Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 26
glas enn, gamli vinur!) En von Werra lét ekki blekkj-
ast.
Þeir reyndu einnig þá gömlu aðferð, að halda hon-
um í fleiri sólarhringa í einsmannsklefa og færa hann
svo í klefa hjá félaga hans úr þýzka flughernum, Carl
Westerhoff yfirforingja. Þeir voru gamlir kunningjar
og heilsuðust hjartanlega, þegar þeir voru orðnir ein-
ir. Westerhoff byrjaði strax að spyrja félaga sinn
spjörunum úr, en von Werra varaðist að svara nokkru
og leitaði um allan klefann á meðan. Allt í einu dróg
hann Westerhoff út í eitt hornið, klifraði upp á herð-
ar hans og sagði: Hann er þarna inni í loftgatinu,
ég sé greinilega svartan kassa þarna og leiðslur frá
honum. Við skulum stinga höfðinu út um gluggann
á meðan við tölum saman, þá geta þeir ekki heyrt
til okkar. Og það gerðu þeir næstu daga, ef þeir töl-
uðu saman.
En á fjórða degi stökk von Werra bölvandi upp
af fleti sínu og hrópaði: Hvílíkur toppheimskingi get
ég verið. Loftventillinn var bjálfalegasti staðurinn
til þess að stilla mikrófóninum á, og þess vegna höfðu
Englendingarnir að sjálfsögðu gert það til þess að
fangarnir fyndu hann. Og nú mundi hann, að í öllum
hinum klefunum. sem hann hafði verið í, voru alls
staðar grindur fyrir gluggum, - en hér voru engar
grindur, auðvitað hlaut mikrófónninn að vera í glugga-
kistunni! Hann hljóp að glugganum og öskraði þar,
aið nú vissi hann það.
Og hvort sem það var tilviljun eða annað, voru
fangarnir sama dag fluttir í annan klefa.
Þegar leyniþjónustan loks hvíldi sig á von Werra,
var búið að yfirheyra hann samfellt og stanzlaust í
þrjár vikur. Og allan þann tíma hafði hann ekki
— svo hann vissi til — uppljóstrað neinum hernaðar-
legum upplýsingum. En jafnhliða höfðu Englending-
arnir ekki komizt hjá því að gefa honum nærri full-
komnar upplýsingar um þær aðferðir, er þeir notuðu
við yfirheyrslur. Og von Werra dáðist undir niðri
að hinum snjöllu aðferðum Bretanna. Hann þekkti
þær nú betur en nokkur annar Þjóðverji. Og sú þekk-
ing átti eftir að hafa víðtæk áhrif síðar, bæði fyrir
Luftvaffe og RAF.
von Werra var nú fluttur til Grizdale Hall, gam-
allar sveitahallar, sem breytt hafði verið í fangelsi,
og var staðsett á heiði í NV-Englandi um 30 km. frá
írska hafinu. Höllin var vel víggirt. Skömmu áður
en von Werra var fluttur þangað hafði kafbátsfor-
ingi, Werner Lott, reynt að flýja þaðan, en hann
komst ekki nema að innstu víragirðingunni ,þegar
hann var handsamaður.
Að vísu höfðu ekki verið gerðar alvarlegar tilraunir
af þýzkum stríðsföngum í Englandi til þess að flýja,
því þeir reiknuðu örugglega með því, að stríðslokin
gætu ekki verið langt undan, og þá væri eins gott
að bíða rólegir þar til þýzku herirnir kæmu og frels-
uðu þá. En von Werra trúði því ekki lengur, að Eng-
land yrði sigrað fyrir árslokin. Orrustuþróttur enska
flughersins hafði verið dálítið óþægileg staðreynd
fyrir þýzka flugherinn og m. a. hafði hann eyðilagt
14 eða 15 flugvélar úr sveit von Werra. Hann hafði
auk þess veitt athygli hinum víðtæku ráðstöfunum
sem gerðar höfðu verið víðs vegar um landið, skrið-
drekaflækjum, járnstólpum á vegum á öllum slétt-
um flötum, svo svifflugur gætu ekki lent og fl. sem
sannfærði hann um að innrásin myndi verða erfið
og geta dregizt á langinn.
von Werra var ekki búinn .að dvelja nema tíu daga
á Grizdale þegar hann var búinn að skipuleggja ná-
kvæma flóttatilraun. Elzti þýzki fanginn á staðnum,
Willibald Fanelsa herforingi, sem, ásamt þriggja
manna ráði, var kosinn til þess að yfirvega og sam-
þykkja hugsanlegar flóttatilraunir hlustaði með van-
trú á hugmynd von Werra.
