Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Qupperneq 26
STJÖRNITHIMININN Á vorin koma söngfuglarnir til landanna í Norður-Evrópu. íbú- ar þeirra landa kannast mætavel við hina skemmtilegu sumargesti. í borgunum taka þeir sér ból- festu í húsa- og skemmtigörðum. Þar gera þeir hreiður sín í trjám og runnum. Um varptímann á vorin or loftið þrungið háværum söngvaklið hinna litlu gráleitu fugla, einkum á meðan þeir eru að koma sér fyrir og barátta stendur yfir milli karlfuglanna út af landamærum. Þegar búið er að jafna allar deilur, minnkar kliðurinn til muna, fuglarnir verpa, unga út eggjum sínum, tína sér ber hoppandi og fljúg- andi tré af tré og grein af grein. í ágústmánuði fara fuglarnir að ókyrrast, farfuglaeðlið segir til sín. Á einni nóttu hverfur allur hópurinn. Næsta morgunn eru runnarnir krökir af nýkomnum söngfuglum að norðan. Þeir standa við í nokkra daga, en halda síðan áfram ferð sinni til suðurs. í september og október er stöðug- ur straumur farfugla, sem koma og fara, smátt og smátt minnkar straumurinn. Svonefndir garð- söngvarar (garden warblers) hverfa fyrst, þá hvítbarkarnir (whitethroats) og loks svart- höfðarnir (blackcaps). Hvert fara þessir fuglar? Fuglafræðingar vita upp á hár hvert söngfuglarnir fara, þeir hafa merkt þá í mörg ár og þar með getað fylgzt með ferðum þeirra til vetrarheimkynnanna. Söngfuglarnir fara til ýmissa staða í Afríku. Sumir þeirra fara alla leið frá Skandinavíu til Suð- ur-Afríku, en sú vegalengd er þúsundir mílna. Á vorin koma fuglarnir aftur til þeirra staða sem þeir fóru frá haustið áður. Merkilegast af öllu er, að fugl- arnir skuli rata til ákvörðunar- staðar. Söngfuglarnir (warblers) fylgja ekki neinni forustu og fljúga ekki í hópum. Hver fugl fer einn síns liðs. Ungir fuglar «*g faringlarnii* sem ferðast í fyrsta sinn rata eins vel og hinir. Af eðlisgáfu einni saman vita söngfuglarnir hve'r hin rétta stefna er. Þar sem þeir ferðast aðeins að nóttu til þá vaknar spurningin: nota söng- fuglarnir stjörnurnar sem leiðar- merki ? GRÍMUR ÞORKELLSSON ÞÝDDI ÞESSA GREIN ÚR ÁGÚSTHEFTI Scientific American 1958 EFTIR E .G. F. SAUER Hæfileiki fugla til að rata hef- ur valdið undrun vísindamanna í meira en heila öld. Nú þegar eru til margar skrifaðar og skjal- festar sannanir um hina furðu- legu hæfileika fuglanna. Þjóð- verjinn Werner Riippel var í fremstu röð þeirra manna, sem rannsökuðu ferðir farfugla, hann komst að því, að starar, sem teknir voru á hreiðrum sínum nálægt Berlín og fluttir til ým- issa staða og síðan sleppt laus- um, rötuðu aftur til varpstöðv- anna, allt að 1250 mílna langa leið. Stormfuglinn frá Manx hef- ur þó valdið furðu vísindamanna með enn meiri afrekum. Einn slíkur fugl var handsamaður á vesturströnd Englands, þaðan var hann fluttur í flugvél til Boston og sleppt þar. Tólf dögum seinna var hann aftur kominn á hreið- ur sitt í Vestur-Englandi. Hann hafði flogið 3067 mílur yfir Norð- ur-Atlantshafið. Heiðlóan fer á hverju hausti þaðan sem hún verpir í Norður-Kanada til vetr- arheimkynna á Hawai-eyjunum. Hún hefur ekki sundfit og getur ekki hvílt sig á sjónum eins og sundfuglarnir, hún verður að halda sér stöðugt á flugi í nokkr- ar vikur, þar til hún kemur á áfangastað, en hann er þúsundir mílna í burtu. Ef heiðlóan stefndi ekki nákvæmlega rétt eða ef hana bæri eitthvað af leið, hlyti hún að villast og loks að örmagnast yfir hinum víðáttumiklu auðnum Kyrrahafsins. En ekki kemur til þess, hún heldur sitt nákvæma strik til Hawai-eyjanna. Þar til fyrir skömmu síðan vissu menn engar skýringar á hinum furðulegu hæfileikum fuglanna til þess að rata um óra- langar leiðir. Sumir héldu að þeir styddust við segulsvið jarðar, náttúruöfl, kennileiti á yfirborði jarðarinnar o. fl. En í æ ríkari mæli hafa fuglafræðingar kom- izt á þá skoðun, að fuglarnir styddust við himinhnetti á ferð- um sínum, sólina á daginn en stjórnurnar á nóttunni. Fyrir hálfri öld kom sú get- gáta fram, að fuglarnir stydd- ust við sólina á langferðum sín- um, þetta var þó ekki tekið al- varlega fyrr en snemma á yfir- standandi áratug þessarar aldar. Þá tókst vísindamönnum að draga ýmislegt merkilegt fram í dagsljósið. I Þýzkalandi komst Gustav Kramer að því, og í Eng- landi G. V. T. Matthews, að bréf- dúfur og villtir fuglar geta notað sólina fyrir kompás og eru gædd- ir tímaskyni og geta því fylgzt með gangi sólar á himninum. Dýrafi’æðingar styðja þetta. Það VÍKINGUR 234

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.