Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Qupperneq 20
svo hef ég ekki heldur neina aura til að kasta tening-
um um, og þó ég eigi aura til að kasta teningnm um,
geri ég það ails ekki, heldur veðja þeim á Sólargeisla,
eða fer jafnvel með þá heim og borga eitthvað af áhvíl-
andi skuldum, svo sem húsaleigu.
Auk þess minnist ég þess, sem Breman doksi segir
mér um að forðast æsingu og ég veit að það er hætt
við æsingu kringum teningakast Natans Detroit, ef
Kalli Rosti fer þangað, svo blóðþrýstingurinn í mér
stígur máske og ég hrekk upp af mjög svo snögglega.
I sannleika sagt, ég finn þegar blóðið ólgar meira en
í meðallagi innan í mér, en auðvitað deili ég alls ekki
við Kalla Rosta, svo við förum til Natans Detroit.
Þetta teningakast er uppi yfir bílaverkstæði við
Fimmtugastaogannaðstræti, þetta sérstaka kvöld, þó
stundum sé það uppi yfir veitingastofu við Fertugasta-
ogsjöundastræti, eða bak við tóbaksbúð við Fertugasta-
ogfjórðastræti. I sannleika sagt, teningakast Natans
Detroit getur verið hvar sem er, því það flytur á hverju
kvöldi, enda ekkert vit í, að teningakast dvelji á sama
stað þangað til löggan þefar uppi, hvar það er.
Svo Natan Detroit flytur með teningakast sitt stað
úr stað, og borgarar, sem vilja eiga viðskipti við hann,
verða að spyrja, hvar hann sé á hverju kvöldi, og auð-
vitað veit næstum hver og einn á Breiðgötu það, því
Natan Detroit hefur náunga, sem ganga fram og aftur
og hingað og þangað og segja mönnum heimilisfangið
og inngangsorðið fyrir kvöldið.
Jæja, Jói Bifur situr í bíl úti fyrir bíiaverkstæðinu,
þegar við Kalli Rosti komum, og hann segir „Kansas-
borb“, afar lágt, um leið og við förum fram hjá, því
þetta er inngangsorð kvöldsins, en við þurfum ekki á
neinu inngangsorði að halda, því um leið og Stóri Jón
dyravörður sér okkur út um gægjugatið, þegar við
berjum og kemur auga á Kalla Rosta, opnar hann
vissulega afar fljótt, og heiðrar okkur með breiðu laxer-
olíubrosi, því enginn í þessari borg lokar dyrum sínum
lengi fyrir Kalla Rosta.
Þetta er mjög svo óhrein vistarvera uppi yfir bíla-
verkstæðinu og full af reyk, og teningakastið er á gömlu
spilaborði, og umhverfis borðið og svo þétt, að ekki er
hægt að stinga saumnál inn á milli neinna tveggja ná-
unga, sem eru allir helztu stórkallar borgarinnar, því
það er heilmikið af peningum í umferð á þessum tíma,
og efnahagur margra borgara blmlegur. Auk þess verð
ég að segja, að það eru nokkrir mjög svo harðir naglar
umhverfis borðið, þar á meðal nokkrir, sem myndu
skjóta menn í hausinn og jafnvel í kviðinn- án þess að
láta sér bregða.
í sannleika sagt, þegar ég sé aðra eins nagla og
Harra Hest frá Brooklyn, Samma Svefnpurku og Lúð-
vík Eina frá Harlem, þá veit ég, að þessi staður er
afar slæmur fyrir blóðþrýstinginn, því þetta eru vissu-
lega afar harðir naglar, og eru kunnir sem slíkir hverj-
um manni í þessari borg.
En þarna eru þeir þrengdir upp að borðinu ásamt
með Nikka Grikkja, Stóra Nagg, Jóni Gráa og mörgum
öðrum stórköllum, og þeir eru allir með stóra og grófa
þúsundkalla í höndunum, og fleygja þeim til og frá,
rétt eins og þúsundkallar séu ekki annað en pappírsrusl.
