Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Síða 12
sjóinn sækja. Er það vel, að menn þykjast ekki upp
úr því vaxnir, að þurfa á aðstoð Guðs að halda. Dval-
ínn risti gárulausan hafflötinn út með Patreksfirði
vestan verðu, með 6 mílna ferð. Er út fyrir Blakknes
kom, var stefnan tekin á Látra. Farþegarnir höfðu kom-
ið sér vel fyrir í barka bátsins og hugðust fá sér svo-
lítinn viðbótarblund, en svo gott yar það ekki á sjón-
um. Báturinn nötraði og skalf stafna á milli, undan á-
tökum mótorsins, sem mótoristinn Ólafur píndi sem
mest hann mátti, til að flýta fyrir öllum aðilum. Við
komum í Látralendingu um það leyti er fólk kom á fæt-
ur. Við kvöddum áhöfn Dvalins, og óskuðu hvorir öðr-
um góðrar og fengsællar ferðar. Dvalinn tók stefnuna
á haf út. En við gengum upp sendna fjöruna í átt tit
bæjar. Við héldum heim til foreldra minna og urðu þau
fegin komu okkar. Við drukkum þar morgunkaffið og
höfðum góða lyst, eftir hressandi sjávarloftið. Svo fór-
um við að Miðbæ, til Erlends, en þangað var förinni
heitið. Erlendur stóð á hlaði úti, svo sem hans var vandi,
þá er hann sá gesti bera að garði. Er við höfðum heils-
að honum, bauð hann okkur til stofu, létum við þá ekki
bíða að segja erindi okkar, en rétt í því var kaffi á
borð borið. Erlendur brá sér þá frá, en kom að vörmu
spori aftur með viskíflösku í hendinni, og var þá bros-
hýr og andlit okkar urðu víst líka eitt sólskinsbros. Er
við félagar höfðum látið vel út í bolla okkar og dreypt
á, sagði Erlendur: „Já, þið voruð að tala um að fara
að gera út, en vantar bátinn. Það væri nú illa gert
af mér, að lána ykkur ekki bátinn, þar sem þið eruð
nú hér komnir, og hafið treyst því að þið fengjuð hann.
Hann er ykkur líka velkominn. Stendur hér niðri í
nausti, og veit ég ekki að honum sé neitt að vanbúnaði.
Svo segi ég skál fyrir framtakssemi ykkar, og gangi
ykkur vel útgerðin“.
Við þökkuðum af heilum huga. En nú var ákafi
okkar vakinn til fulls og var því ekki til setu boðið.
Við lukum úr 3ja bollanum okkar, við fjörugar um-
ræður um aflabrögð á sjó og landi. Svo neituðum við
meira viskíi, þökkuðum Erlendi góðgerðirnar og góð
svör, og vildum nú komast sem fyrst á sjóinn. Erlend-
ur sagðist þá ganga niður eftir og taka frá naustinu.
Erléndur hafði alla sína báta í nausti milli vertíða.
Hann átti að þesu sinn 3 opna vélbáta, tvo þeirra var
hann með í notkun sjálfur. Við Birgir fórum aftur til
foreldra minna til að kveðja þar, var þá faðir minn að
búa sig út í sjóferð. Ég spurði hann hvort víða væri
búið að taka egg undir Látrabjargi þetta vor, kvað
hann allt vera upp tínt, þar sem auðvelt væri að komr
ast, og einnig víðar. Faðir minn sagðist vera með
nokkur egg i kassa, sem við ættum að hafa í nesti og
hangikjötsbita sem ég ætti, var það sauðakrof. Ég leit
til Birgið og sagði: „Þá er eitt fengið af því, sem við
lofuðum í gær“. En hann brosti samþykkjandi.
Við þökkuðum fyrir okkur og bjuggumst til ferðar.
