Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Qupperneq 16
„Vættu þig — vaddu ekki“. Á Suðurlandi er fugl, er jaðrakan heitir, hann heldur einkum til í mýrunum í kring-um Þjórsá og- Ölfusá. Sunnlendingar þykjast geta ráðið það af sögn þessa fugis, hvort ár séu færar eða ófærar, því að segi hann: „Vadd’ ekki, vadd’ ekki“, þá er áin ófær, en ef hann segir: „Vættu þig, vættu þig“, þá er áin fær. Víst er um það, að rödd fuglsins er misjöfn, og líkist söngur hans orðum þeim, sem tilfærð hafa verið, að sínu leyti eins og menn segja að lóan syngi: „Dýrðin, dýrðin". (St. Stefánsson 1900). * Sagnir af Lyga-Þorláki. Þorlákur var allra manna fráastur á fæti, og kom honum það einu sinni að góðu haldi, sem oftar. Hann var staddur að Syðstabæ í Hrísey og ætlaði út að Yzta- bæ. Þetta var um hávetur, og var komin nótt, þegar Þorlákur hélt af stað. Gangfæri var hið bezta og rifja- hjarn. Þegar Þorlákur var nýkominn af stað, varð hon- um litið við, og sá hann þá, að draugur veitti honum eftirför. Þorláki leizt ekki á blikuna og hugkvæmdist honum að reyna að ganga draugsa af sér. Hann tók því á rás og hljóp allt hvað af tók. Þorlákur leit aftur fyrir sig við og við og gáði að draugnum. Hafði ávallt dregið nokkuð í sundur, svo að Þorlákur hafði tíma til þess í hvert skipti að klæða sig úr einni spjör, til þess að létta á sér hlaupin. Þegar Þorlákur kom á Yztabæ, var hann á brókinni einni saman, en þá var hann svo móð- ur, að enginn rataði í fjárhúsin á Yztabæ daginn eftir fyrir þoku, sem lagst hafði yfir eyjuna við andardrátt hans. Aldrei náði draugurinn Þorláki, og ekki varð hon- um neitt meint við eftirför hans, en aldrei kvaðst hann hafa lagt eins mikið að sér að hlaupa og í þetta skiptið. Eftir handr. M. Á. Jóliannssonar 1898. * Bæn Herdísar í Grímsey. Geng ég til kirkju með nýja skó og skafna þvengi. Fjórir standa fyrir mér, fjórir standa bak við mig, guðs englar góðir. Krossa ég mig á brjóst, krossa ég mig á enni, krossa ég mig á hvirfil há. Sánkti María, guðs móðir, stendur við kirkjudyr. Amen. í Jesú nafni. Amen. * Fáðu skamm fyrir fíflslegt hjal. Þórður Magnússon á Strúgi (d. 1600) orti um smala- dreng einn: Fáðu skamm fyrir fíflslegt hjal, þinn fúll og leiður glanni. Héðan af aldrei hupp né hval hljóttu af neinum manni. Pilturinn svaraði: Rækallann bið ég reisa upp tögl rétt, sem ég nú greini, A FRÍV hafí hann af þér hár og nögl, hold og skinn með beini. Ekki er þess getið, að ummæli þessi hafi orðið að áhrínsorðum. Gunnl. á Skuggahjörgum. * Séra Hallgrímur Pétursson. Einu sinni var séra Hallgrímur við slátt í hita mikl- um og sólskini og þótti honum vera orðið seigt að slá. Hætti hann þá slættinum, hallaði sér út af í teiginn og sagði um leið: Gefðu skúr, minn skaparinn túr, er skaptir bæði menn og frúr, lofti úr yfir menn og múr, meðan ég kúri lítinn dúr. Prestur svaf stundarkorn, en á meðan kom regn, svo að betra varð að slá, þegar hann vaknaði. Einu sinni ætlaði prestur að messa, en er hann gekk fram bæjargöngin á leið til kirkjunnar, heyrði hann hljóð mikil til hliðar við sig. Prestur staldraði við og leit inn í eldhús, því að þaðan komu hljóðin, en þar var tík í fæðingarnauð og gat ekki gotið. Prestur leit til hennar og mælti: „Allra augu vona til þín, Drottinn“. Eftir þetta greiddist skjótt hagur tíkarinnar. Einhverju sinni messaði prestur á páskum. Þegar úti var messa, gekk hann til bæjar og þegar til baðstofu. Einhver meiriháttar maður var með honum og ræddust þeir við. Piltur var þar á bænum, er Árni hét. Hann var bæði hvinnskur og átvagl hið mesta. Árni var við messu í þetta skipti, en fór fyrstur manna úr kirkju og inn í bæ. Búrið stóð opið, skauzt Árni þangað inn og náði þar í kjötbein. Hann mætti presti og förunaut hans í göngunum og ætlaði að hraða sér fram hjá þeim, en prestur sá hvers kyns var, gramdist honum þá við Árna og mælti: Árni tómi á efsta dómi aldrei sóma fær, — Þegar hér var komið vísunni, staldraði prestur nokkuð við, en félagi hans sagði, að þetta væri illa talað. Prest- ur gegndi því engu, en hélt áfram: — utan hinni) frómi eðla blómi annað rómi. Þá er hann nokkru nær. 1) Þ. e. Kristur. 14B V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.