Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 23
Alltaf tvisvar í viku og öllum líkaði prýðilega við mig“. „Já, ég vissi það nú, að þú varst þrifinn eins og köttur og nógu ertu duglegur. En segðu mér, hvað drógstu mikið í túrnum?" „3 skippund var mér sagt, ja, það voru margar krón- ur, uss bara glás“. „Nú, þeir eru bara komnir hér um bil að okkur. Við skulum bara ekki róa að skipinu fyr en þeir fýra for- seglunum og hleypa því uppí, og svo mannstu það, Svenni, að þú átt að hafa orðið, og passaðu þig bara að geta ekkert um landferðina". „0“, sagði Svenni, „þú skalt nú nokk sjá að ég læt hvorki vaða upp í mig eða ofan í mig. Og það er alveg óskiljanlegur andskoti, ef ég get ekki passað mig. En þú mátt ekki segja eitt orð, nema ég leyfi það, sko, það gerir áhættan". ,.Já, ég skil það og skal haga mér eftir því, en þú verður bara að segja til, ef ég á að taka við, til dæmis ef þú rekur í vörðurnar“. „I hvaða andskotans Vörður. Er það nú talsmáti. Ja, vörður, svei bara“. „Jæja, jæja, ég skal þegja“, sagði Siggi. „Hana þar hleypir hún uppí, og hvað ætlar hún að leggja yfir — já, reyndar, þar duttu nú forseglin“. ,,Ætli við verðum ekki að leggja að þeim, fjandans flækingunum". „Nú skulum við bara hamla aftur á, Svenni — Svenni, við verðum að fara að hlésíðunni, maður". „Já, jæja þá, taktu á móti tóginu“, sagði Svenni. Svenni fór fram í barkann og greip bandið, sem fleygt var til þeirra“. „Sælir, piltar", sagði skipstjórinn, það tók hvorugur undir kveðjuna. „Urðuð þið nokkuð varir, drengir?" „Dragið upp draslið og leitið í netunum", sagði Svenni. „Nú, það er bara svona, það liggur ekki vel á ykkur, þið eruð náttúrulega svangir, það er skiljanlegt", sagði skipstjórinn. „Það er bezt, að þið farið ofan í lúkar og fáið ykkur að borða, við skulum hugsa um bátinn og draslið“. Um leið og þeir fóru fram dekkið, hvislaði Siggi ein- hverju að Svenna. „Já, það er satt“, sagði Svenni í hálfum hljóðum. „Það er nú bara haugalygi, við erum ekkert svangir, annars gætuð þið nú kannske gefið okkur ber, voruð þið ekki í sveit?“ Siggi var að fara ofan í lúkarinn, en Svenni stóð við kappann. Bjössi var kominn ofan í bátinn og rak strax augun í böggulinn frá Daníel. „Hæ, Svenni“, kallaði Bjössi. „Hér er böggull". „Já, hentu honum til mín“. Svenni greip böggulinn. „Já, það er skyrtan mín“. Svo snaraðist hann ofan í lúkarinn. Gamall skútukarl. S jóferð... Framhald af bls. 145. kasti, er gæti komið þegar kassinn færi fram af brún- inni. Birgir var með á þessu. Ég leysti lóðin frá tveim- ur færunum, stakk færunum ofan í eggjakassann og batt hann svo upp á bak.. Ég hafði þá báðar hendur lausar þegar til landgöngunnar kæmi. Einnig fór ég úr stíg- vélunum, sokkarnir myndu stamari á sleipu grjótinu. Þá var allt tilbúið. Ég tók mér stöðu í barkanum, en um leið og framstafninn næmi við bergfótinn skyldi ég stökkva í land. Nú var beðið eftir lagi. Birgir var undir árum, taugar okkar voru spenntar, og allir vöðvar tilbúnir undir áhlaup. Stórt ólag gekk yfir og sletti hvítfossandi löðrinu hátt upp eftir bergfætinum, svo drógst það niður aftur undir næstu báru, með hvæsandi sogi. Við litum hvor á annan, það var spurn- ing i augnaráði beggja, en hvorugur svaraði. Svo kom lagið, báturinn færðist að berginu, en of seint, ólag var að koma, bára reis undir, sogið sneri bátnum svo að hann skall hálf flatur að, árin rakst í bergið og blaðið brotnaði. Ég hætti við að stökkva, og við kom- umst frá aftur. „Þarna skall hurð nærri hælum“. Birgir lagði upp brotnu árina og tók varaárina út. Okkur hefir víst báðum flogið í hug orð Erlends um árarnar. Við sátum nú þarna, hvor á móti öðrum, leiðir yfiróhappinu og dálítið æstir. En hvað var að fást um það, báturinn var heill ennþá. Ég sagði því við Birgi: Ég hefði aldrei byrjað á þessu, ef ég hefði vitað að þú kynnir ekki áralagið". Niðurlag næst. — Smœlki — Maðurinn minn fer verr með mig heldur en hundinn sinn. Hann neitar mér um hálsfesti. * Lestin var komin á hreyfingu og ferðamaðurinn kall- aði til burðarkarlsins. — Stendurðu þarna eins og asni og réttir mér ekki farangurinn. — Það er ekki víst að ég sé asni, svaraði burðar- karlinn rólega — en hvað þér eruð veit ég ekki, því þér eruð í vitlausri lest. * Skoti var úti að aka unnustunni í bifreið sinni og spurði: — Langar þig ekki í hressingu, elskan? — Jú, svaraði stúlkan. Skotinn dró niður bílrúðuna og gluggatjöldin. * Það er ekki rétt, sem sagt er, að rauðhært kvenfólk sé hættulegra en annað. Það er aðeins auðveldara að sjá það í fjarlægð. V I K I N G U R 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.