi á landi hér í stað þess, að eiga kóng með öðrum, sem hin alda- langa reynsla hefur fært oss sanninn um neikvæða gagnsemi af, mun þó til þess ætluð, að efla farsæld og frelsi arftaka þeirra, er eitt sinn báru íslendinga- lög upp. En þá skyldi maður halda, að ekki væri þjóðrækni- tilfinning vor það lágstæð, að vér vildum sætta oss við, að aðeins hluti af arftökum „íslendingalaga" fengi notið þess færis til frjáls lífs, sem hinu breytta þjóð- skipulagsformi er ætlað að láta þegnum þess í té. En hver er raunin á? Innan réttarskipulags þess, sem vér nefnum rétt „ís- lendingalög", voru íslendingar, sem höfðu bólfestu sína a þeim eyjum útnorðursins, sem oss mættu kunnar yera, en ég nefni hér aðeins ísland og Grænland. Er þetta réttarskipulag gerðist konungsríki með samþykkt „Gamla sáttmála“ á Alþingi voru við Öxará 1262, leiddi það af sjálfu sér, að landsvæði þau, er það náði yfir, Wautu að verða valdasvæði þeirrar krónu, er það hafði yfir sig tekið. Meðal hverra voru jafnt ísland sem Grxnland. Eigi ætti að þurfa að rekja sögu þessa valds yfir lögum vorum, svo vel mætti hún vera íslendingum kunn; en þó má minna á, að konungur íslendingalaga Serðist einvaldur yfir þeim í krafti kúgunaraðstöðu sinnar. Og langa og stranga baráttu hafa íslendingar háð til þess, að losa þá fjötra, og loks eftir leiðum laga °S réttar afnumið konungdæmið og stofnað lýðveldi nð hætti nútíðar. En þó hefur ekki betur tekizt en svo, að mikill hluti landssvæðis þeirra, Grænland, lýtur ennþá í reynd hin- um afsagða konungi þeirra, sem einvaldslconungi. Þó er ekki stafkrókur til um það, að íbúar þess hafi nokk- urntíma sagt sig úr lögum við íbúa íslands, eða íbúar íslands við þá. Hvers eiga þá þeir arftakar hinna fornu íslendinga- laga að gjalda? Ber þeim ekki sami réttur til þess'j að fá að njóta frelsis og framfara og samþegnum þeirra á Islandi, austan Grænlandssunds? Eða hefur kúgun aldanna barið lítilþægnina svo fast inn í þjóð vora, að hún þorir ekki lengur að krefjast þess, sem hennar er? En steinhljóð ríkir oftast um þessi mál. Og aðal skoðanavettvangur fólksins, blöðin, virðast ekki hafa rænu eða þor til þess að helga þeim minnsta rúm. Og þá sjaldan hin ramma þögn er rofin af blöðunum um þau, orkar oft tvímælis um af hversu mikilli raunþekk- ingu er á málunum haldið, eða að hvaða úrlausnum er stefnt. Undantekning er þó það, sem dr. Jón Dúason hefur látið frá sér fara í nokkrum smágreinum, sem honum hefur tekizt að koma inn í sum blaðanna við og við. Enda er hann sá maðurinn, er gerzt hefur rannsakað eðli þessara mála vorra, og nú við mikla erviðleika er að gefa út gagnmerkt rit um niðurstöður sínar um þau. Vil ég hér nota tækifærið og votta hon- um þökk mina fyrir það alúðarstarf og þjóðrækni, sem hann hefur sýnt á þessu sviði, enda styð ég skoðanir mínar við þær rannsóknir, sem hann hefur opinberað oss um þetta. En, sem sagt, tómlætið um þessi mál er svo mikið, að varla heyrist minnst á þetta þjóðnytjastarf dr. Jóns í blöðum eða útvarpi, svo nokkra innsýn gefi í mikil- vægi þess, og má slíkt ekki vammalaust kallast. Stað- hæfi ég, að það er engum íslendingi vansalaust, að láta hinar skýru og gagnmerku rannsóknir dr. Jóns Dúasonar framhjá sér fara. Kaupið því rit hans og lesið þau, þér, sem viljið íslenzkir kallast. Ég sagði að þá sjaldan þögnin um málefni Græn- lands væri rofin af blöðunum, orkaði oft tvímælis um raunþekkingargrundvöll þeirra skrifa. Það hafa frá ýmsum verið að koma upp raddir, sem benda í þá átt, að oss bæri að æskja af Dönum fisk- veiðaleyfis við Grænland!!, og jafnvel látið skína í, að það gæti komið gegn fríðindum handa þeim hér á landi!! Hversvegna ekki að biðja þá að lofa okkur að veiða á Halanum eða Selvogsbankanum?!! Þessar og þvílíkar bollaleggingar eru stórhættulegar réttarkröfum okkar til Grænlands, ef nokkurt mark væri á þeim tekið, og munu allir geta sannfært sig um það, sem eitthvað hafa kynnt sér eðli þessara mála. Stjórn Dana á Grænlandi er löglaus íhlutun þeirra um málefni vor, framkvæmd í skjóli einvaldskonungs, sem einu sinni var íslenzkur konungur, jafnframt því sem hann var danskur. Og að biðja þá leyfis um að nota eign, sem er íslenzk, og ef til vill gegn fríðindum V I K I N □ U R 269

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.