Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 16
Hið mikla atvinnutæki Norðfirðinga m.s. Gerpir við
bryggju í Neskaupstað.
Hinn nýi og glæsilegi togari Norðfirðinga m/s
Gerpir kom til Neskaupstaðar 17. jan. sl.
Smíði hans var ákveðin nokkrum dögum eftir
að b/v Egill rauði fórst í janúar 1955. Að for-
göngu Lúðvíks Jósepssonar núverandi sjávarút-
vegsmálaráðherra sameinuðust allir stjórnmála-
flokkar S.-Múlasýslu um þetta mikla átak í at-
vinnumálum staðarins, og voru í byggingarstjórn
hins nýja togara valdir þeir Lúðvík Jósepsson frá
Sósíalistaflokknum, Axel Tuliníusson frá Sjálf-
stæðisflokknum, Ármann Eiríksson frá Fram-
sóknarflokknum og Oddur A. Sigurjónsson frá
Alþýðuflokknum.
Fulltrúar byggingarstjórnar fóru skömmu síð-
ar til Þýzkalands ásamt Gísla Jónssyni forstj.
og Erlingi Þorkelssyni vélfræðingi, en þeir voru
ráðunautar Norðfirðinga um togarakaupin. 1 maí
1955 var samningur um smíði togarans undir-
ritaður hjá hinni heimsþekktu togarabyggingar-
stöð A. G. Weser/werk, Seebeck, Bremerhaven,
Botnvörpuskipið Gerpir, NK 106, er stærsta
og fullkomnasta skip íslenzka fiskveiðiflotans og
í tölu fullkomnustu togveiðiskipa, sem byggð hafa
verið. Ýmsar nýjungar eru í skipinu, sem ekki
eru í öðrum fiskiskipum og íbúðir skipverja rúm-
betri og vandaðri en áður hefur sézt í fiskiskipum.
Gerpir er 804 rúmlestir að stærð. Skipið er 185
fet á lengd, 32 fet á breidd og 17 feta djúpt. I
skipinu eru hvílur fyrir 42 menn. Ibúðir fyrir
26 eru frammí. Eru þar aðallega tveggja og
þ^ig'gja manna herbergi og tvö sex manna, sem
notuð verða, þegar skipið er á veiðum í salt. Þar
er ennfremur sérstakt þurrkherbergi fyrir sjó-
klæði og þvott skipverja, snyrtiherbergi með
nokkrum handlaugum, speglum og litlum baðker-
um fyrir fótaþvott, en slíkt er mikiivægt fyrir
menn, sem mikið eru í þungum gúmmístígvélum
við störf. f þessum hluta skipsins er einnig setu-
stofa, þar sem menn geta setið við spil, lestur,
eða hlustað á útvarp. Allar eru íbúðir skipverja
vistlegar og klæddar Ijósum við.
Aflvél skipsins er dieselvél af M.A.N.-gerð.
Myndarlegt frand
Orka hennar er 1470 hestöfl með 275 snúninga
á mínútu. Rafmagn skipsins er framleitt með
þremur þýzkum dieselvélum, tvær eru 126 hest-
öfl, en ein 60 hestöfl. Rafalar eru 80 og 60 kíló-
vött. Togvinda er rafknúin af 275 hestafla mótor,
sem knúinn er 220 kílóvatta rafli, sem tengdur
er aðalvél.
Á stjórnpalli eru fullkomin siglingatæki. Þar
er fullkomin ensk ratsjá, fisksjá, miðunarstöð og
svo gyro-áttaviti og sj álfstýring, sem ekki mun
vera til í öðrum íslenzkum fiskiskipum. Síma-
kerfi er um allt skipið.
Frost og kæling í lestum.
Fiskilest skipsins er 19 þúsund rúmfet að stærð.
Fremst er 40 rúmmetra geymsla fyrir góðfisk.
Er sú lest útbúin þannig í sambandi við frysti-
tæki, að í henni má hafa 24 stiga frost. En í öll-
um hinum lestunum er einnig kæliútbúnaður und-
ir þilfarinu. Geymist fiskurinn mun betur í kæld-
um lestum en ókældum, einkum að sumarlagi, þeg-
ar sigla þarf langar leiðir með afla. Frystiút-
búnaður þessi er einfaldur í meðförum og hafa
vélstjórar skipsins umsjón með tækjunum. Lest-
irnar eru innréttaðar svipað og algengt er í tog-
urum. Skilrúm eru úr venjulegum lestarborðum
en lestirnar sjálfar að nokkru klæddar alúmíni,
svo auðveldara sé að hirða þær og halda hreinum.
Þilfarið er slétt stafna á milli, en ekki brotið,
eins og algengast er á eldri togurum okkar, smíð-
uðum í Englandi. Hafa skipið frekast viljað brotna
um samskeytin og er þetta byggingarlag talið
sterkara. Þilfarinu hallar líka minna en á mörg-
um hinna eldri togara og skapar það þægilegri
aðstöðu til vinnu á þilfari.
Vinna á dekki við að útbúa skipið í fyrstu veiðiferðina.
16