Fyrir utan ösina við borðið er heilmikið af smáköll-
um, sem reyna að troða hnefunum inn á milli stórkall-
anna og komast að með veðmál, og svo eru líka naglar,
sem kallaðir eru okrarar, af því þeir lána þér aura, þegar
þú verður blankur við borðið, út á úr, hringa og jafnvel
skyrtuermahnappa, með mjög svo álitlegum rentum.
Jæja, eins og ég segi, það er ekki rúm fyrir svo marga
sem einn í viðbót við borðið, en Kalli Rosti gefur frá
sér stórt halló, um leið og við komum inn, og piltarnir
líta allir við, og í næstu andrá er rúm við borðið, nógu
stórt fyrir Kalla Rosta og mig að auki. Það er vissu-
lega töfrum líkast, hversu allt í einu er rúm fyrir okk-
ur, þó ekkert sé, þegar við komum inn.
„Hvar er skyttan?" spyr Kalli Rosti og lítur í kring-
um sig.
„Nú, það ert þú, Kalli“, segir Stóri Naggur og réttir
Kalla í skyndi tvo teninga, þó ég heyri á eftir, að fé-
lagi hans sé í miðju kasti að reyna að fá níu, þegar
við komum að borðinu. Allir eru afar hljóðir, horfa
bara á Kalla. Enginn skeytir neitt um mig, því ég er
þekktur að því að vera einungis náungi, sem er hér og
þar, og enginn lætur mig gjalda Kalla Rosta í neinu,
enda þótt Harri Hestur líti einu sinni í átt til mín á
þann hátt, sem ég veit að er afar slæmur fyrir blóð-
þrýstinginn.
Jæja, Kalli tekur teningana og snýr sér að litlum
náunga undir derbyhatti, sem er við hliðina á honum
og reynir að gera sig enn minni, svo Kalli taki ekki
eftir honum, og Kalli lyftir derbyhattinum af höfðinu
á litla náunganum, hristir teningana í lófanum, fleygir
þeim í hattinn og segir „Ha“, eins og teningskastarar
segja ævinlega, þegar þeir kasta teningunum. Svo gæg-
ist Kalli í hattinn og segir „tíu“, enda þótt hann lofi
ekki neinum öðrum að sjá í hattinn, ekki einu sinni
mér, svo enginn veit, hvort Kalli fær tíu, eða hvað
hann fær.
En auðvitað lætur enginn viðstaddur í ljós efa um
það, að Kalli Rosti kasti tíu, af því Kalli getur tekið
það sem svo, að hann sé kallaður lygari, og Kalli er
náungi, sem er meinilla við að vera kallaður lygari.
Nú er teningakast Natans Detroit það,' sem kallað er
haus á móti haus spil, því piltarnir veðja hver á móti
öðrum, fremur en banka. Það er rétt eins og þegar
tveir náungar hittast og byrja að kasta teningum sín á
milli, og Natan Detroit hefur ekki annað með spilið að
gera en finna stað, leggja til teninga og hirða sínar
prósentur, sem eru hreint ekki svo litlar.
í svona spili er ekkert um að vera fyrr en einhver
náungi er búinn að kasta upp ákveðinni tölu, og þá
byrja hinir náungarnir að veðja um, að hann kasti upp
tiltekinni tölu í viðbót, eða hann muni ekki gera það,
og líkurnar fyrir því, hvar sem er í heiminum, að mað-
ur fái ekki tíu á tvo teninga, áður en hann fær sjö,
eru tveir á móti einum.
Jæja, þegar Kalli segist fá tíu í derbyhattinn, segir
enginn orð, og Kalli lítur allt umhverfis borðið, og allt
í einu sér hann Lúðvík Júða við endann, enda þótt Lúð-
vík Júði reyni að gera sig að engu, þegar Kalli hvessir
á hann augum.
„Eg veðja fimmhundruðkalli", segir Kalli, „og Lúð-
152
V I K I N □ U R