Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 18
Fiskframleiðsla í heimmum
Eftirfarandi er hluti af mjög ýtarlegri grein úr Fjármála-
tíðindum (útgef. Landsbanki íslands), þar sem fjallað er um
þróun í fiskveiðum síðustu áratugina. Fiskveiðar íslendinga
og þorsk- og síldveiðar á fslandsmiðum.
Fiskveiðar eru mjög mikilvæg-
ur þáttur í fæðuöflun mannkyns-
ins, og þær eru einn helzti at-
vinnuvegur margra þjóða. Beztu
fiskimið heimsins eru á norður-
hveli jarðar og þá einkum í At-
lantshafi. Mynd 1 sýnir, hvern-
ig fiskveiðar skiptust eftir hin-
um ýmsu hafssvæðum árið 1956.
Mest veiddist á Norðaustur-At-
lantshafi, en það er svæðið milli
Grænlands og Vestur-Evrópu.
Næst kom Norðvestur-Kyrrahaf,
en Japanseyjar eru á því svæði.
Fiskveiðar í vötnum eru víða all-
miklar, en langmest kveður að
þeim í Asíu.
Mynd 2 sýnir aflamagn 34
mestu fiskveiðiþjóða heims árið
1956, en aðrar
þjóðir veiddu
minna en 100.000
tonn hver. Jap-
anir veiða lang-
mest, en síðan
koma stórþjóð-
irnar: Banda-
ríkjamenn, Kín-
verjar og Rússar.
I fimmta sæti
eru Norðmenn,
og veiða þeir
helmingi meira
en næsta þjóð á
eftir þeim. Is-
lendingar eru. í
14. sæti þetta ár,
litlu neðar en
Frakkar, en með
töluvert meira
aflamagn en
Portúgalar og
Danir. Portúg-
alska nýlendan
Angóla í Suð-
vestur-Afríku er
ofarlega í röð-
inni. Kórea, sem
er tvískipt í 19.
og 20. sæti, hefði verið í 11. sæti,
ef hún væri sameinuð. Færeying-
ar rétt ná því að komast á þenn-
an lista með 116.000 tonna fisk-
afla.
Þróun í fiskveiðum síðustu
áratugina.
1. töflu er sýnd þróunin i
fiskveiðum nokkurra landa frá
því fyrir stríð. Auk Evrópulanda
eru tekin helztu fiskveiðilönd ut-
an Evrópu. Þróunin hefur verið
mjög mismunandi í hinum ýmsu
löndum, þótt yfirleitt hafi verið
um aukningu að ræða. Aflaaukn-
ingin hjá íslendingum hefur ver-
ið minni undanfarin ár en hjá
sumum öðrum þjóðum. Þetta
stafar nær eingöngu af afla-
tregðu á síldveiðum við ísland,
en „þorskveiðarnar" hafa gengið
mun betur og farið vaxandi. I
sambandi við aðrar þjóðir er
mest áberandi aflaaukningin hjá
Dönum, og einnig hefur hún orð-
ið mikil hjá Portúgölum.
Mynd nr. 3 og 4 sýna, hvernig
aflamagn helztu Evrópuþjóða
hefur skipzt eftir fisktegundum
og verkun eða hagnýtingu aflans.
Er til dæmis athyglisvert að sjá,
að á þeim árum, sem miðað er
við, hafa nær % hlutar af afla
Norðmanna verið síld. I flestum
þessum löndum er mikill hluti
aflans nýr fiskur og ísaður, en
hvergi er eins mikið hraðfryst í
Evrópu og á íslandi. Aðeins þrjú
lönd munu framleiða meira af
hraðfrystum fiski en Island, en
það eru Japan, Bandaríkin og
Kanada.
FiskveiSar íslendinga.
Frá því á síðustu áratugum 19.
aldar hafa fiskveiðar Islendinga
stöðugt farið vaxandi, þótt afl-
Mynd 1. Heildarfiskveiðar árið 1956 skipt eftir helztu, fiskimiðum.
Hafssvæði
Vatnasvæði:
A: Norðvestur-Atlantshaf H:
B: Norðaustur-Atlantshaf I:
C: Miðjarðarhaf og Svartahaf J:
D: Norðvestur-Kyrrahaf K:
E: Norðaustur-Kyrrahaf L:
P: Mið-Atlantshaf, vesturhluti M:
G: Mið-Atlantshaf, austurhluti N:
I: Afríka V:
II: Norður-Ameríka VT:
III: Suður-Ameríka VII:
IV: Asía
Vestur-Indlandshaf
Mót Indlandshafs og Kyrrahafs
Mið-Kyrrahaf, austurhluti -
Suðvestur-Atlantshaf
Suð austur- Atlantshaf
Suðvestur-Kyrrahaf
Suðaustur-Kyrrahaf
Evrópa
Ástralia
Rússland
226
VÍKINGUR