Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 7
litið var ekki gott. Ef við hefðum rekið frá
landi og ekki hitt ís, hefði verið úti um okkur,
nema því aðeins að við hefðum náð í fugla og
getað drukkið úr þeim blóðið. Þegar menn líða
vatnsskort, er nokkurt gagn að því að vera í
sjóblautum fötum og linar það þorstann, því
skinnið „drekkur" gegnum svitaholurnar, en
þetta er vitanlega aðeins bót ef heitt er í veðri,
eða að minnsta kosti ekki kalt. Við vorum allir
gegnvotir, en það virtist ekki hjálpa. Sennilega
vegna þess að kuldinn hefir lokað svitaholunum.
Stundu fyrir myrkur, þegar við vorum 80
sjómílur undan landi, fundum við þang. Við
Siglt yfir ólgandi hafið.
drógum það inn með mikilli gleði og álitum
þetta merki þess, að land væri ekki fjarri; þó
vissum við að þangið hefði getað borizt austur
Með straumnum frá Shang Rock, liinurn ímynd-
uðu Suðurljósaeyjum. Alla nóttina stýrðum við
N.A. í hvössum NNV vindi. Við vorum orðnir
kærulausir og létum nú okkar dýrmætu kerti
loga, sem styttust þumlung eftir þumlung. Á-
gjöfin var stöðugt óvægin og kuldaleg. Við fögn-
uðum þó því, að það versta myndi nú hjáliðið:
— Við vorum bráðum í áfangastaðnum.
Um dögun hins 15. dags, sem var 8. maí, sá-
um við nokkrar þaraflygsur á floti. Albatross,
Mallyhawks og fuglar með stýfðu stéli flugú
nú í hópum umhverfis bátinn. Ég skimaði á-
hyggjufullur eftir sólinni. Leiðarreikningur
minn var orðinn svo ónákvæmur, að varla gat
verið að ræða um góða landtöku. Það var nauð-
synlegt að geta fengið athugun. Það var skýjað
ioft, súld og þoka, þó létti einstaka sinnum til.
Við lágum undir meiri ágjöf en venjulega,*því
að það var mikil undiralda og tvísjóað ofan á.
Veik von, blönduð þöglum kvíða um óvissa land-
töku, hélt okkur betur vakandi, og í myrkrinu
um nóttina sáum við í huga okkar þá stund,
"er við gætum enn einu sinni fleygt okkur í skaut
móður jarðar og svalað þorsta okkar í tærri
uppsprettulind. Við ræddum um, hvenær við
gætum náð til hvalveiðastöðvarinnar, fengið
þurr föt og hrein og þægileg rúm til þess að
sofa í, — bjánarnir — við vissum ekki, hvað
koma- átti. Nú sáum við fyrsta Shagfuglinn, en
þegar hann sést er vissa fyrir, að maður er ekki
meira en 15 sjómílur undan landi. Varla kemur
það fyrir að hann fljúgi lengra út. Um hádegi
hafði þokunni létt, en það var WNW þungt far
með þykkum skýjabólstrum. Enn höfðum við
ekki séð land. Þoka og skúraveður byrgði
skyggnið. Nokkur þangflykki flutu kringum
okkur. Klukkan 12,30 rak McCarty upp gleðióp.
Land beint framundan! Við skimuðum solln-
um og saltblautum augunum í gegnum sort-
ann. Við sáum land. Háa, koldimma kletta, með
snjó á tindunum. Þetta var aðeins augnablik,
svo hvarf allt aftur. Við litum hróðugir hver
til annars, barnalega glaðir. Efst í huga okkar
var hugsunin: „Við höfum haft það af“. Við
fáum vatn í kvöld. Eftir viku getum við hitt
vini okkar á Elephant Island. Landið var í 10
sjómílna fjarlægð, er það sást. Það var Cape
Demidow, sem er norðanvert við King Haakon
Sound. Þrátt fyrir það, að sjóúrið var ekki ná-
kvæmlega rétt, er við fórum frá Elephant Is-
land, varð landtakan þó alveg hárrétt, og er
það furðulegt. Ferðin hafði tekið okkur ná-
kvæmlega 14 daga landa á milli. Einni stundu
síðar sást land á bæði borð, ströndin var auð
og ægileg, en það gerði nú ekki svo mikið. Þegar
okkur rak nærri landinu bárumst við á milli
blindskerja og rifja. Ekkert kort var til yfir
ströndina. Norðmenn kalla þessar grynningar
„blindinga". Framundan og í suðurátt sáust
hvítar raðir af brotum, þar sem vestan hafaldan
háði stórorustu við þessa ókortlögðu strönd,
grynningar og boða. Um kl. 3 s. d. vorum við
það nærri landi, að við sáum litla, græna gróð-
urbletti og gulbrúna brúska milli snjóskaflanna
Landtalca við S. Georgia.
V I K I N G U R
253