Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 13
ist. Bátnum var snúið, mótorinn settur á fulla ferð, og
stefnan tekin á Bjargtanga. Við litum til strandar,
þar voru margar veifandi hendur. Þar með var kveðju-
siðum fullnægt og sjóferðin hafin. Veðrið var ágætt og
leit út fyrir að verða það fyrst um sinn, við vorum því
í bezta skapi, fullir eftirvæntingar og ákafa. Við á-
vörpuðum fugla og seli, er á leið okkar urðu, með
spaugsyrðum. Innan stundar vorum við komnir að
Bjargtöngum, tug þúsundir fugla flugu fram og aftur,
sjórinn var einnig alsetinn fugli, þeir stungu sér undir
bátinn, svifu þöndum vængjum í sjólotunum og léku
allskonar listir. Stór útselur skaut upp kollinum skammt
frá okkur, athugandi okkur nokkra stund, snéri sér
svo rólega við, og seig í kaf. Hann virtist ekki hræð-
urast okkur, heldur álita okkur ákaflega meinlausar
mannverur. Okkur þótti það heldur miður, en hann um
það. Við fórum grunnt með Tangahleinum, en svo
heita hleinar þær er ganga fram frá Bjargtöngum).
Aðeins nokkra metra frá þeim, því að dýpi er þar
mikið, og vorum við þar á sléttum sjó. Nokkrum metrum
dýpra beljaði Látraröst, með sínum tröll aukna krafti,
og var óslétt, miðað við okkar farkost, en hörku norður-
fall var á. Við vorum komnir fyrir Bjargtanga og
beygðum inn með bjarginu.
„Þú verður að keyra meira, báturinn lætur ekki að
stjórn", kallar nú Birgir. „Skal gert, skipst.jóri", mælti
ég um leið og ég bætti við mótorinn, svo sem hægt var.
En það var sama, svo geysi harður var straumurinn
að báturinn rétt stýrði.
„Er þessi bölvaður straumofsi inn með öllu bjargi?“
spyr Birgir.
„Nei, við þurfum bara að komast hérna inn fyrir
Stefnið, þá erum við lausir úr straumfossinum".
„Hvað kallarðu Stefni?" spyr Birgir aftur.
„Lóðrétta klettinn, sem þú stefnir á, og sker sig út
úr berginu, alla leið úr brún, hann er sá eini sem ég
veit um í Látrabjargi, sem er úr hreinu stuðlabergi,
og neðst í honum er Stefniskleifin. Þar getur maður
gengið upp á í stígvélum og náð í 150—200 egg.“.
„Guð hefir áreiðanlega gert hana fyrir okkur, og ég
skal fara þar upp, þú getur verið í bátnum', segir
Birgir æstur.
„Það er búið að tína þar hvert egg núna, því er ver“,
svara ég með sársauka hreim.
„En hvar er þá þessi illakleif þín?“
„Vondakleif“, leiðréti ég. „Hana get ég ekki sýnt þér
strax, hún er rétt fyrir utan borðið“.
Við vorum komnir inn fyrir stefnið og þar með lausir
við stfaumofsann. Bjargið fyrir utan. Borð blasti nú við
okkur með öllu sínu lífi og fegurð.
„Sérðu maður“, hrópar Birgir og bendir upp í loftið.
Eg leit upp og sá aðeins þetta venjulega, tugi eða
hundruð þúsunda af fugli á fleygi ferð í allar áttir.
Jú, þarna var það, sem Birgir átti við. Tveir fuglar
voru að rífast á fluginu, og hröpuðu ört niður, þeir
skullu á sjóinn nokkuð fyrir framan bátinn. Þetta voru
tvær álkur, en áfram héldu þær að rífast, gapandi af
heift og bræði. Birgir sveigði bátnum að þeim, og með
leiftur hraða kippti hann sveifinni úr stýrinu og sló
til óróaseggjanna, sem nú höfðu náð taki hver á ann-
arrar kjafti, um leið og þær runnu aftur með. Höggið
hefði sjálfsagt banað mikið stærri skepnum ef fyrir
hefðu verið.. Álkurnar flutu báðar dauðar, en hjá þeim
flaut helmingurinn af stýrissveifinni. Birgir hélt á
hinum, horfði á hann stutta stund og virtist hugsi
augnablik, en svo stakk hann stubbnum í stýrisaugað
og hló. Við hirtum veiðina.