Þá mundi ég allt í einu eftir Vondukleif og spurði
föður minn hvort þeir hefðu tekið égg þar, sem hann
kvað nei við. Létti þá yfir mér. Hann kvaðst helst
ekki vilja að við fiktuðum við að fara þar upp, bæði
væri það að nú væri öldusig undir bjargið, svo væri
heldur ekki eigandi við það fyrir einn mann, að fara
niður í kleifina, og gefa þar niður egg. Ég bað hann
nú samt að lána mér eggjakassa, og fékk ég hann gegn
loforði um að fara gætilega. Héldum við nú niður í
naust til Erlends. Sagði hann bát og búnað í lagi. Benz-
íngeyminn fullan og auk þess, miklar birgðir af benz-
íni og smurning til vara.
Báturinn, sem við áttum að fá, var 1% lest að stærð,
hét Von, og var með 4ha. Penta mótor. Ég þekkti vel
bátinn, hafði róið á honum áður. Erlendur hafði sjálf-
ur smíðað fleytuna, svo sem aðra sína báta, svo og öll
áhöld er þeim fylgdu.
' Við litum nú yfir bátinn og var þar hver hlutur á
sínum stað.
Skulu nokkrir þeirra taldir, er í bátnum voru. Skal þá
fyrst telja tvö austurtrog, annað tveggja handa, hitt
einnar handar trog. Austurdælu, þrír goggar, þar af
tveir steinbítsgoggar, þeir voru það frábrugðnir öðrum
goggum, að járnið var sverara og fremst á þeim kant-
inum, er frá vissi járninu, var hvalbeins klumpur, er
skella skyldi á höfði þess bláa, og veita honum skjótan
bana, ef vel var slegið. Þá voru tvær seilarnálar úr
hvalbeini, þeim fylgdu nokkrar birðurólar og tvær
langar seilarólar. Tvær ífærur voru í bátnum, einnig
hausunarhnífar og nokkrir aðrir hnífar. Þrjú færi
með vaðbeygjum og öðru tilheyrandi. Einn bátstjaki.
Kútur með lýsi, til að lægja með brotsjóa. Drykkjar-
kútur, var það tvíbitna er tók 5 lítra. Þá var mastur,
segl og annað því tilheyrandi. Áttaviti, legufæri og 3
sterklegar hlummár, og svo vitanlega stýri og stýris-
sveif. Við litum yfir bát og búnað með velþóknun, sem
hvorttveggja bar eigandanum vitni um forsjálni og
snyrtimennsku.
Við höfðum orð á því, að við þyrftum ekki nema 2
árar, þar sem þær voru bæði stórar og sterkar. Erlend-
ur lét þá sínar stóru brúnir síga og sagði: „Ætli þið
réruð mikið með einni ór, ef önnur brotnaði. Það er
eins með árarnar og annað viðkomandi þessum bátum.
Það getur verið snúnings samt að sækja hlutinn í land,
þegar hans er þörf. Mér hefur lærst að hægara sé að
grípa til hans í bátnum. Já, sjórinn kennir manni sitt
af hverju'*. Svo brosti hann og spýtti út í vegginn.
Eftir þessa ræðu urðum við hálf sneipulegir, þarna tal-
aði maður, sem hafði áratuga formannsstarf að baki,
og þar með reynzluna. En nú sneri Erlendur sér snökkt
til, þar sem hann stóð aftan til við bátinn og hallaði
sér uppað slíðinni, um leið og hann sagði: „Jæja, þá
er að setja til sjávar, piltar". En árarnar voru kyrrar,
sem betur fór. Það gekk bæði fljótt og vel að setja til
sjávar, þótt langt væri, margar hendur lögðu þar lið
til, svo margar sem að bátnum komust. Við kvöddum
svo alla vini og venzlafólk, og óskum um góða ferð
rigndi yfir okkur. Við ýttum á flot. Birgir fór í skut-
inn, tók stýrið og renndi því fyrir, allt að því af leikni.
Ég varð of seinn að vara hann við, að sjór gæti verið í
lykkjunni. Ég tók mér stöðu hjá mótornum, tók ann-
arri hendi í innsogið, en hinni um sveifina, er ég hafði
snúið henni í hálfhring, tók mótorinn að snúast hægt
og þýðlega, ég held að Birgir hafi orðið fyrir vonbrigð-
um, þar sem hann stóð þarna yfir mér, stór og sterk-
legur, tilbúinn að láta eitthvað fjúka, ef mér mistæk-
144
V I K I N □ U R