Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Qupperneq 4
Landslagsmynd frá Austur-Grænlandi. Fyrir utan fjarðarmynnið var strekkings vindur, svarta þoka og ísrek á víð og dreif, en hér var sól og sumar og aðeins jakar á stangli. Þetta var merkilegt augnablik. Allir skip- verjar, hvert mannsbarn, kom á þilfar til þess að virða fyrir sér þetta furðuland, sem skaut upp ur þokuhafinu og þeir höfðu séð áður. Brátt stækkaði sjóndeildarhringurinn meir og meir eftir því sem innar dró í flóann. Norðanvert við mynni flóans var láglendi með ávalahæðum, sem kallað er Jameson land, og yst sást höfði, sem heitir Stewarts höfði...... Gróðurlaust virtist landið þarna, hrjóstrugt og kaldranalegt. 1 hægum vindi með öllum seglum og hjálpar- vél var nú haldið inn fjörðinn. Hafísjakar sá- ustt á víð og dreif, sem töfðu ferðina nokkuð. En smátt og smátt minnkaði ísinn og leiðin varð greiðari. Ferðinni var nú haldið áfram meðfram ströndinni að norðanverðu inn flóann í rúmlega 2 km fjarlægð. Útsýnið óx meir og meir og landið varð grænna og gróðurlegra. Brátt fóru skipverjar að hafa orð á því, að ströndin væri ekki ósvip- uð józku ströndinni í þeirri fjarlægð, sem hún bar fyrir augu þeirra. Þar var að sjá bakka og hæðardrög með allmiklum gróðri. Fjörur og malarkamba með þarabrúski og þangi, reka- drumba stærri og minni snjóhvíta fægða af ís og ölduróti á víð og dreif. Veðrið var gott, sólskin og þægilegur hiti. Eftir að Hekla hafði siglt alla nóttina með hægri ferð inn flóann á að gizka 20 sjómílur var iagzt við akkeri á hæfilegu dýpi skammt frá landi. Strax var mannaður bátur með nokkrum mönnum til at athuga landið. „Hvílík hátíð! Eða það fannst okkur þegar við komum í land“, skrifar kapt. Ryder, Loftið var þrungið af sætum þægilegum ilm frá hinu fjölskrúðuga blómalífi. Á milli blómanna svifu fiðrildi í þúsunda tali og smáfuglarnir kvökuðu og sungu svo fagurt, að unum var að. Allt var svo sumarlegt en þó óþekkt og framandi. „Svo þægilegt og skemmtilegt, sem okkur fannst að baða okkur í sólinni í þessum blóma- brekkum“, skrifar kapt. Ryder, „jafn hugþekk virtust okkur dýrin vera, sem áttu hér heima. Hreindýrin voru hér í smáhópum á víð og dreif niður á sjávarbakkanum og sleiktu saltið af steinunum í fjörunni. Þau voru ekki styggavi en svo, að þau komu hlaupandi á móti okkur. Já, heill hópur, — 8 dýr komu hlaupandi á móti mér“, skrifar kapt. Ryder, „þar sem ég gekk og var að virða fyrir mér umhverfið, og stöðv- uðust fyrst í rúmlega 50 feta fjarlægð. — Ég var að leita að heppilegum stað til þess að taka sólarhæðina. — Við hefðum getað skötið eins mörg dýr og við vildum. En það var ekki mein- ingin. Seinna skutum við tvö hreindýr, sem komu hlaupandi, rétt þegar við vorum að fara um borð í skip okkar. Við gátum ekki látið björgina ganga alla úr greipum okkar“. Á þessum stað dvaldi kapt. Ryder nokkra daga og gerði þær athuganir, er hann vildi. Einn dag er hann með félögum sínum ferðaðist út með ströndinni, sáu þeir hóp sauðnauta, sem lágu og sóluðu sig við ströndina. Þeir félagar athug- uðu þau í fjarlægð og gerðu þeim ekkeert mein. Þetta voru 9 dýr, einn stór gamall griðungur, 136 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.