Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 15
Þér hæföi’ a'öeins hafsængin köld; í hásölum Ægis er stórmenna val; þar sægarpar hugpruðir sitja við tal um sókndirfsku—kóngar frá horfinni öld. Þeir fagna þér, fullhugi, vel; því fræknum var löngu þín hólmganga kunn við Frosta, við ský og við fjallháa unn, við forynjur heimskauts, við máttsterka Hel. Þeir hylla þig öndvegis-höld; þinn hjálmur var treystur í römmustu þraut; þú, víðsækinn, mannkyni varðaðir braut til vonlanda nýrra, á komandi öld. Þeir deyja’ ei, er duga svo vel; í dáðum, ei árum, slcal æfi vor mæld. Á dúnsvæflum mjúkum að sofa er sæld, en sæmir ei hraustum—þeir glíma við Hel. Richard Beck. Minnismerki um Amundsen. Landkönnuðurinn mikli Roald Amundsen, var fæddur árið 1872, og væri því 75 ára um þessar mundir, ef hann lifði. Hann gat sér mikið frægðarorð er hann fyrstur allra manna sigldi skipi sínu „Gjöa“, Norð- vesturleiðina svonefndu, og gerði merkilegar vísinda- rannsóknir á löndum og höfum norður undir heim- skauti. Árið 1911 komst hann á Suðurheimskautið, rúmum mánuði áður en Scott kafteinn náði þangað, svo sem alkunnugt er. Síðar fór Amundsen merkilega vísindaleiðangra norður í höf og flaug á loftfarinu „Norge“ til Norðurheimskautsins. Amundsen fórst í júnímánuði 1928, er hann gerði tilraun til að bjarga ítalanum Nobile og mönnum hans, eftir að loftfar þeirra hafði farizt norður undir heimskauti. Lagði Amundsen af stað við sjötta mann í flugvél. Lögðu þeir upp frá Tromsö 18. júní og spurðist aldrei til þeirra síðan. — Amundsen var góður rithöfundur og skrifaði merkar bækur um ferðir sínar. ROALD AMUNDSEN V I K I N G U R 261

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.