Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 41
(jlœþaApil S E M H E P P N A Ð I S T Fyrir réttum 38 árum fund- um við hér í Faxaflóa og færð- um til lands tundurdufl. Þetta var vorið 1920 á vélbátnum Gull- fossi frá Keflavík. Skipstjóri á bátnum var Albert Ólafsson, sem nú býr við Hafnargötu 22 í Kefla- vík, alþekktur sjósóknari og afla- maður. Vélstjóri var Þórarinn Brynjólfsson, Aðalgötu 4, dáinn. Hásetar voru: Magnús Guð- mundsson, Vesturgötu 7, dáinn, Vilhelm Ellefssen, Aðalgötu 10, Bragi Ólafsson Edinborg, nú hér- aðslæknir á Eyrarbakka og ég undirritaður, þá allir frá Kefla- vík. Við vorum á útilegu á svoköll- uðum Köntum, en venjulega tók ferðin 8—10 daga. Alla þessa ferð var veður gott og öldulaus sjór. Einn daginn sáum við tund- urdufl, en það var þá alvanalegt, eftir heimsstyrjöldina 1914—18. Við töluðum rækilega um hvað gera skyldi, því við töldum, að duflið gæti orðið okkur eða öðr- um að tjóni ef ekkert væri að- hafst um að handsama það. Vildu sumir að lagt væri að duflinu og það tekið inn í bátinn því að ekki þótti það vegna stærðar óviðráðanlegt. Varð það og úr að skipstjóri legði að duflinu, og kom það í minn hlut að innbyrða duflið, og var það mjög auðvelt, því að ekki mun það hafa verið nema svo sem 35—40 kg. að þyngd. Fórum við svo varlega með það sem við gátum og gætt- um fyllsta öryggis. Vöfðum það t. d. í strigapokum og geymdum það þannig um borð þar til við hefðum lokið veiðiförinni. þeir leggi kapp á að semja um gjaldeyrinn til að auðvelda þeim smygl. Þetta vil ég segja að séu tilhæfulaus ósannindi. Allt um- tal um gjaldeyrinn við samninga- borðið kemur ávallt frá útgerð- armönnunum sjálfum. Smygl er löstur sem tilheyrir sjómönnum allra landa hvar sem þeir fara. Liggja til þess margar ástæður, sem fyrst og fremst eiga rætur sínar að rekja til mannlegs veik- leika o g sjálfbjargarviðleitni. Hvort smygl er almennt meðal ís- lenzkra sjómanna veit ég ekki. En þjóðfélag okkar, sem býður þegnum sínum, er þykir gott brennivín, allt að 3180% álagn- ingu á þann góða vökva hlýtur að standa höllum fæti gagnvart smyglurum og beinlínis mana syni sína að framkvæma lögbrot. Merkilegast við grein Jóns Árnasonar er hugmynd hans að gefa sjómönnum tækifæri að leggja inn í Landsbankann gjald- eyri sinn og geta tekið hann aft- ur er þeir vilja nota hann, þó með ákveðnum uppsagnarfresti. Með því móti er mörgum sparsömum sjómanni gert kleyft að geyma gjaldeyri sinn og þá væntanlega á íslenzkum vöxtum. Gjaldeyrir- inn sem þannig kæmi inn í bank- ana nytjaðist þá að nokkru gjald- eyrisfátækri þjóðinni, auk þess sem sjómaðurinn gæti sparað sér smátt og smátt álitlegri summu, sem stæði sem gullpeningur yfir síhrakandi íslenzkum gjaldmiðli. Þegar komið var í land hringdi Albert til Sigurgeirs Guðmunds- sonar í Tjarnarkoti, en hann var þá hreppstjóri, en hann hafði aftur samband við þáverandi sýslumann, Magnús Jónsson bæj- arfógeta í Hafnarfirði, er sendi mann af varðskipinu Fylla til þess að gera duflið óvirkt. Við athugun kom í ljós að „takkarn- ir“ á duflinu voru óvirkir, en sprengiefnið algerlega óskemmt. Var það sprengt í svokölluðum Vatnsnesklettum með þeim ár- angri að margar rúður brotnuðu heima á Vatnsnesi, en það mun hafa verið í 12-—1500 metra f jar- lægð. Strákunum á Gullfossi var að vonum hálf illa við að hafa dufl- ið svona lengi um borð, sérstak- lega Magnúsi og vélstjóranum, en Braga og Vilhelm þótti ekkert að því að ala á þeirri hættu sem þessu var samfara, þótt þeim finndist ekkert athugavert við að geyma það þar til farið væri í land. Hér er ekki sagt frá þessu sem neinu afreksverki, heldur af því, að ég hef hvergi séð þessa getið, né heldur að vélbátur hafi tekið um borð tundurdufl og geymt um borð í viku og flutt það á land til að gera það óvirkt, en þetta var gert á þessum litla bát, Gullfoss, sem var 14 tonn að stærð, með 28 hk. Alpha-vél, en þetta var hin mesta happafleyta, enda orðlagður dugnaðarmaður sem honum stjórnaði. Orðlengi ég svo ekki meira um þetta. Akranesi, 4. júlí 1958. Valdimar Kristmundsson. HAPPDRÆTTI DVALARHEIMILIS ALDRAÐRA SJDMANNA ÖLLUM ÁBÓÐA VARIÐ TIL BYBBINGU DVALARHEIMKISINS BKRIFSTöFA TJARNARGÖTU 4 - 3. HÆÐ - AÐALUM BÖÐ VESTURVER - SÍMI 117 1-7 177 57 VÍKINGUR 249

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.