Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Blaðsíða 29
KTINNI FORSTJÓRINN: „Það er ekki um það að ræða, við verðum bara að leggja meira á vörurnar". Búðarmaður: „Eigum við þá byrja á að hækka vörur, sem ekki hafa nýlega hækkað í verði?“ Forstj.: „Nei, við skulum heldur hækka þær, sem alltaf hafa verið að hækka. Fólk er vanara því“. * Englendingur og Bandaríkjamaður sátu að drykkju og voru að ræða um styrjaldir, eins og gengur. Allt í einu mælti Ameríkaninn: „Það er sagt, að þið Englendingar vinnið alltaf seinustu orrustuna, en hvernig færi nú, ef það brygðist einhvern tíma?“ „Þá væri það bara ekki síðasta orrustan", anzaði Bretinn. * Nirfill nokkur fárveiktist og sendi eftir prestinum. „Ég hef nú aldrei látið neitt af hendi rakna“, sagði hann, „en haldið þér ekki, að öruggt sé um sáluhjálp mína, ef ég gef kirkjunni 100 þúsund krónur?“ „Ekki veit ég það nú“, anzaði prestur, „en reyna má það“. * Sonur einn í háskóla erlendis var alltaf að senda móður sinni sundurliðaða reikninga yfir eyðslu sína og biðja um meiri peninga. Konuauminginn hafði orð á því, að piltur- inn væri sér æði dýr í rekstri og bætti við: „Og það allra kostnaðarsamasta virðast þessir útlendingar vera, sem hann umgengst. Hérna stendur nú t. d.: Tveir skotar = 300 krónur“. * Einræði er þar, sem þér er reist minnismerki í dag og þú ert drepinn hjá því á morgun. * „Ég svaf hjá honum pabba í nótt“, sagði Hörður litli í smáabrnaskólanum. Barnfóstra hans, sem lagði mikið upp úr því, að börnin töluðu rétt og skýrt, át setninguna upp eftir honum: „Ég svaf hjá honum pabba í nótt. Al- veg rétt, drengur minn“. „Jæja, þá hefurðu hlotið að koma upp í til hans, eftir að ég var sofnaður", anzaði drengurinn forviða. * Frúin: „Mikill dæmalaus dóni var þessi kerlingarnorn, sem ég var að tala við. Þarna geispaði hún ellefu sinn- um upp í opið geðið á mér“. Maður hennar: „Ertu viss um, elskan mín, að hún hafi alltaf verið að geispa. Getur ekki verið, að hún hafi bara verið að opna munninn i vonlausri tilraun til að svara einhverju?" * Blaðaviðtal: Og þér voruð á Titanic? Tjamm! Og var yður bjargað? % * Umferðasali bauð húsfreyju lög til að fægja með silfur. „Ég hef ekkert við þess háttar að gera“, anzaði konan. „Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður, en ég hélt bara, að konan hérna niðri í húsinu væri að skrökva að mér, þegar hún sagði, að mér þýddi ekkert að tala um silfur- lög við yður“, sagði maðurinn hæversklega. „Og hvað sagði hún meira?“ spurði frúin. „Hún sagði, að þér hefðuð aldrei tímt að kaupa svo mikið sem eina silfurskeið hváð þá meira“. „0, bölvuð tófan, ekki spyr ég að. Komið með 6 dósir til reynslu". * Sálfræðingur var að gáfnaprófa hermann „Heyrið þér nokkurn tíma raddir, án þess að þér vitið, hverjir eru að tala eða hvaðan raddirnar koma?“ spurði hann. „Já“, svaraði hermaðurinn. „Og hvenær kemur það helzt fyrir?“ „Þegar ég svara í sírnann". * Vilhjálmur Wrigley, tyggigúmmíframleiðandinn heims- kunni, var einu sinni á ferð í flugvél, og sat kunningi hans hjá honum. „Ég skil ekki, hvernig á því stendur, að þú skulir eyða milljónum dollara árlega í það að aug- lýsa tyggigúmmíið þitt, sem allir þekkja og allur heim- urinn tyggur“, sagði kunninginn. Wrigley þagði andartak og spurði síðan: „Hve hratt heldurðu, að þessi vél fljúgi?" „Ætli hún fari ekki um 300 mílur á klukkustund", svai-- aði kunninginn. „Nú, hvers vegna fleygja þeir þá ekki hreyflunum og láta hana bara svífa af eigin rammleik?“ anzaði Wrigley. * Einn af verkstjórunum hjá Henry Ford dreymdi fyrir mörgum árum að Ford væri dáinn. Búið var að leggja lík bílaframleiðandans í opna líkkistu, og þótti verkstjór- anum sex af félögum sínum koma gangandi með kistuna. Allt í einu reis Ford upp, leit í kringum sig og sagði: „Hvers vegna setjið þið ekki hjól undir kistuna og sparið með því fimm menn?“ 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.