Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 25
þaö hafði þessi för verið blásin upp í Þýzkalandi sem ein af mestu hetjudáðum í sögu þýzka flughersins í styrjöldinni. Hawkins hallaði sér fram á borðið og sagði með háðslegri rödd: Þér vitið eins vel og ég, hr. flugfor- ingi, „barón“ von Werra, einnig nefndur hinn „rauði djöfull" og skelfir RAF, að það hefur enginn loft- orrusta átt sér stað, sem hefur nokkurn blæ af þess- um hetjudáðum yðar, sem þér hafið sjálfur búið til. RAFX' hefoi varla tapað níu Hurricane flugvélum á einum degi, án þess að herstjórnin yrði þess vör, sagði Hawkes. Og rakti síðan lið fyrir lið mótsagnir þær sem fram komu í viðtölum við von Werra í þýzkum blöðum um þessa hetjudáð. Og hélt svo áfram. En hvað myndu nú meðfangar yðar segja um yður ef þeir fengju að vita þann sannleika, sem við báðir þekkjum um yðar upplognu hetjudáð, — þeir myndu hlægja svo rækilega og gera grín að yður, að yður yrði ekki viðvært. Von Werra brosti með erfiðleikum. Hr. majór, ég held ég viti hvaða gjalds þér krefjist fyrir að þegja, hernaðarlegar upplýsingar. Rödd hans varð einbeitt- ari. En þér fáið engar upplýsingar frá mér, hr. majór. Þér getið gert mér ómögulegt að lifa innan um félaga mína, — en hitt væri ennþá verra, því þá gæti ég ekki þolað að lifa með sjálfum mér. Yfirheyrslunni var lokið. Hún hafði verið hörð raun fyrir hinn unga Þjóðverja, en hann hafði ekki látið yfirbugast. Og þegar Hawkes hringdi á verðina til þess að sækja hann, var von Werra búinn að ná fullri stjórn á sjálfum sér á ný. Hr. majór, sagði hann, ég skal veðja við yður einni flösku af kampavíni á móti einum pakka af sígarett- um upp á það, að áður en sex mánuðir eru liðnir skal ég vera sloppinn úr fangabúðunum. Það var útaf fyrir sig heppilegt fyrir Hawkes, að anza ekki veðmálstilboðinu, því von Werra tókst að standa við það. * * * von Werra var um þetta leyti 26 ára gamall, fullur af lífsþrótti, hiklaus og ofsalega trúaður á sjálfan sig. Hann hafði verið í Luftwaffe um fimm ára bil. Og strax gert sér grein fyrir því, að til þess að kom- ast á topp innan Luftvaffe varð að koma af stað hetjusögum um sjálfan sig. Það sem sérstaklega var lofað var baráttuhugur og mátulega mikið af að gefa dauðann og djöfulinn í alla skynsemi. Svo von Werra gerði sitt bezta til þess að fljúga af sér alla félaga sína í orustuæfingum og blés á allar settar reglur ef honum gafst tækifæri til þess að gera alls konar hundakúnstir 1 loftinu, fljúga rétt yfir húsþakið hjá kærustunni sinni eða að fljúga undir brýr eða milli símastaura. Og þegar félagar hans í flugsveitinni höfðu hunda, fálka og jafnvel grísi sem mascotta, dugði honum ekki minna en fá sér ljónsunga. Og skreyta sig með barónstitli, sem enginn vissi deili á. Og þegar styrjöldin brauzt út mátti ekkert til spara til þess að verða „flughetja“ og von Werra tókst fljótlega að skrá sig fyrir átta raunverulegum sigr- * Styttingin RAF þýðir Royal Air Force — þ. e. brezki konunglegi flugherinn. um í lofti. En tímaglasið virtist renna hratt út. Pólsku, norsku, hollenzku og belgisku flugflotarnir voru sigr- aðir á nokkrum dögum og franski flugherinn varð- ist í andarslitrunum og það var aðeins nokkurra vikna spurning hvenær búið yrði að eyðileggja enska flug- herinn. Það var því ofsafengið kapphlaup milli nas- istaflugmannanna að safna sem flestum höfuðleðrum áður en allt yrði um seinan. Með hinni skrautlegu skýrslu sinni um níu flugvélar í einni orrustuferð komst von Werra á hápunktinn. Að vísu vildu þýzku hernaðaryfirvöldin ekki samþykkja nema fimm af þeim, en samt hafði verið ákveðið að sæma hann járnkrossinum. En af því gat ekki orðið í bili, því að í tíundu ferð von Werra inn yfir England var vél hans skotin niður. von Werra var að vísu hávaðasamur gortari. En óvinirnir skyldu aldrei fá hann til þess að uppljóstra neinu. Og Luftvaffe var á þessu stigi í styrjöldinni sigurviss í svo ríkum mæli, að ekki þótti taka því að leggja mikla áherzlu á þagnarheit flugmann- anna, þó að svo ólíklega tækist til að þeir yrðu tekn- ir til fanga. En þetta kæruleysi þýzku herstjórnar- innar varð gullnáma fyrir ensku leyniþjónustuna, því flugmennimir voru oft með leyniskjöl á sér, kort, dagbækur og tæknilegar upplýsingar. Og í vösum þeirra fundust oft strætisvagna- og bíómiðar, svo auð- velt var að sjá hvar herdeildir þeirra voru staðsettar. En von Werra hafði verið það skynsamur, að brenna alía pappíra og hugsanlegar upplýsingar áður en hann skreið út úr flugvélarflaki sínu. En eftir fyrstu yfirheyrsluna fannst honum þá að það myndi vera hárrétt, sem herstjóm hans hélt fram, að Englendingarnir væru hjákátlegir skussar. í fyrstu var hann leiddur fyrir aldraðan gráhærð- an foringja úr hernum, mjög vingjarnlegan mann, sem hafði boðið honum að reykja, sem virtist ekki gera sér neina grein fyrir, að von Werra var stríðs- fangi, sem átti að yfirheyra. Að minnsta kosti talaði hann ekki um annað en þýzk stjórnmál, nazistahreyf- inguna, kröfur Þýzkalands um hinar gömlu nýlendur og annað þess háttar. von Werra varð svo feginn að hann var ekki krafinn um neinar hernaðarlegar upp- lýsingar, að hann gleymdi sem snöggvast allri var- færni og talaði frjálslega um allt milli himins og jarðar. Það var ekki fyrr en samtalinu var lokið, að hann gerði sér grein fyrir, hve snilldarlega Englend- ingurinn hafði leitt viðræðurnar. Hann hafði einfald- lega tekið andlegt mál af honum, til þess að komast að því hvaða aðferðir væru hentugastar í áframhald- andi yfirheyrslum til þess að fá hann til þess að tala af sér og gefa upplýsingar. Og þó að von Werra hefði nú tekizt að standa af sér hinar harðskeyttu árásir Hawkins flugforingja við aðra yfirheyrslu, var leyniþjónustan brezka á eng- an hátt búin að sleppa af honum takinu, því næstu daga var hann hvað eftir annað tekinn til yfirheyrslu á hvaða tíma sólarhringsins sem var og ýmist yfir- heyrður af einum eða fimm til sex mönnum í einu, sem allir töluðu reiprennandi vel þýzku. Jafnvel boðið upp á góðan miðdag, hægt væri að koma í kring skemmtilegu kvöldi í West End, leikhús — auðvitað í almennum fötum, og næturklúbb. Ein „yfirheyrsl- an“ kom í ljós, að var vinsamleg samkoma hjá brezk- um flugfélögum, þar sem whiský var á borðum( (eitt 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.