„Hvað má fara grunnt hér inn með bjarginu “ spyr
Birgir.
„Að skorin hverfi ekki undir Borðið", svara ég.
Birgir virtist nú hafa komið auga á eitthvað ákveðið
í bjarginu, því hann horfði á sama staðinn án afláts.
„Sérðu eitthvað sérstaklega fallegt", spyr ég.
„Þetta er allt gullfallegt á að líta, en það, sem hefir
vakið athygli mína þessa stundina, er skvompan sem er -■
að opnast þarna, og fuglinn virðist þar svo þéttur, að
það er eins og þar liggi svart klæði. Hvað heitir hún?“
„Þú átt við skútann inn úr stuttri sillu, svona 40 m.
upp í berginu. Bergið er lóðrétt niður undan sillunni,
en undan skútanum slútir það marga metra fram yfir
sig, og myndar eins og hvelfingu allt niður í sjó“,
spyr ég.
„Já, alveg rétt“, svarar Birgir.
Ég svaraði dálítið íbygginn: „Þetta er Vondakleif,
fyrirheitna landið, og nú er þér óhætt að fara að
sveigja þar upp að“.
„Ertu að segja satt“, mæælti Birgir, og nú var alvara
í svipnum.
„Já, dagsatt", mælti ég, „og láttu nú horfa beint á
hvelfinguna“.
Birgir breytti stefnunni, en sagði ekkei't. Við nálg-
uðumst nú bergið óðfluga, og loks vorum við þá komnir.
Báturinn var stöðvaður nokkrum metrum frá bjarg-
fætinum, því aðdjúpt er þarna. Þarna ganga engar
hleinar fram úr bjargfætinum, verður því að stökkva
upp í hallandi bergfótinn, þegar upp er farið, en hann
er slýi vaxinn og sleipur. Árum var nú slegið í sjó, og
andæft meðan aðstæður voru athugaðar. Útlitið var ekki
gott, stór álög komu öðru hvoru upp að bergfætinum,
sem myndu mölbrjóta okkar litlu fley ef þar næmi
fyrir. Allur gáski var nú horfinn úr anda okkar og
athöfnum, en alvara starfsins komin í staðinn. Skyn-
semi okkar sagði okkur að hætta við. Veiðihugurin-n
bauð okkur að reyna, og hann réði meiru. En svo vill
fara fyrir mörgum á okkar aldri. Enda var nú bjargið
búið að ná hug mínum á sitt vald. Ég hafi ekki komið
í bjarg í 3 ár og nú þegar ég andaði þarna að mér
þessum sérkennilega þef af fugli, driti hans óg eggjum,
þá Varð löngunin ómótstæðileg. Við ákváðum að reyna.
Ég sagði nú Birgi fyrir verkum, þarna var ég dálítið
vanur og kunnugur, en hann óvanur og ókunnugur.
Tækist mér að komast upp og honum frá aftur, skyldi-
hann láta stjórann falla þar sem við værum en hafa á
honum hnappmiða, því stórgrýttur væri botninn, er
ég hefði svo tínt eggin í kleifinni og væri tilbúinn að
gefa þau niður, skyldi hann gefa út á stjórafærinu
og hamla bátnum inn í hvelfinguna. Myndi ég þá kasta
til hans færi. Er hann hefði náð því, dragi hann það
mikið inn af stjórfærinu að báturinn yndi frá af stein-
Framhald á bls. 155
VÍKINGUR
145