Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 26
7/5. Eldur kemur upp í verksmiðju
Fiskimjöls og Lýsis h.f. í Grinda-
vík. Munu vélar verksmiðjunnar hafa
eyðilagzt að mestu. — Samvinnu-
tryggingar efna til hugmyndasam-
keppni um úrbætur í umferðamál-
um. Tvenn verðlaun verða veitt, kr.
7.000,00 og kr. 3.000,00. Tjón af völd-
um bifreiða nema nú 20 millj. króna
á ári.
•
12/5. SÍS og Oliufélagið hafa ný-
Iega gert samning við norskt skipa-
félag um kaup á stóru olíuflutninga-
skipi. Skipið er 16.730 lestir dw. að
stærð og smíðað í Þýzkalandi 1952.
— Sameinuðu þjóðirnar munu á
næsta ári bjóða 20 ungum konum og
körlum til námsdvalar í aðalstöðv-
unum í New York.
•
14/5. Stýrimannaskólanum var
sagt upp 11. maí sJ. að viðstöddum
nokkrum af eldri nemendum skólans.
50 nemendur brautskráðust úr skól-
anum, þar af 21 farmaður, en alls
voru nemendur í vetur 124.
•
16/5. Ungur fslendingur, Guð-
mundur Guðmundsson, hélt nýlega
málverkasýningu í Milanó á Italíu, og
mun það vera fyrsta sjálfstæð sýning
islenzks listamanns þar í landi. —
Stofnað hefur verið nýtt togarafé-
Iag g Isafirði, og nefnist það Hafra-
fell h.f. Stofnendur eru nokkur fyr-
irtæki og einstaklingar.
•
18/5. Ung íslenzk kona, frú Ás-
gerður E. Búadóttir, hlaut gullverð-
laun á alþjóðlegri sýningu listiðnað-
ar, sem haldin var í Munchen í
Þýzkalandi.
•
23/5. Lithoprent mun innan
skamms hefja ljósprentun ýmissa
fornrita, sem mikil eftirspurn hefur
verið eftir. — Hvalveiði er nú hafin
frá veiðistöðinni í Hvalfirði og ganga
þaðan fjórir hvalveiðibátar til veiða
eins og undanfarin sumur.
•
25/5. íslenzkir vísindamenn munu
gera víðtækar sjó-, svif- og síldar-
rannsóknir í suraar umhverfis landið
allt og langt norður og austur í haf.
Verður varðskipið Ægir notað í leið-
angursferðina. — Liðin eru 10 ár
frá því íslendingar hófu reglupundið
millilandaflug. — Fiskaflinn fimm
fyrstu mánuði ársins var 20 þúsund
tonnum minni en á sama tímabili í
fyrra.
•
30/5. Norrænt le'klistarþing hald-
ið í Reykjavík 3.—8. júní og eru 30
erlendir fulltrúar væntanlegir hing-
að í því sambandi. — Sjómannadag-
urinn haldinn hátíðlegur í 19. sinn
um land allt. — Bæjarstjórn Seyðis-
fjarðar hefur samþykkt að kaupa
nýjan togara, og hafa samvinnu við
tvo aðra bæi á Austurlandi um kaup
og rekstur togarans.
•
8/6. 25 skipstjórar á fiskibátum
frá Reykjavík og skipshafnir þeirra
hafa gefið 8 þúsund krónur til stofn-
unar sjóðs til styrktar dvalargestum
á Dvalarheimili aldraðra sjómanna.
— Gerðir hefur verið viðskiptasamn-
ingur milli Islands og Brazilíu, og
munu brazilísk stjórnarvöld leyfa
innflutning á verkuðum saltfisk fyr-
ir allt að 36,5 millj. króna á ári.
•
13/6. Bjarni Ásgeirsson, sendi-
herra íslands i Osló, látinn, tæplega
hálfsjötugur að aldri. — Til uppþots
kom í fangahúsinu við Skólavörðu-
stíg. — Elzta og stærsta veiðarfæra-
verzlun landsins, Verzlun O. Elling-
sen, 40 ára í dag. — Ákveðið 'hefur
verið að smíða 800 lesta togara fyrir
Bæjarútgerð Reykjavíkur og kemur
hann í stað b.v. Jóns Baldvinssonar.
•
20/6. Síldarútvegsnefnd hefur á-
kveðið að Iágmarksverð á fersk síld,
sem veidd verður norðan og austan
lands í sumar, skuli vera 120 kr. fyrir
uppmælda tunnu, en 162 kr. fyrir
uppsaltaða tunnu
•
22/6. Væntanlegur hingað til lands
frægur spánskur ballettflokkur, Iios-
ario-ballettinn, sem halda mun að
minnsta kosti sex sýningar hér í
Þjóðleikhúsinu. — Svonefnt „Vík-
ingamót“ verður haldið hér á landi
i sumar. Sækja það vísinda- og
menntamenn, sem vinna að rann-
sóknum á Víkingatímabilinu, og er
þetta þriðja mótið, sem stofnað er til.
•
27/6. Fyrsta síld sumarsins berzt
til Siglufjarðar, og eru veiðihorfur
miklum mun betri nú en mörg und-
anfarin sumur. — Eldur kom upp í
mjölgeymslu fiskimjölsverksmiðjunn-
ar á Kletti, og brann húsið mjög
mikið ofan til og urðu skemmdir
mjög miklar af eldi og vatni. —
Skreiðarframleiðslan á árinu nemur
nú um 37.5 þús. lestum, en freðfisk-
framleiðslan 27.5 þús. lestum og cr
þetta nokkru meira en á s.l. ári. —
15 stiga hiti í Reykjavík og 18 stig
á Þingvöllum. — Dr. Hermann Ein-
arsson fiskifræðingur telur, að breyt-
ingar eigi sér nú stað á síldveiði-
svæðinu fyrir norðan og að nú hafi
orðið vart síldar á miðunum, sem
ekki varð vart undanfarin ár.
•
28/6. Byrjað að salta á Siglufirði
og salta síldarsaltendur á eigin á-
byrgð, þar eð söltun hefur enn eigi
verið leyfð.
•
29/6. Dauðaslys varð á Grímstaða-
holti. Valdimar Össurarson kennari
varð fyrir bifreið og var látinn þeg-
ar komið var með hann á slysavarð-
stofuna. — Landsleikur fór fram
milli Islendinga og Finna i Helsinki
og unnu Finnar með 2:1. Voru Finn-
ar taldir hafa yfirburði í leiknum.
— Bjarni Lúðvíksson, 11 ára að aldri,
hefur safnað 1000 kr. og gefið Dval-
arheimili aldraðra sjómanna. Er það
til minningar um móðurbróður hans,
Bjarna Þorvaldsson,-sem fórst með
e.s. Heklu 29. júní 1940.
15B
V í K I N □ U R