Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 21
haft er á kanadiskum síldarflotvörpum. Miklir
erfiðleikar virtust vera á því að kasta vörpunni
með þessum útbúnaði af síðu skipsins, varð því
að hætta við þetta fyrirkomulag. Kanadamenn
kasta sínum vörpum af skut skipsins, eins og gert
er á v/s Fanney. Slíkt er að sjálfsögðu ókleift
á venjulegum togurum.
(II) Nylonvarpan.
I fyrstu var víra- og hlerafyrirkomulagið á
nylonvörpunni einnig haft eins og venja er á
þorsk-flotvörpum.
Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir, sem
gerðar voru við erfið veðurskilyrði, en í allmikl-
um lóðningum, var hin stóra og þunga varpa
stytt nokkuð (þyngslin stöfuðu að miklu leyti af
nauðsynlegri fóðrun belgsins með hampneti) en
ekki glæddist aflinn við þetta.
Nokkur grunur lék á, að höfuðlínuvírarnir gætu
valdið styggð, þar eð þeir lágu innan og ofan
við hlerana, og voru þeir því tengdir (ásamt fót-
reipisvírunum) í hlerana, sem voru í fyrstu hafð-
ir 50 faðma, en síðar 30 faðma frá vörpunni. Lóð-
rétt opnun vörpunnar var hins vegar tryggð með
blýlóðum (alls um 400 kg.), sem fest voru á fót-
reipið, og litlum aukahlerum, sem tengdir voru
við enda höfuðlínuvíranna annars vegar og í höf-
uðlínuna hins vegar. Auk þessa var 20 aluminíum-
kúlum komið fyrir á höfuðlínunni. Aukahlerar
þessir eru 100X80 cm að flatarmáli og voru smíð-
aðir um borð í Neptúnusi á meðan á tilraunun-
um stóð. Þeim er komið þannig fyrir, að lengri
hliðar þeirra snúa þvert á togstefnuna. Festing-
ar eru fjórar, en með því fengust hlerarnir stöð-
ugri í sjónum en ella. Komu þessir kostir greini-
lega í ljós, þegar stærri hlerar með venjulegum
festingum voru reyndir. Þeir voru of óstöðugir
og snerust þannig, að það vatzt upp á vörpuna við
enda höfuðlínunnar.
Hinn 4. og 5. des. gafst loks tækifæri til að
nota þrýstimælinn. Kom þá eftirfarandi m. a. í
Ijós:
a) Hornamælingar þær, er fyrr getur, virtust
gefa rétta hugmynd um dýpi hlerana, og kemur
þetta heim við niðurstöður rannsókna, er nýlega
hafa verið gerðar á vegum Woods Hole fiskirann-
sóknarstöðvarinnar í Bandaríkjum N.-Ameríku.
b) Fótreipið virtist vera um þrexnur föðmum
neðan við hlerana, en höfuðlínan um faðmi fyrir
ofan þær.
c) Lóðrétt opnun vörpunnar var því um fjórir
faðmar.
Að þessum tilraunum með þrýstimælinn lokn-
um gafst loks tækifæri til að reyna hinn nýja
hlera- og víraútbúnað við veiðar. Togað var í
Grindavíkursjó hinn 6. des. Lóðningar voru að
vísu mjög litlar og miklu minni en áður höfðu
fengizt í Miðnessjó. Þrátt fyrir þetta sprakk pok-
inn í fyrsta toginu, en talsverð síld var ánetjuð
upp um allan belg. Allmikið síldarmagn sást vaða
út um rifuna á pokanum, en 47 körfur síldar
urðu eftir í honum. Allt fór á sömu leið í næsta
togi og náðust þá 30 körfur síldar. Lítið fékkst
í þriðja toginu, enda fundust þá engar lóðningar;
í því fjórða fengust 47 körfur en 54 í því fimmta
og síðasta og var þá að skella á SSA-rok. I tveim-
ur síðustu togunum var öll síldin vel niðri í pok-
anum og hefur því að öllum líkindum verið um
miklu minna magn að ræða en í tveimur fyrstu
togunum. Af þessum árangri verður að draga
þá ályktun, að varpan taki síld vel með þeim
útbúnaði, sem lýst var hér að ofan.
Sjávarhitinn og dreifing síldarinnar
n veiðisvæðinu.
Allir þeir, sem fást við síldveiðar við SV-land
á haustin hafa tekið eftir, að aðal síldarmagnið
er á mjög takmörkuðu svæði hverju sinni, en á
þessu svæði er síldin í geysiþéttum torfum og
hreyfist oft lítið úr stað; er nærri yfirborði um
nætur, en dýpkar á sér um daga.
Ekki verður hjá því komizt að spyrja: Hvers
vegna þéttist síldin svo og hefst við á svo tak-
mörkuðu svæði, þegar líður á haustið? Alþekkt
er, að hrygnandi síld safnast samarv í mjög þétt-
ar torfur. Hér er þó ekki um slíkt að ræða, því
að síld sú, er hér um ræðir, hrygnir annað hvort
í marz-apríl (vorgotssíld) eða í júní-ágúst — að-
allega í júlí (sumargotssíld). Athugaðir voru all-
mai'gir síldarmagar, og voru þeir allir tómir, svo
að varla getur verið um góð átuskilyrði að ræða
á veiðisvæðinu, enda ekki við því að búast á þess-
um árstíma.
Enda þótt leiðangur Neptúnusar væri algerlega
miðaður við veiðitilraunir, voru all víðtækar sjáv-
arhitamælingar gerðar í Miðnessjó. Virtist hit-
inn nokkuð jafn frá yfirborði til botns, og var því
aðallega stuðst við yfirborðsmælingar, er þetta
hafði verið staðfest á nokkrum stöðum.
Síðustu daga nóvembermánaðar hélt síldin sig
aðallega NV af Eldey í norðurkanti áls þess, er
liggur norðan Eldeyjarskerja — allt upp undir
Reykjanes. Sjávarhitinn í álnum reyndist 6,9°—
7,2° C, en norðan álsins reyndist hann um 6,5°
C. Virtist síldin því halda sig í hlýrri Atlants-
hafs-sjónum við álbrúnina nærri þessum hitaskipt-
um. Ógerlegt er að fullyrða neitt um, hvort þessi
smávægilegi hitamismunur hefur haft raunveru-
leg áhrif á dreifingu síldarinnar á þessum stað og
tíma. Á þetta er aðeins bent sem hugsanlegan
hlekk í hinni lítt þekktu orsakakeðju, er veldur
staðbundinni dreifingu síldarinnar við SV-strönd-
ina síðla hausts.
Tekin voru 12 sýnishorn af afla Neptúnusar
(um 100 stk. hvert) til frekari rannsókna í landi.
Er þess að vænta, að sýnishorn þessi veiti mjög
mikilsverða vitneskju um yngri árganga síldar-
stofnsins við SV-land, — vitneskju, sem óger-
21