Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 25
skör meistarans. Það væri þjóðinni heillavæn- björnsson var. Reynzla og þroski uppvaxins legt að eiga marga syni slíka sem Andrés Svein- manns, sem opið barnshjarta fyrir því sem gott er og varanlegt. Megi góður guð blessa og varð- veita aldna móður, systur og aðra nána ætt- menn hans. Við samstarfsmenn hans munum alltaf minn- ans hans með sárum trega. Andrés! Hittumst heilir á strönd framhalds- lífsins, þar sem eilífðin tekur við. Þökk fyrir samstarfið og raungóða kynning. Theoclór Gíslason. & S Skipstjóri af íslenzkum œttum heiðraður í Grímsby Sverrir Ebenezerson, skipstjóri. I Fishing News 29. júní sl. birtist forsíðu- grein, þar sem skýrt var frá því að Sverrir Ebenezerson skipstjóri á togaranum STAFNES frá Grímsby hefði verið meðal fjögurra skip- stjóra, sem heiðraðir voru af brezka Samgöngu- málaráðuneytinu fyrir vaska framgöngu við að bjarga áhöfninni á brezka togaranum Barry Castle, sem sökk útaf Vestfjörðum í ofviðri í nóvember sl. Barry Castle fékk á sig sjó og brotnaði lúga á þilfarinu að kolageymzlunni. Sjór komst í vélarrúm togarans og sökk hann nokkru síðar. Skipverjar fleygðu sér í hafið og var 14 bjargað en 4 drukknuðu. Sverrir er sonur Ágústs Ebenezersonar skip- stjóra í Grímsby og konu hans Guðnýjar Valdi- marsdóttur frá Bíldudal. Ágúst Ebenezerson hefur verið skipstjóri í Grímsby í hartnær 25 ár og lengst af verið einn af aflasælustu skip- stjórunum frá Grímsby og Hull. -— Smœlki — Heilbrig’ðisfulltrúi hersins var í eftirlitsferð lijá her- öeild nokkurri. — Hvaða ráðstafanir gjörið þér gegn smitberum í vatni ? — Við sjóðum það. —- Gott, og hvað fleira? —• Við síum það. — Gott, hvað fleira? — Svo drekkum við öl, til frekara öryggis. * Siggi litli var úti að ganga með föður sínum og sá snjókarl, sem leit út eins og hermaður.— Er þctta her- maður úr kalda stríðinu, spurði hann. Presturinn: — Grefurðu ekki of grunnt, Jón minn? Grafarinn: ■— Hefur presturinn nokkru sinni séð manneskju rísa upp aftur, sem ég hefi grafið? ilí Afgreiðslustúlkan, sem þótti nokkuð utan við sig, sagði við kærastann sinn, er hann bauð henni góða nótt með kossi. — Var það annars nokkuð fleira? * Svo að þér ætlið að giftast dóttur minni? Ég hefi leit- að mér upplýsinga um yður. Ég hefi einnig leitað mér upplýsinga um forstjórann. Jæja, við tölum þá ekki meira um þá hlið málsins. * Togarafloti V-Þýzkalands telur nú 212 togara og er hann í stöðugri endurnýjun. í fyrra voru 20 togarar höggnir upp, en 22 nýtízku togarar bættust við. Er nú meðalaldur þýzkra togara tæp 7 ár. * — Hver var það, sem þú talaðir við úti í forstofunni í heilan klukkutíma? — Það var hún Sigríður, hún hafði engan tíma til þess að koma inn. * Kona úr mæðrastyrksnefndinni var í heimsókn. — Þér segið að maðurinn yðar hafi dáið fyrir 6 ár- um, og hér sé ég 5 börn á aldrinum frá 1 til 6 ára. — Jú, alveg rétt. Maðurinn minn dó, en ég ekki. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandl: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Magnús Jensson. Ritneínd: Július Ólafsson, Ingólfur Þórðarson, Geir Ólafsson, Henry Hálf- dansson, Hallgrimur Jónsson, Egill Jóhannsson, Birgir Thorodd- sen, Theodór Gíslason, Páll Þorbjarnarson. — Blaðið kemur út elnu sinni I mánuðl, og kostar árgangurinn 60 kr. Rltstjórn og afgreiðsla er í Flskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur”, pósthólf 425, — Reykjavik. Sitni 5653. Ritstjórinn er til viðtals á skrifstofu blaðsins, í Fiskhöllinnl, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9—10 í.h. Laugardaga kl. 1—4 e.h. Auk þess venjulega í heimasíma hans 9177, eftir kl. 8 á kvöldln. Að öðru leyti eítir samkomulagi. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. V I K I N G U R 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.