Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 17
KTINNI Nylon — nylon. Á hinni miklu fiskiðnaðarsýningu í Kaupmannahöfn, sem haldin var dagana 18. til 27. maí s.l., gat marga merkilega hluti að líta. Meðal annars voru sýnd þar skrúfublöð fyrir skip úr nylon. Skrúfublöð þessi eru afar sterk og hafa verið reynd meðal annars í ís og látin slást í harða hluti, án þess að brotna, en aftur á móti er hægt að rispa þau og afnvel skera með egg- vopni. Meðal annars var bátur með þessi skrúfublöð látinn stranda í grýttri urð og slógust þá blöðin i grjót- ið. Reyndust þau svo sterk, þótt þau yrðu að lokum að láta undan, að engin skrúfublöð hefðu þolað nema lít- inn hluta af þeirri meðferð. Skrúfublöð þessi eru steypt við mjög háan hita og þrýsting. Uppfinndingamaðurinn Höjsgaard bauð sýningargestum að reyna að brjóta þau með bareflum, en það tókst ekki. Skrúfublöð þessi vöktu mikla athygli fagmanna. * Hárið. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að það er rétt, sem sagt hefur verið, að menn geti orðið gráhærðir á einni nóttu. Og ekki aðeins það, heldur orðið bersköllóttir á jafn stuttum tíma. Orsökin getur verið margskonar, en al- gengast er taugaáfall, taugastríð og þess háttað. Þá er það einnig sannað, að ekkert hár er „kolsvart". Dekksta hár er, þegar vel er að gáð, dökkbrúnt, jafnvel þótt það sýnist vera blásvart, eins og á Kínverjum. Þá er loks vitað, aðhárið grær ekki alltaf stöðugt og jafnt, heldur hefur það sýna misjöfnu vaxtatíma, sem standa oftast yfir í ca. 8 vikur að hverju sinni. Síðan kemur kyrr- stöðutímabil eða hárfall. * Þýzk nákvæmni. Flestir hafa heyrt getið um hina þýzku nákvæmni, sem þykir stundum úr hófi fram. í janúarmánuði er grímu- hátíð (karneval) í Miinchen, höfuðborg Bayern. Þegar hin mikla skemmtun er á enda, safnast þátttakendur fyrir framan ráðhús borgarinnar og þvo innan pyngjur sínar, til þess þannig að sýna að þeir hafi ekki vei’ið aurasárir, auk þess, sem að skattarnir verði að bíða betri tíma. * Ströng lög. í Saudi Arabíu eru ströng lög við ógætilegum aksti'i. Sá er verður öðrum að bana, vegna óaðgæzlu eða of hraðs aksturs.má búast við dauðadómi. Ss Monty. Hinn frægi Montgomery marskálkur sagði eitt sinn: „Ég þarf ekki að óttast atvinnuleysi á meðan ég lifi. Stjórnin veit nefnilega, að ef hún segir mér upp starfi, þá byrja ég að skrifa endurminningar mínar". * Einkennileg dýr. Á Nýja-Sjálandi eru hellar nokkrir neðanjarðar, en á botni þeirra eru tjarnir. Er komið er niður í hella þessa sjá menn þúsundir af grænum ljósum í lofti hellnanna, en ljós þessi koma frá fluglirfum, sem þar lifa og þroskast. Lirfur þessar nota ljós þessi til þess að hæna að litlar flugur og önnur smádýr, en niður úr loftinu hanga þræðir mjög límkenndir, þannig að ef eitthvað dýr snertir þá, er það fast og auðvelt æti lirf- anna. Eitt er enn einkennilegt við lirfur þessar, en það er hve næmar þær eru fyrir hljóði. Ef talað er hátt í hellinum slokkna skyndilega öll Ijós. Þegar lirfutíminn er á enda, er hinum fullvöxnu flugum létt að komast í burtu, því hellar þessir hafa göng upp á yfirborðið, sem flest eru manngeng. * Blindir fá sýn. Það var ekki svo lítill merkisdagur í lífi frú Beatrice Blunden í Witstable í Englandi í nóvembermánuði s.l. ár, er hún, sem orðin var 44 ára gömul, hafði verið blind frá 14 ára aldri og aldrei séð mann sinn og fjögur upp- komin börn. Oft hafði hún leitað lækna, en ætíð án ár- angurs þar til þá, að hún var lögð inn á sjúkrahús til aðgerða frægs læknis, er meðal annars tók hornhimnu úr auga dáins manns og græddi það á auga Beatrice. Aðgerðin tók langan og erfiðan tima fyrir frúna, en alls var hún undir hendi læknisins í 18 mánuði, en fögnuður hennar var að sjálfsögðu mikill, er hún fékk sjónina. Þess skal getið, að maður hennar er einnig blindur, en nú er talið að von sé einnig fyrir hann að fá sjónina aftur. * Engin slagsmál á „vellinum“. Á hinum nýja knattspyrnuvelli í Napoli er gert ráð fyrir að áhorfendur freistist til þess að æða inn á völl- inn og ráðast á leikmennina, eins og svo oft hefur átt sér stað, þar sem blóðið er heitt og jafnvel víðar. Á milli áhorfendasvæðisins og leikvallarins er 6 metra djúp og 4 metra breið gryfja, leikmönnum til varnar. * Þorskurinn. Það er nú sannað vísindalega, að fiskar (að minnsta kosti flestir) skynja hljóð. Fiskar voru settir í vatns- þró (aquarium). í hvert sinn og þeim var borið æti var visst hljóðmerki gefið áður og brátt syntu þeir þangað sem hljóðið kom og ætið. Síðan var reynt að láta þá þekkja mismuandi hljóðmerki og tókst að fá reynslu fyr- ir því, að þeir geta greint á milli á einum fjórða úr áttund, en er bilið varð minna brást hljóðnæmi þeirra alveg. * Góð hugmynd. Skattgreiðandi í Albino á Ítalíu sótti um sveitastyrk til þess að greiða skattana. VIKINGUR 149

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.