Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 27
leggja af stað heimleiðis, en á sama augnabliki og deildin var að leggja af stað, sáust tvær konur koma gangandi úti á heiðinni og þær sáu auðvitað flótta- fangann og veifuðu og hrópuðu til hermannanna. En af mesta snarræði byrjaði einn af föngunum að hrópa á móti og veifa af öllum kröftum, en hinir fang- arnir tóku allir undir. Og árangurinn varð sá, að foringinn gerði sér ekki grein fyrir hvað vakti fyrir konunum. Þegar deildin hafði gengið um 300 metra af leiðinni byrjuðu fangarnir allt í einu að syngja. En von Werra hafði lagt fyrir þá að syngja ákveðin lög er gæfu honum til kynna, hvort hann mætti hreyfa sig eða ekki, og nú þegar ekki sá lengur til steingirðingar- innar sungu þeir þann sönginn, er þýddi „allt í lagi“. von Werra heyrði strax til þeirra og var ekki seinn á sér að hlaupa að nýju yfir steinvegginn og út á þjóðbrautina í öfuga átt við deildina, um leið og hann vinkaði sigri hrósandi til hinna óttaslegnu kvenna. Það var harðlega bannað að syngja á gönguför- inni, og þegar Þjóðverjarnir allt í einu fóru að syngja hástöfum, áttuðu verðirnir sig ekki alveg strax á hvað um var að vera. Liðsforinginn hrópaði og undir- foringinn hrópaði, en ekkert dugði. Liðsforinginn fékk allt í einu grun um að eitthvað sérstakt væri í aðsigi og reið nú meðfram hópnum til þess að telja fangana, en Þjóðverjarnir færðu sig úr einni röð í aðra fram og til baka — aðferð, sem von Werra hafði einnig fyrirskipað þeim — svo ekki var hægt að koma nákvæmri tölu á þá. Liðsforinginn ráðgaðist við undirforingjann og reið síðan fram fyr- ir hópinn, hóf skammbyssuna á loft og skipaði hópn- um að nema staðar. Síðan var gengið á hópinn og talið og þá kom í ljós, að þeir voru ekki nema 23. Til öryggis var tvítalið og sama kom í ljós, íbúarnir á heiðinni í kring minnast ennþá þess uppnáms er varð. Kl. 17.30 var allt leitarkerfið sett í gang. Vörubílar, mótorhjól og alls konar farartæki voru á ferðinni. Heimavarnarlið og lögregla var skipu- lagt í leit og þrír sporhundar voru sóttir til aðalstöðv- anna í Preston. En áður en þeir komust á staðinn hafði gert hellirigningu, svo þeir voru gagnslausir. Og nú var heil herdeild sett á stað, sem áður hafði verið haldið kyrri til þess að eyðileggja ekki sporin fyrir hundunum. En von Werra var gjörsamlega horfinn í þrjá daga. Og lögreglan var farin að halda að honum væri hald- ið leyndum einhvers staðar. En svo var ekki. Víðs vegar á landsvæði þessu eru steinhellar, svonefndir „hoggasts", sem bændurnir geyma fóður í handa kvikfénaði sínum. Heimavarnarliðsmenn rannsökuðu gaumgæfilega hverja einustu af þessum hoggasts og kl. 23, á fjórða degi, staðnæmdust tveir heimaliðs- menn við eina af þeim á Broughton-Mills heiðinni, aðeins mílu vegar frá ströndinni. Þeir sáu strax, að hengilásinn hafði verið brotinn. Þeir lýstu inn með vasaljósi — og þar sat flóttamaðurinn. Hann var úttaugaður og horaður að sjá, fötin héngu í tætl- um utan á honum og skórnir voru gatslitnir. Meðan annar varnarliðsmaðurinn miðaði skamm- byssu á von Werra, batt hinn snæri utan um hend- ur hans og vafði því svo um úlnlið sér. En rétt um leið og þeir komu út úr birginu brá von Werra fæti fyrir varnarliðsmanninn svo hann féll og missti ljósið, og á sama augnabliki tókst honum að slíta sig laus- an og hljóp út í myrkrið. Á sjötta degi, kl. 14.30, sá sauðahirðir flóttamann- inn vera að skríða inn í skógarkjarr við Duddon Valley og gerði lögreglusveit, sem af tilviljun var þar nærstödd, aðvart. Þeir slógu hring um svæðið og smáþrengdu hann, þar til þeir náðu fanganum. Og nú var hann handjárnaður og slapp ekki frá þeim aftur. von Werra var settur í einsmannsklefa í þrjár vik- ur til hegningar fyrir flóttatilraunina og var síðan fluttur í aðrar fangabúðir Swanvick í Mið-Englandi. En hann hafði ekki misst kjarkinn. Úr því það hafði tekizt einu sinni að strjúka, gat það heppnast aftur. Og hann fór strax að leita að veikustu þáttunum í eftirlitskerfinu á þessum nýja stað. Fangabúðirnar í Swanwick voru umgirtar tvöfaldri gaddavírsgirðingu og hið stutta svæði á milli þeirra var vaktað allan sólarhringinn. Eftirlitsturnarnir, sem voru á 50 metra millibili höfðu leitarljós og vélbyssur. Á nóttunni var allt svæðið upplýst af sterku ljósi, nema ef loftárásir voru yfirvofandi, en þá var vagt- mönnum fjölgað. von Werra komst að þeirri niður- stöðu að eina leiðin væri að grafa neðanjarðargöng. Hann hafði verið settur í klefa sem sneri út að innri víragirðingunni og hann komst að þeirri niður- stöðu, að hann þyrfti að grafa ca 13 m. til þess að ná út fyrir ytri víragirðinguna, ef honum tækist að byrja í auðri stofu á fyrstu hæð. Að vísu myndi út- gangurinn úr göngunum koma upp óþægilega nærri einum varðturninum, en það voru nokkur tré á stangli þar rétt hjá og skógarrjóður nokkru lengra í burtu, sem gæti gefið fljótlega skjól, ef flóttinn tækist. En hugmyndin var vel framkvæmanleg og nokkrum dög- um eftir komuna til Swanwick, stofnaði von Werra félag með fimm öðrum föngum, sem einnig vildu reyna flótta „Swanwick Tiefbau A.G.“ — Námufélag- ið Swanwick h.f.! Allt frá byrjun gekk allt að óskum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. von Werra sá það fljótt, að ef hann færi ekki í morgunmáltíðina — og það gat hann gert án sérlegrar áhættu, því að aðeins einn liðsforingi sá um 150 fanga við máltíðina — gat hann unnið sam- fleytt í sex klukkustundir á dag við neðanjarðar- gröftinn. Skaftstuttu skóflurnar og sandföturnar sem herstjórnin hafði afhent í fangelsið til þess að sigr- ast á hugsanlegri brunahættu af völdum íkveikju- sprengja voru tilvalin tæki til þess að grafa með og flytja uppgröftinn í burtu, og einn af flokknum hafði fundið gamla vatnsholu, þar sem hægt var að kasta moldinni í. Framh. í næsta blaði. 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.