Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 9
Hjúskaparhættir fiska
Það er augljóst, að það sem hefur komið mann-
skepnunni á þá skoðun, að hún sé æðsta skepna
jarðarinnar er ekkert annað en hið taumlausa
sjálfsálit og hégómagirnd hennar og af sömu
ástæðum heldur hún því fram, að þær skepnur
jarðar, sem líkastar séu henni að útliti öllu og
gerð, — svo sem hvað snertir fjölda og lögun
útlima og hæfni til að gefa frá sér hljóð, — komi
næst í þróunarstiganum.
Ég verð að játa, að það var ekki fyrr en ég
las bók nokkra (Einkalíf fiskanna, eftir M. Con-
stantin-Weyer), að ég gerði mér ljóst, hve fjarrí
sanni þessar fullyrðingar eru. Að vísu vissi ég,
að framþróun verður að miklu leyti fyrir stökk-
breytingar (mutations) og óhjákvæmilegt er, að
möguleikarnir til breytileika innan tegundar, sem
leiða aftur til þróunarbreytinga, séu fleiri en ein-
staklngar hinnar framþróuðu tegundar. Sömu-
leiðis vissi ég, að dýr hefðu lifað miklu lengur
í sjó en á landi, og það var mér augljóst, að rúm
það, er fiskurinn lifir í, er þrívítt, en skepnur
á landi lifa aðeins í tvívíðu rúmi. En af því er
auðskilið, að fjöldi sævardýra er miklu meiri en
landdýra.
Hin óumflýjanlega en rökrétta ályktun.
En hina rökréttu ályktun, að í ríki sjávardýr-
anna gefi að líta mesta fjölbreytni þróunarinnar
hafði ég hingað til ekki komið auga á.
Vissulega er það svo, þegar maður ætlar að
leggja eitthvert mat á hin ýmsu þróunarstig, að
allt mat er háð þeim mælikvarða, sem viðkomandi
leggur á hlutina og afstöðu hans til lífsins. Guð
má vita, hvernig okkur líkaði sá mælikvarði, sem
fiskurinn dæmdi okkur eftir! Hvað okkur snertir,
erum við algjörlega háðir okkar lítilmótlegu ein-
staklingsbundnu viðhorfum, er við leggjum dóm
okkar á fiskinn. I fávísi okkar höldum við því
fram, að dýr hafsins séu því fullkomnari, því
meir sem líkamsbygging þeirra og hegðun líkist
þessum eiginleikum mannanna.
Ef selur getur látið bolta standa á nefbrodd-
inum er hann okkur mönnum mikið aðdáunar-
efni og hann er fluttur stað úr stað og menn sitja
umhverfis hann og glápa á hann, fullir hrifn-
ingar. En æ vei! Það fara ekki sögur af því, að
selir hafi nokkurn tíma skémmt sér svo konung-
lega yfir skrípalátum mannanna.
Þrátt fyrir okkar mannlegu dómgreind er okk-
ur ekki kunnugt um nema lítinn hluta þess, sem
fiskarnir hafa til síns gildis, eins og Constantin-
Weyer skýrir fyrir okkur í bók sinni.
Innileg tjáning.
Til dæmis tekur höfundur dæmi til að sýna fram
á hæfileika fiskanna til að draga ályktanir, hæfi-
leika þeirra til að finna lausn vandamála, sem
þeim eru framandi og þeir hafa ekki áður kom-
izt í kast við. En það er kafli undir fyrirsögninni
Innileg tjáning (Intimate Disclosures), sem bend-
ir mjög greinilega á hina „mannlegu" skapgerð-
arhæfileika þeirra.
Hornsílin fá á sig dýrlega rauða flekki á
hálsinn og magann og fagurgræna á bakið. Karl-
fiskurinn gerir sér hreiður af miklu listfengi og
hagleik og notar til þess silkiþráð, ofinn úr eigin
líkama. Síðan býður hann kvenhornsílum í ná-
grenninu inn í hreiður sitt til að hrygna, en hrogn-
in hugsar karlfiskurinn um og klekur út.
Þegar vatnakarfinn er ástfanginn, er hann þak-
inn hornkendum bólum.
Hvað um nautn fiskanna af kynlífinu?
Ef til vill hefði aðeins franskur rithöfundur
getað verið svo áhugasamur, — eða a. m. k. játað
slíkan áhuga, — um kynlíf og kynhegðun fisk-
anna og ánægju þeirra og nautn við þess konar
athafnir. Karlfiskar af Elasmobranchiiættinni, —-
þar á meðal háfurinn og skatan, — vinda sig t. d.
um kvenfiskinn, sem liggur stífur og aðgerðar-
laus, og færir „hann“ líffæri sitt í líkama „henn-
ar“ á líkan hátt og landdýr gera. Gaddaskatan og
sædjöfullinn fara nokkuð öðru vísi að, —
„hún“ liggur með magann upp og faðmar „hann“
innilega að sér um leið og hann frjóvgar hana.
Karlfiskar regnbogafiskanna gera sér hreiður,
bjóða kvenfiskum inn, kyssa þær, og þannig er
munnur að munni þar til kvenfiskurinn leggur
eggjaknippi í hreiðrið. Karlfiskurinn frjóvgar
þau síðan með því að dreifa svilum sínum yfir
þau, en kvenfiskurinn heldur leiðar sinnar. Karl-
fiskurinn má aftur á móti híma við hreiðrið og
sjá um klakið. Skyldurækinn húsbóndi það!
Vjölskyldulíf og barnagæzla.
Á hínn bóginn virðast steinbítar vera „ein-
kvæntir“ og kvenfiskar og karlfiskar skiptast
á um barnagæzluna. Önnur tegund steinbíta hef-
ur þann hátt á, að karlfiskurinn geymir hin
frjóvguðu hrogn í munni sínum og „gengur með“,
ef svo mætti að orði komast, og jafnvel eftir að
þau hafa klakist út, leita seiðin athvarfs í munni
föður síns við minnsta merki um hættu.
Meðal mannanna er mannátið mjög harmað.
En vitum við hvernig „eiginmaður" geddunnar,
karlgeddan, snýst við örlögum þeim, er bíða hans,
er hann hefur dreyft sæði sínu yfir hrognin, sem
kvengeddan hefur verpt. Hann dragnast, magn-
vana af áreynslunni við frjóvgunina þangað, sem
kvengeddan bíður hans. Kannski finnst honum
það vera þess virði, og e. t. v. úthellir hún fögr-
um tárum um leið og hún kyngir bónda sínum.
En hvað sem öðru líður, þannig er viðgangur
tegundarinnar tryggður.
Hafhestarnir dansa listdans í hinu þrívíða
9