Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 9
sem skagar fraAi á milli King Haakon Sound og Aneekov Island. Okkur hrakti nær og nær og það voru aðeins þrjár til fjórar risavaxnar öldur, sem skildu okkur frá klettunum á þessari hræðilegu strönd — strönd dauðans. Himininn var ekkert annað en sundurtætt stormský. Sjórinn til kuls líktist mest stórum röðum af endalausum grunnbrotum. Öskrandi særokið og löðrið dreif yfir og fyllti hina stór- fenglegu öldudali. Allt hafið var þakið þunnu löðurskúmi og brotsjóarnir skildu eftir sig lang- ar rákir af löðrandi sjófroðu á yfirborðinu. Báturinn hófst upp á öldurnar og í hvert sinn lagðist hann á hliðina undan storminum, féll svo titrandi niður í öldudalina þar sem hann lá hreyfingarlaus unz næsta alda hóf hann á ný. Hver alda mokaði okkur tryllingslega með vax- andi ofsa nær þessum jökulkrýndu hömrum. Það virtist aðeins augnablik, þar til við þeytt- umst inn að gínandi klettunum. Þetta var það ömurlegasta, sem nokkur okkar hafði reynt, það leit út sem við værum dæmdir frá að geta hag- nýtt okkur nokkur mannleg ráð til bjargar. Það voru endalausir erfiðleikar og hætta á, að falla útbyrðis meðan við vorum að basla við að ná stórseglinu niður og koma upp mesan- segli og litlu framsegli, en það tókst, og með þessum bleðlum reyndum við að nauðbeita frá landinu. Við báðum þess heitt að siglan þyldi. Báturinn tók skriðið, það brakaði í byrðingi, rá og reiða, þegar hann lamdi öskrandi öldurn- ar. Löðrið gekk yfir siglutoppana. Nú var ann- að hvort að duga eða drepast, allir stóðu í stamp austri eða við dæluna. Stundum virtist bátur- inn alveg nema staðar, svo lagði hann sig aftur og æddi áfram nötrandi og lemjandi sjóinn svo harðneskjulega, sem á klöpp væri barið, kinn- ungsborðin sprungu í straumförunum og sjór inn pípti inn. Áreynslan í þessari siglingu var svo ægileg, að ekki leit út fyrir annað en að fleytan mundi liðast í sundur, því rifurnar í bóginn opnuðu sig og lokuðust í hverri báru, sem, undir reið. Góður var báturinn, það var kraftaverk, að hann skyldi standast þetta. Svona gekk um stund, einn stýrði, þrír voru við dæluna, einn jós með þriggja gallona blikkstauk og sá sjötti gekk á milli til að hvíla hina, eða tók skorpu í að ausa með minni stauk, sem við höfðum. Þegar tækifæri var til, útbýtti hann sneið af hoosh eða mola af sjóblautum sykri. Á hverj- um klukkutíma skiptum við verkum til að lina erfiðið. Þegar við litum á þessa hamragirtu strönd — þessa helheima, hálfhulda ösikrandi briminu, fundum við með sjálfum okkur að hver vogur eða hlein gæti orðið okkar síðasti hvíldarstaður. Bátur frá enskum togara sækir skipbrotsmenn á Elephanteyju. V I K I N G U R 255

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.