Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 6
Þrettánda daginn var líka gott skyggni, en þó skýjað. Vindurinn var allhvass og áttin NV. Þungur sjór var og vaxandi, svo að eftir hádegi vorum við neyddir til að rifa stór- seglið. Síðan við létum frá landi við Elepant Island, hafði ég aðeins getað náð sólarhæð fjór- um sinnum. Tvær af þessum athugunum voru að mestu leyti ágiskun, því ég hafði mælt sólina um leið og hún gægðist augnablik fram, þar sem grisjaði í skýin. Frá því daginn eftir að við yfirgáfum Elepant Island, hafði af og til fylgzt með okkur albat- ross* hinn tignarlegasti fugl á flugi, sem til er í heiminum. Einnig hafði fylgt okkur mallyh- awk, sem er minni tegund af þessu fuglakyni. Þessir fuglar erh ekki sjáanlegir sunnar en við röndina á rekísnum, og þeir sjást ekki norðar en á 30° sbr. Þó hef ég einu sinni séð báðar þess- ar fuglategundir, í hitabeltinu, suður af St. Helena. Fylgdu þeir þá kalda straumnum. Til eru tvær tegundir af albatross og eru þær kall- aðar Wandring og Royal. Hinn síðarnefndi er lítið eitt stærri, þó með undantekningum. Á meðalstórum fugli er vængjahafið 11 fet á milli vængbrodda. Ég hefi mælt vængjahaf eins fugls af Royal kyninu, og var það 14 fet. Á Adelaide Museum er einn, sem sagður er vera 16 fet milli vængbrodda. Þetta er lengsta vængj ahaf, sem þekkist á nokkrum fugli í heim- inum. Fugl þessi er mjög klaufalegur á landi, og skrýtið er að sjá hann berjast við að hefja sig til flugs af sléttum sjó. Á flugi er hann fagur og tignarlegur. Hann svífur móti vind- inum með geysíhraða. Allt í einu lætur hann vindinn blása undir vængina og skýzt næstum lóðrétt upp í háaloft, þá snýr hann sér og svífur niður í löngum boga, þar til hann kemur niður í svipaða hæð og hann var áður. Hann lyftir sér kæruleysislega nokkra þumlunga frá þjót- andi toppunum og stingur sér í öldudalina, þar sem hann leikur sér að því að samræma flugið við bylgjufallið. Það er göfug sjón að sjá, er þessi fugl myndar hvítan kross af vængjum, hálsi og stéli, og ber við blakkar öldurnar. Aldrei virðist Albatross þarfnast hvíldar. Viku eftir viku fylgir hann siglandi skipum, og dag eftir dag fylgdi hann bátnum okkar. Dá- samlegar hreyfingar hans töfruðu okkur og við fylltumst öfund yfir hversu létt honum varð að svífa hverja míluna. Svo kom 14. dagurinn. Þegar við höfðum leg- ið til í 12 klst., snérum við aftur á stefnu til lands. Vindurinn var hvass á NN vestan, með töluvert miklum norðansjó. Það var hreinviðri fram eftir deginum, en þá dró upp þokubakka. *Stór sjófuglategund af máfakyni. Til þess að geta tekið land, reið nú mest á að fá sólarhæð og gera staðarákvörðun, en kringumstæður til þess voru okkur mótsnúnar. Það var mistur oog báturinn valt eins og kefli, hann tók sjó framan og aftan. Það var ekki „Enduranc“ ferst í ísnum. hægt að greina sólarröndina, svo ég varð að mæla miðju sólarinnar eftir ágizkun. Kl. 9,45 f. h. var góð sólarsýn, en þá var svo mikið mist- ur, að ég varð að krjúpa niður í bátinn til þess að fá hafsbrúnina nær og skýrari. Sökum þess, hve áliðið var og óhrein hafsbrúnin, var athug- unin ekki góð til að reikna lengd eftir. Um há- degið var sólin líka í móðu, svo ég mældi miðju hennar fyrir breiddarathugun. Villa í breidd gerir ókleift að fá nákvæma lengd, séstaklega ef hæðin til að reikna lengdina eftir er tekin svo nærri hádegi, sem var í þessu tilfelli. Ég sagði Sir Ernest, að ég væri ekki viss um stað okkar, og skakkað gæti 10 sjómílum á hvaða veg sem vera vildi. Þá var hann mér ekki sam- þykkur um, að reyna að ná norðvesturenda South Georgia, var hræddur um að það tækist ekki. Við breyttum því stefnu lítið eitt í austur, til þess að koma að landi þar sem fyrirætlað var á vesturströndinni. Að nokkru leyti hafði útlitið farið versnandi. Síðustu 2 dagana höfðum við aðeins hálfsalt vatn af lekum vatnskút til dr.ykkjar. Það virt- ist aðeins æsa þorstann. Við létum það renna í gegnum þar til gerða pípu, sex þumlunga langa og aðeins þumlungs víða, og síuðum það í gegn- um grisju til að hreinsa óhreinindi, grugg og hreindýrahár. Hálfpeli var allt og sumt, sem hver mátti fá. Hætt var að drekka heita mjólk á næturnar og „hoosh“, var aðeins útdeilt tvis- var á dag. Ég hugsa, að allir hinir hafi þjáðzt mjög af þorsta. Af einhverjum ástæðum hafði það ekki svo mikil áhrif á mig þó ég gjarnan hefði þegið heitt toddý eða könnu af cacao. Út- 252 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.