Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 28
Lokunartími sölubúða. Hvers vegna rofar oft til í þoku, þegar hvessir? Vindurinn er hreyfing loftsins, hann ber þokuna með sér og dreifir henni, einnig kemur hann þokuloftinu í snert- ingu við annað loft þurrara, svo að þokan gufar upp, vatnsdroparnir breytast í ósýnilega vatnsgufu. Er unnt að sjóða vatn yfir eldi í pappírspoka? Já, það er unnt, og því betur sem pappírinn er þynnri, meðan hann heldur vatninu. Pappírinn þarf að hitna upp í um það bil 250 gráður á Celsíus, til þess að hann sviðni, en vatnið inni í honum sér um það, að hitastig hans kom- ist ekki að ráði upp yfir 100 gráður. Hvers vegna er manni lcaldara l þröngum fötum en víðum? Vegna þess að hlýleiki fata er að nokkru leyti kominn undir því, hve mikið loft geymist hreyfingarlaust milli þeirra og líkamans. Þetta loft er auðvitað minna, þegar fötin eru þröng. Eru kraftar að verlci niðri í vökvum? Já, það má auðveldlega sannfæra sig um með því að þrýsta korktappa niður í vatn. Honum skýtur upp á yfir- borðið þegar í stað, vatnið þrýstir honum upp með krafti, sem stundum er kallaður lyftikraftur vatnsins. Hafskip, sem vega þúsundir tonna, eru borin uppi af þessum sama krafti. Er það rétt, að vatn sjóði við lægri hita uppi á fjöllum en niðri við láglendi? Já, suðumark vatns er háð loftþrýstingnum. Nú er loft- þrýstingurinn því lægri, sem hæð staðar er meiri yfir sjávarmáli. Quito er einhver hæsta borg í heimi, hún ligg- ur um það bil 3000 m yfir sjávarmáli, enda sýður vatn þar við 90 gráður. Uppi á Mount Blanc sýður vatn við 85 gráður. Hvernig myndast þoka? Þoka er vatnsgufa, sem hefur þétzt og myndað dropa í loftinu niðri við jörð. Hún myndast einkum á tvennan A FRÍVA hátt. Þegar hlýr ag rakur vindur fer um kaldan jarðveg, myndast þoka, og eins fer, þegar sjór eða vatn er heit- ara en loftið næst því, gufan, sem kemur upp úr vatn- inu er þá jafnheit því og þéttist því í köldu loftinu. Hvers vegna kemur frekar dögg í heiðríkju en þegar loft er skýjað? Af því að skýin eru nokkurs konar hlífiskjöldur fyrir jörðina, svo að varmageislarnir frá henni verða minni en ella. Jarðvegurinn verður þá ekki að ráði kaldari en loftið, og myndast þá lítil eða engin dögg. Hvers vegna springa glös, ef sjóðandi vatni er hellt í þau? Af því að glasið mishitnar, þegar vatninu er hellt í það. Kemst þá eins konar vindingur í glasið, sem það þolir ekki. Ef hella skal sjóðheitu vatni í glas, getur verið gott að setja málmhlut í glasið, til dæmis skeið, hún er góður hitaleiðir og dregur þá til sín varma úr vatninu, svo að minni hætta er á, að það sprengi glasið. * MAÐUR nokkur kom heldur seint í matarboð, og voru allir setztir, er hann snaraðist inn í borðsalinn. Það glaðn- aði heldur en ekki yfir honum, er honum var vísað til sætis við hliðina á sjálfri húsfreyjunni. Fyrir framan þau var stórt fat með ilmandi, steiktri gæs. I gleði sinni yfir öllu þessu sagði gesturinn himinlifandi og leit á hús- móðurina: „Ég er bærilega settur að vera hérna alveg hjá gæsinni. Þeirri steiktu á ég við“. * Ungur maður kom heim að ofloknu námi í héraðsskóla. Gömul kona spurði hann, hvað hann hefði nú lært þar. Pilturinn taldi upp ósköpin öll og endaði á náttúrufræði. „Náttúrufræði!“ dæsti sú gamla alveg undrandi og bætti við: „Það hélt ég að væri nú nokkuð, sem kæmi af sjálfu sér“. * Áhyggjur eigum við að bera sjálfir, en gleðinni eigum við að miðla öðrum. Maðurinn réttir út hönd sína til að handsama stjörnur himinsins, en gleymir blómunum, sem vaxa við fætur hans. Miðaðu aldrei atkvæði við höfðatölu, heldur manngildi. * GÖMUL KONA (á farþegaskipi): „Eruð þér syndur?" Hásetinn: „Já“. „Hefur nokkurn tíma reynt á það?“ „Stöku sinnum“. „Og hvenær helzt?“ „Þegar ég hef verið í vatni“. * 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.