Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 4
Kafli úr
„Sliacklefon’s
Boaf
Jorney"
Ef rir-
F. A. Worseley
Ernest Henry Shackleton er víðkunnur, enskur landkönnuður. Hann var fæddur
áriö 187A, hlaut allgóða menntun en leiddist háskólanám og fór til sjós. Þar náði
hann skjótum frama og varð sjóliðsforingi. Shackleton tók þátt í leiðangri Scott‘s til
suðurheimskautslandanna árin 1901—190U, en sá leiðangur komst nær Suðurheimskaut-
inu en nokkrir menn höfðu áður gert. I leiðangri þessum veiktist Shackleton alvar-
lega, og datt engum í hug að hann ætti eftir að fara í fleiri slíkar ferðir. En áirið
1907 hafði Shackleton tekizt með miklum dugnaði' að útbúa rannsóknarleiðangur til
Suðurheimskautsins, og var hann sjálfur fararstjórinn. Þessi leiðangur (1907—1909)
komst að vísu ekki alla leið á pólinn, fyrst og fremst vegna vistaskorts, en margt
ágætra vísindamanna var með í förinni og varð hinn vísindalegi árangur af leiðangr-
inum mjög mikill. Shackleton var ákaft hylltur þegar hann kom úr þessari för,
aðlaður og veittur margvíslegur annar heiður. Hefur liann skrifað allmikla bók um
förina: „The, heart of the Antarctic".
Shackleton gekkst fyrir nýrri ferð til Suðurheimskautsins (19H—1917). var sú
ferð fhrin á skipinu „Endurance'1, og xtlaði Shackleton að kanna þann hluta heim-
skautasvæðisins, sem liggur á milli Weddell-hafs og Ross-hafs. Þeir félagar urðu fyrir
miklum óhöppum. Skipið lenti í ís og brotnaði í spón, en leiðangursmenn komust nauðu-
lega af. ITröktust sumir þeirra lengi í einum skipsbátnum, eins og frá segir nánar
hér á eftir.
Árið 1921 lagði Shackieton í þriðja lieimskautsleiðangurinn, en hann andaðist
snögglega í Suður-Georgiu hinn 5. janúar 1922. Þar var lík hans grafið.
Frásögn sú, sem hér fer á eftir, segir frá atburðum úr leiðangrinum 1914—
1917, sem var hinn ævintýralegasti, eins og áður var vikið að. Skip þeirra félaga,
„Endurance", festist í ísnum og sökk á 69 gr. s. br. Þeir félagar höfðu þrjá báta og
komust á þeim til Elepant Island. Þaðan sigldu 6 menn á skipsbátnum „James Caird“
til Suður-Georgiu, í því skyni að leita hjálpar fyrir aðalleiðangurinn. Kafli sá, sem
hér fer á eftir, er um það ferðalag. „James Caird“ var stærstur skipsbátanna, 22ja
feta langur, 6 feta breiður, 3,7 feta djúpur og lestaði um 4 tonn. Timburmaður skips-
ins hafði smíðað skýli yfir skut og barka bátsins. Formaður ái „James Caird“ var
sir Ernest. — Matartegundin „Hoosh“, sem víða er nefnd í kaflanum, er búin til úr
haframjöli, svínsfleski, kjötseyði, jurtaseyði, salti og sykri.
Ellefti dagurinn okkar var ágætur. — Yndis-
legur dagur. Þægilegur S.A. kaldi. Létt ský bár-
ust um himinhvolfið. Það var ekki mikill snjór,
en hin þunga vestan undiralda hóf sitt breiða
bak allsstaðar umhverfis okkur. Báturinn hjó
öðru hvoru á smábárum. Við breiddum föt okk-
ar til þerris. Við vorum í góðu skapi þegar við
skriðum í svefnpokana okkar þessa nótt, og
hugsuðum með meðaumkun um óhamingjusömu
vinina okkar á Elepant Island, en þeir hafa
sennilega aumkvað okkur þessa sömu stund.
Daginn áður hafði ég getað tekið sólarhæð,
skorðaður uppvið siglutréð, haldandi annarri
hendinni um það, rólandi fram og til baka, með
sextantinn í hendinni. Þennan dag fann ég beztu
aðferðina til að taka sólarhæð. Ég sat á dekk-
inu og spenti fæturna milli dragreipsins og
reiðans. Þannig gat ég mælt sólina, þegar bát-
urinn hófst upp á hæstu ölduhryggina. Ég á-
ætlaði augahæðina eftir ástæðum. Athugaður
staður var því: 55° 31’ Sbr. 44° 43’ VI. Stefnan
var N. 36° og vegalengdin 52 sjóm. Við höfð-
um siglt 496 sjóm. alls. I dagbók minni stóð:
„Þegar ég var að hjálpa til við prímusinn, sem
við notuðum sem suðuvél, brenndi ég mig í fing-
urna á aluminium-rist. Hjákátlegi hattkúfurinn
minn, sem einna líkastur er kvenhatti, er hlægi-
lega beygður, og leitast ég við að laga hann.
25D
VÍ KI N □ U R