Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 18
í reynsluför reyndist ganghraði Gerpis 13,8 sjó-
mílur. Á leiðinni heim reyndist hann hið bezta
og er það álit skipstjóra og skipshafnar að hann
sé hið bezta sjóskip.
Á m/s Gerpi starfar vaskleg skipshöfn og vek-
ur það sérstaka athygli, að skipstjóri og stýri-
menn eru allir ungir menn innan við þrítugt.
Ragnar Sigurðsson loftskm.
Magnús Gíslason skipstjóri er 29 ára, hann var
áður skipstjóri á Goðanesinu, en lét af því starfi
á sl. hausti. Hann er bróðir Bjarna, sem er skip-
stjóri á b/v Austfirðingi. Eru þeir bræður Vest-
firðingar úr Önundarfirði. Fyrsti stýrimaður er
Birgir Sigurðsson frá Neskaupstað, 2. stýrimað-
ur Guðmundur Jónsson, 1. vélstj. Hjörtur Krist-
jánsson, 2. vélstj. Magnús Hermannsson og báts-
maður, Herbert Benjamínsson, Neskaupstað og
loftskm. Ragnar Sigurðsson, Neskaupstað.
Vélafyrirkomulagið vekur athygli í Þýzkalandi.
1 ársriti Der Deutschen Fischwirtschaft 1957
er mjög ýtarleg grein um m/s Gerpir og nákvæm
lýsing af skipinu og segir þar m. a.:
„Vélar þær sem gerðar hafa verið kröfur um
í þetta skip eru talsvert frábrugðnar því, sem
þekkjast í þýzkum dieselvélarskipum.
Þegar íslendingar endurnýjuðu togaraflota sinn
eftir styrjöldina létu þeir byggja í Englandi dies-
eltogara með nýju fyrirkomulagi, sem virðist
hafa gefið þeim góða raun, þar sem þetta og ann-
að skip, sem samið hefur verið um smíði á, eru
með sama fyrirkomulagi. Munu þýzkir togara-
eigendur veita þessu sérstaka athygli.
Útbúnað þann er hér um ræðir létu þeir Gísli
og Erlingur gera, sem áður var óþekkt, að taka
orku til togvindu beint af aðalvél skipsins.
Einnig tóku þeir upp þá nýbreytni á eimtog-
urunum, sem ekki hafði áður verið á fiskiskipum,
að nota rafdælur í stað eimdælna, er sparar mjög
olíu.
Tveir nýjir verksmiðjutogarar fyrir Breta
Útgerðarfyrirtækið Chr. Salvesen í Leith, sem er
eigandi verksmiðjutogarans „Fairtry", hefur pantað
tvö skip af svipaðri gerð til viðbótar. Hvort skipið
um sig mun verða um 235 fet að lengd og 47 fet á
breidd; — búin verða þau 2000 hestafla diesel-raf-
samstæðum, flökunarvélum, fiskimjölsverksmiðju og
frystitækjum af nýjustu og fullkomnustu gerð. •—
Ýmsar þjóðir hafa mikinn áhuga á þessari gerð
fiskiskipa, einkum þær, sem langt eiga að sækja til
fiskimicanna. Bretar riðu á vaðið sem kunnugt er;
síðar komu Rússar. sem látið hafa smíða allmarga
verksmiðjutogara í Kiel — af svipaðri gerð og „Fair-
try“. — Þýzkir útgerðarmenn velta þessum hlutum
nú fyrir sér, og virðist hallast fremur að annarri
gerð skipa — líkari þeim togurum sem við eigum
að venjast.
Hefja Englendingar framleiðslu ó skreið?
Samkvæmt fregn í „The Fishing News“ liggja fyrir
áætlanir um að hefja skreiðarframleiðslu í Hull á
næstunni. Er hugmyndin að auka jafnvægið á fisk-
markaðinum og nýta á þann hátt til skreiðarverk-
unar eitthvað af þeim fiski, sem ekki selst á mark-
aðinum, þegar framboð er of mikið. — Fiskinn á að
þurrka með loftblæstri í sérstakri verksmiðju og á
að seljast til Afríku og eyjanna í Karabískahafinu.
Fœreyingar fó stóran togara
Rickmer-skipasmíðastöðin í Bremerhaven hefur ný-
lokið við smíði stærsta togara, sem smíðaður hefur
verið í Þýzkalandi. Er hann 955 lestir og knúinn 1500
hestafla gufuvél. Mjög stór kæligeymsla er í togar-
anum.
Þetta nýja fiskiskip á útgerðin J. F. Kjölbro í
Klakksvík í Færeyjum — og eflaust er þetta stærsti
togari Færeyinga.
Super-tankskipunum fjölgar stöðugt
Þróunin í þá átt að byggja stærri og stærri tank-
skip heldur stöðugt áfram. Samanlagður f jöldi super-
tankskipa, þ. e. skip yfir 30 000 smál. d.w. á árinu
1950 var aðeins 8 skip, en í árslok 1955 voru þau
orðin 103 og fyrri hluta árs 1956 var hleypt af stokk-
unum 30 slíkum skipum og í byggingu og pöntun
voru samtals 227 skip.
Með hliðsjón af þessari þróun er talið, að á næstu
þremur árum verði fjöldi super-tankskipanna orðinn
353 skip samtals 12,2 millj. smál. d.w. að stærð. Þar af
verður í eigu olíufélaga ca. 48%. Af þeim super-
tankskipum, sem nú eru í byggingu eða pöntun eru
61 fyrir England, 50 fyrir Japan, 28 fyrir ítalíu og
21 fyrir Frakkland. Meðalstærð þeirra skipa, sem eru
í byggingu er um 35 550 tonn á móti 32 500 tonn við
árslok 1955. Stærstu skipin eru tvö 83 000 tonna skip,
sem verið hafa í byggingu í Kobe í Japan fyrir ame-
rískt útgerðarfélag.
18