Annan hvern dag voru 24 fangar sendir í göngu-
för til þess að gefa þeim hreyfingu. Þeir gengu ann-
aðhvort í norður eða suður eftir þjóðbrautinni, allt
eftir því hvernig viðkomandi eftirlitsmanni datt í
hug hvert sinn, og gengu hratt í 3 km. Síðan tóku
þeir 10 mínútna hvíld við einhver vegamót og gengu
síðan hratt til baka sömu leið. Þeir voru undir ströngu
eftirliti, auk deildarstjórans, sem gekk fyrir, var
ríðandi liðsforingi til hliðar og f jórir vopnaðir verðir
fyrir framan og fjórir á eftir.
Hvíldarstaðurinn á norðurleiðinni gaf enga mögu-
leika til undankomu. En á suðurleiðinni var stanzað
nálægt langri steingirðingu. Og ef nokkrum félaga
von Werra tækist að draga til sín athygli gæzlu-
mannanna var hugsanlegt, að honum gæti tekist að
skríða yfir steinvegginn og komast óséður til skógar,
sem var þar nokkuð frá og síðan myndi hann reyna
að komast út að ströndinni og komast þar út í hlut-
laust skip. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt
á mjög nákvæman hátt, strax og færi gæfist.
Fanelsa herforingi gekkst að lokum inn á að þetta
væri hugsanlegur flóttamöguleiki. Og „flóttaráðið“
útbjó í sameiningu frumstætt landakort yfir svæðið,
útvegaði nokkrar ullartuskur til hlýinda ef von Werra
tækist að komast út á hina eyðilegu heiði. Og sjálfur
hafði hann komizt yfir þrjá shillinga, og geymt handa
sér til nestis hinn takmarkaða súkkulaðiskammt, sem
föngunum var gefinn. Tveim dögum síðar var til-
raunin framkvæmd.
Fanelsa herforingi fór þess á leit við formann fanga-
búðanna ,að göngutíminn væri færður frá 10.30 að
morgni til kl. 14.00. Og sem ástæðu benti hann á,
að morguntíminn truflaði námstímann, sem þá væri
rétt á eftir, en hin raunverulega ástæða var auðvitað
að þá yrði skemmri tími til myrkurs ef von Werra
tækist að komast undan. Áhættan við að sveitar-
stjórinn færi norðurleiðina var einfaldlega yfirunnin
á þann hátt, að þegar hópurinn nálgaðist útgöngu-
hliðið gaf einn af föngunum skipun um að snúa til
suðurs, og enginn andmælti. Liðsforinginn taldi víst
að korpóralinn hefði gefið skipunina og hann hélt,
að liðsforinginn hefði gefið hana.
Þegar skipun hafði verið gefin um að nema staðar,
stilltu verðirnir sér upp eins og venjulega á annan
vegarkantinn, en Þjóðverjarnir rangluðu út að stein-
gerðinu og stóðu þar og röbbuðu saman. En einmitt
í þessu augnabliki kom maður akandi með grænmet-
isvagri á veginum, þar sem annars var nær engin
umferð. En sú röskun á dagskránni varð einmitt til
happs. Því verðirnir gengu að vagninum til þess að
kaupa sér epli og liðsforinginn keypti gulrófur til
að gefa hesti sínum. En á meðan hljóp von Werra
bak við þann stærsta af félögum sínum og hinir stóðu
umhverfis eins og fyrir var lagt, meðan hann hljóp
yfir steingerðið.
Rétt í sama mund gaf liðsforinginn skipun um að
26