Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 5
tvær kýr fullorðnar og þrjár kvígur með kálfa. Eftir því sem Ryder og þeir félagar komu nær, gerðist griðungurinn órólegur. Hann tók sig út úr hópnum og gekk í áttina til þeirra og stóð svo kyr og horfði á þá um hríð, stappaði niður framfótunum og rótaði upp sandinum. En þeir kapteinn Ryder höfðu ekki ásett sér að gera dýrunum neitt illt í þetta skipti, og skildu þeir félagar og sauðnautahjörðin í friði. f fjörunni og við ströndina var talsvert af ýmsum fuglategundum, æ'öarfugl, lómar, gæsir og endur, svo og bjargfuglar af ýmsum tegund- um. Dýralíf var, að kaptein Ryders áliti, meira þarna — svona utarlega í flóanum — en búast mátti við, og mátti svipað segja um gróður jarð- arinnar, sem hann taldi vera ótrúlega mikinn. „Staðurinn virtist hinn ákjósanlegasti til að leggja á land búslóð okkar, búsáhöld og verk- læri og byggja hér dvalarstað til vetursetu“, segir kapt. Ryder. En hér var engin höfn eöa vetrarlægi fyrir skipið“, bætir hann við. Á þessum slóðum fundu þeir leiðangursmenn gamlar rústir á víð og dreif, er báru vitni um, að hér hefðu verið mannabyggðir endur fyrir löngu. Þess skal getið, að á Jameson land, þar sem kapt. Ryder dvelur, er hann skýrir frá því, sem að framan segir, sáu þeir félagar mikið af sauð- nautum og hreindýrum. Þeir sáu einnig stóran, gamlan rostung. Þrjátíu og fjórum árum síðar, árið 1924, nemur Einar Mikkelsen hér land og Sauðnaut. stofnar hér nýlendu. Á þessum stað þótti kap- tejn Ryder vera sá ókostur, að þar var ekki góð liöfn, og leitaði því lengra inn með flóanum. Eftir að hafa dvalið hér nokkuð fram eftir agústmánuði hélt Hekla lengra inn í flóann. Mik- ið seinkaði það ferðinni, að menn voru ókunn- ugir, ísrek var nokkuð og auk þess var hér um landflæmi að ræða, sem var mjög víðáttumikið og krafðist lengri tíma til rannsókna en þeim var ætlaður. Loks staðnæmdist kapt. Ryder í vík einni lít- illi við svokallaða Danmerkureyju og ákvað að leggja Heklu þar í vetrarlægi. Víkina kallar hann Hekluhöfn. Hús, er hann hafði flutt með sér frá Danmörku, flutti hann í land og bjó svo í því með nokkrum af mönnum sínum um vetur- mn. Hekluhöfn reyndist ágæt skipalega. Staður þessi er á 70° 30' n. br. og 28° 10' v. lgd. Um haustið og fram eftir vetri sáu þeir fé- lagar oft náhval og seli á firðinum, meðan hann var auður. Um þann tíma ársins var mikið af. rjúpu jafnvel alveg heim við húsi þeirra, sem hélst langt fram eftir vetrinum. Yfirleitt var mjög góð veiði, rjúpnaveiði, hreindýraveiði, sel- veiði, refaveiði o. s. frv., er hélst frá því um haustið og fram á vor. Selinn veiddu þeir í net, sem þeir lögðu undir ísinn. Þegar á veturinn leið og komið var fram f marzmánuð, komu ísbirnirnir til þeirra nærfelt daglega og leið svo varla dagur, að ekki sæist einn eða fleiri. „Okkur virtist þeir koma után frá ströndinni og vera á leið inn með firðinum“, skrifar kapt. Ryder. Flest voru þetta birníir með kálfa frá vorinu áður og svo karlbirnir.' Síðar í mánuðinum byrjaði selurinn að kæþá. Þeir kæpa á ísröndinni, þar sem vakir eru og við fjöruborðið. Hvítabjörninn er gráðugur í VIKINGUR Í3T

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.