Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 13
ræða upp í Verið, Miðleið og Syðstuleið. Syðsta-
leiðin takmarkast af boða á bakborða, en land-
föstum hleinum á stjórnborða, þegar upp er far-
ið. Þegar komið er upp fyrir boðann, er smálægi,
sem venjulega má bíða lags á, áður en farið er
upp í sandinn, þar sem bátunum er lent og þeir
settir. Voru þar oft fjöldi smábáta hér áður fyrr
eða um 30 bátar. Hér var stutt á miðin eða 10—
v • . -
15 mínútna keyrsla og sjaldan brást fiskur. iíölls-
vík var því um langan tíma mikil verstöð smá-
báta. Bátum er farið að fækka mikið, er þetta
gerist, aðeins íieimabátar, allt árabátar.
En Kollsvíkingar hafa nú eignast til flutninga
opinn vélbát „Fönix“, 3-4 lestir að stærð. Þeir eru
ein mitt núna að koma á honum í lendinguna,
hlöðnum salti og öðrum varningi.Norðansjórinn er
farinn að segja til sín við ströndina og eykst
með hverri báru. Þeir koma Syðstuleiðina. Hér
eru engir viðvaningar á ferðinni. Þetta eru hraust-
ir menn, þjálfaðir við brimlendingu frá barn-
æsku. Þeim gengur vel í gegnum sundið, legan
er ekki orðin örugg, svo þeir halda áfram í sand-
inn. Margir menn eru á bátnum og margir í fjör-
unni til að taka á móti, alls um 20 menn. Bátur-
inn er þungur og brimið fer vaxandi. Þeir hugsa
um það eitt að bjarga bát og farmi, hvorttveggja
er þeim dýrmætt, um sjálfa sig hugsa þeir minna.
Flestir eru í skinnbrókum, aðrir í stígvélum, en
það skiptir ekki máli, flestir eru í sjó undir hend-
ur. Með saltpoka og annan þungavarning fara
þeir léttilega. Brimið slær nú bátnum flöturo.
Ætlar það eða þeir að sigra? Þetta er hörð og
tvísýn barátta. Þeir koma í veg fyrir að bátnum
slái frammá, því gerist það, þá er öll von úti.
Þeim hefur tekizt að bjarga bát og farmi undan
sjó. Þeir anda léttar, en þó sveittir og blautir.
Patreksfj arðarflói.
Tóbaksbaukar ganga á milli manna. Sumir leggja
hendina aftur á bakið og stynja við, en það er
sigurglampi í augunum, orrustan er liðin hjá. Þeir
hafa sigrað að þessu sinni, eins og svo oft áður.
Svo horfa þeir út á víkina. Margir bátar, vinir
þeirra og kunningjar. Allt þegar ófært. Hvernig
fer þetta? Þá setur hljóða.------
Nú hverfum við aftur út til bátanna á víkinni,
þar sem allir keppast við að innbyrða sem mest
af þeim gula. Formennirnir höfðu auga með veð-
urútliti, sem var nú allt í einu orðið skuggalegt.
Enn hélzt þó lognið. Suðurfallið var að deyja út
og í hönd fór bezti tíminn til fiskjar, „liggjand-
inn“, enda lét sá guli það á sér finna. Sjórinn var
farinn að verða ískyggilega sver, og lifandi bára
farin að leika á bökum hinna sveru sjóa. Færið
hans Árna var að renna í botninn, þegar skörp
vindhviða fór yfir bátinn, myndaði hring á sjón-
um og snerist um miðdepil sjálfrar sín, eins og
hún vildi soga allt upp. Árni stöðvaði færið og
fór að gera það upp. „Gerið upp, strákar, og verið
fljótir að koma ykkur í stakkana“. Fyrirskipun
Árna var fljótlega hlýtt. Hann var kominn í
stakkinn, tók upp rjólstubbinn, brá undir jaxla
og klippti af. Hún var ekki skorin við nögl þessi.
Vélin var komin í gang. „Þú keyrir með fullri
ferð en verður viðbúinn að slá af, þegar ég segi
þér og sjáðu um að húsið sé vel lokað“. Þetta var
til mín talað. Húsið var bara velþéttur kassi með
smálokum yfir sjálfri vélinni, eins og algengt var
í þá daga, „Bindið vel forviðina!“ gall við úr
skutnum, „svo kemur þú hérna aftur fyrir, Siggi,
og tekur í pumpuna ef með þarf, Gauji, þú læt-
ur upp plittinn fyrir framan vélina, hefur svo
stóra trogið hjá þér og eyst ef pumpan hefur ekki
við, en þú veizt, hvað þú færð ef þú missir trogið“.
Þessari skipan formannsins var einnig hlýtt, enda
var nú kominn svipur á þann gamla. Nokkrar
skarpar vindþotur gengu enn yfir og svo var
lognið búið, en á samri stundu komið hvassviðrið.
Svipur formannsins var þann veg, að nú skildi
hann og gnoðin sýna listir sínar til hins ýtrasta,
enda sjáanlega ærið tilefni. Sjórinn var orðinn
óskaplegur og fór versnandi. Löðrið gekk yfir bát-
inn öðru hvoru. Þó tókst Árna að forða honum
frá stærstu sjóunum.
„Stelpurnar mínar“, sagði ég við Guðjón og
skirpti út úr mér söltum sjó. „Voru þær svona
fjandi bakholdamiklar, eins og þessi sem er að
koma þarna?“ Ég leit fram. Æðandi brotsjór
kom á móti okkur og reis hátt. Bátnum var vikið
leiftursnöggt. „Sláðu af!“ kvað við úr skutnum.
Báturinn reis snöggt framan og stakk sér svo
í gegnum fald bárunnar. Á sama augnabliki vék
Árni bátnum í bak og bað um fulla ferð. Fyrir
þessar aðgerðir stjórnandans tók báturinn lítið
högg, er hann kom fram af sjónum og orðinn
réttur og búinn að taka ferð fyrir næstu báru.
Furðu lítill sjór kom inn. „Sjáið þið hina bátana?“
spyr Árni. Við kváðum nei við. Við höfðum bara
séð, að Jóhann, sem var að fiska skammt frá
okkur, fór jafnt á stað og við. Nú var útilokað
13