Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Qupperneq 11
Þórður Jónsson, Látrum
Skemmtileg sjóferð
Fyrri grein
Árið 1935, að lokinni vetrar vertíð á togaranum
Leikni frá Patreksfirði, komum við Birgir Thorodd-
sen, sem nú er fyrsti stýrimaður á Gullfossi, heim að
Vatnsdal. Ég átti þar þá heima, hjá tengdaforeldrum
mínum, Ólínu og Ólafi Thoroddsen, foreldrum Birgis.
Þórður Jónsson, Látrum.
Eftir að hafa verið heima í hálfan mánuð, vorum við
búnir að gleyma sjóvolki vetrarins, og langaði aftur
að sækja sjóinn, eða eitthvað annað að vinna.
Ein opinn vélbátur var til í Vatnsdal og réri Ólafur
honum til fiskjar með öðrum sonum sínum er heima
voru. Var því lítið fyrir okkur Birgi að starfa þar
heima, er vinna gæti talizt, fyrir stráka á bezta aldri,
og það um hábjargræðistímann. Það var einn sólríkan
morgun, er við lágum úti á hlaðvarpanum í Vatnsdal,
og létum sólina verma okkur. Við bárum saman mun-
inn á því að liggja svona, á grænum bala í sól og sumri,
eða vera á vetrarvertíð á togara í stormi, frosti og
stórsjó, með minnst 16 stunda vinnu á sólarhring. Víst
var munurinn mikill, tvær andstæður. En við hefðum
fúsir vilja skipta, þar sem okkur vantaði fyrst og
fremst peninga. En um slíkt var ekki að ræða, togarar
myndu ekki fara aftur á veiðar fyrr en síðla sumars.
Eitthvað urðum við að gera þangað til, við vorum
búnir að fá nóg af iðjuleysi í bili. Þetta var á þeim
árum, er færri fengu pláss á togaraflotanum en vildu,
enda var það þá einhver arðmesta atvinna, er völ var á.
En nú er öldin önnur. Það stóð til að ég smíðaði brú
á Hafnarvaðal í Örgilsá. Þetta sumar hafði ég hug á
að fá Birgir með mér í það verk, því hann var afkasta
maður mikill til allra verka. Einnig vorum við góðir
félagar, þótt við stríddum stundum hver öðrum af
algjöru miskunarleysi. En þetta með brúarsmíðina var
enn í óvissu. Við vorum sammála um að iðjuleysi okkar
yrði að fá skjótan endi, og helst þennan dag. Og meðan
við veltum okkur þarna í sólskininu, flugumst á og
boxuðum, fundum við lausnina. Erlendur á Látrum
bjó alltaf vel af bátum, svo sem öðrum hlutum, til hans
ætluðum við að leita með bátslán, og biðja Ólaf að
flytja okkur að Látrum er hann réri róður næstu nótt.
Með þessa ákvörðun gengum við sporléttir inn í bæinn,
þar sem hún skyldi kunngjörð kvenþjóðinni. Úr búr-
dyrum fluttum við boðskap okkar, flóðmælskir að okk-
ur fannst. Við lofuðum í fyrstu för okkar, eggjum úr
Látrabjargi, steinbít og lúðu af Látraröst, og hangnu
sauðarkjöti frá Látrum. En boðskapur okkar var ekki
tekinn alvarlega af áheyrendum, en við hugðumst efna
þess betur.
Kl. 4 næstu nótt hélt áhöfn Dvalíns, en svo hét bát-
ur Ólafs, niður í vörina í Vatnsdal, ásamt tveimur far-
þegum. Þeir siðast töldu voru heldur syf julegir, þar sem
þeir í næturkyrrðinni röltu hlið við hlið á eftir hinum,
og töluðu fátt. Undir hendinni báru þeir nestispakka
og þessa sjálfsögðu og ómissandi förunauta fiskimanns-
ins, stakkinn og sjóhattinn. Þegar niður í vörina kom,
rauf fjöldi gargandi máfa hina dásamlegu vornætur-
kyrrð. Þeir höfðu verið að gæða sér á innyflum þess
fiskjar er aflaðist daginn áður, og voru okkur reiðir
fyrir ónæðið. Báturinn var nú settur til sjávar og þar
með allir vel vaknaðir. Er báturinn var kominn á flot
tók Ólafur stýrið og renndi fyrir, sonur hans Ólafur,
fór að fást við mótorinn, sem tók syf julega atlotum hans
fyrst í stað. Brátt tók þó mótorinn að anda hressilega
með hávaða og gauragangi, svo sem háttur Skandía-
mótors er. Gnoðin tók að hreyfast og brátt var hún
komin á fulla ferð. Ólafur sat við stjórnvölinn, með
svip og virðuleik skipstjórans frá skútuöldinni. Hann
signdi sig, tók ofan höfuðfatið og við hinir gerðum
slíkt hið sama. Svo las hver sína sjóferðabæn í hljóði.
Er henni var lokið, voru höfuðfötin sett á sinn stað.
Þessi siður er svo gamall hér að enginn veit aldur
hans, og enn er hann í hávegum hafður hjá þeim er
V í K I N □ U R
143