Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 42
( A FRIVA Hvers vegna þarftu alltaf að klæða þig svona öfugt, þegar þú ert nálægt mér? * / Fiskhöllinni. Húsmóðirin: Þessi ýsa lítur hálfilla út. Afgreiðslumaðurinn: Það er verra en það, frú mín góð, hún er alveg steindauð. * Hjólbörur. Sagt er að Skúli Magn- ússon fógeti hafi fundið upp hjólbör- umar til þess að kenna sumum íslend- ingum að ganga á afturfótunum. * Lítið gagn í því. Á skólaárum sínum fékk Emest Hemingway, nóbelsverðlaunaskáldið, þetta verkefni í ritgerð: Hvaða gagn er að því að læra? Stíllinn hljóðaði þannig: Því meir sem maður lærir, því meir veit maður. Því meira sem maður veit, því meiru gleymir maður. Því meir sem maður gleymir, því minna veit maður. Því minna sem maður veit, því minna gleymir maður. Því minna sem maður gleymir, því meira veit maður. Og, — hver er svo eiginlega ánægjan af því að vera að læra? * Prestur nokkur kom þar að, sem bíl- stóri var að reyna að ræsa bíl sinn, en hann fór ekki í gang, hvernig sem hann reyndi við hann. Bílstjórinn bölv- aði hátt og í hljóði en ekkert gekk. Prestinum þótti nóg um orðbragðið og sagði við bílstjórann: Vinur minn, bíll- inrr fæst aldrei í gang með blóti og formælingum. Bílstjórinn leit á prest- inn, brosti og sagði: Jæja, prestur minn, þá skuluð þér biðjast fyrir og sjá hvort það hefur meiri áhrif en blótsyrði mín. Þetta kom dlítið flatt upp á prestinn, en hann hafði gefið tilefnið og gat ekki snúið aftur. Við skulum þá taka ofan, sagði hann. Svo flutti presturinn stutta bæn þar sem hann bað þess að bíllinn færi í gang. Að bæninni aflokinni sagði bílstjórinn: Gott, nú fer hann í gang. Að svo mæltu steig hann á ræsirinn og bíllinn þaut af stað. Presturinn stóð eftir á veg- inum, klóraði sér í höfðinu og tautaði: Ja, hver fjandinn. * Það var á stríðsárunum, að virðu- legur borgari stóð í miðri biðröð fyrir framan skóbúð hér í bænum og ætlaði að ná í skó handa konunni sinni. Hann reyndi að halda stöðu sinni í biðröð- inni með kurteisi og festu en kven- fólkið ruddist framhjá honum. Allt í einu setti hann undir sig höfuðið, rudd- ist fram og hrinti á báðar hliðar. Get- ið þér ekki hagað yður eins og maður, sagði kuldaleg kvenmannsrödd við hlið hans. Ég hef hagað mér eins og maður síðasta klukkutímann, svaraði maður- inn en héðan í frá ætla ég að haga mér eins og kvenmaður. * Lögfræðingurinn: Og þetta eru þá staðreyndirnar í málinu? Sakborningurinn: Já, og nú kemur til yðar kasta að hagræða þeim á sem heppilegasta hátt. * Fyrírbrigði, sem fáir athuga. Ef þú stingur hendinni niður í fötu hálffyllta með vatni, án þess að snerta hliðar eða botn. Þyngist þá fatan með vatninu? Vigtaðu fötuna með vatninu áður en þú stingur hendinni niður í hana, og aftur með hendinni niðri í henni. Jú, vatnið þyngist. Merktu vatnsborðið á fötunni áður en þú tek- ur hendina upp úr. Bættu svo vatni í unz það er aftur komið upp að mark- inu, þá kemur svarið. Fatan vegur nákvæmlega jafnmikið og þegar þú hafðir hendina niður í vatninu. Archimedes skýrði þetta fyrirbrigði fyrir rúmum 2000 árum. * Ámi átti í vök að verjast. Konan heimtaði peninga fyrir heimilið og hann reyndi að útskýra fyrir henni torskilin hugtök, svo sem greiðslu- jöfnuð, fjárfestingu, verðhjöðnun, og hvernig hann myndi vilja leysa fjár- hagsvandamál þjóðarinnar. Er það ekki merkilegt, sagði konan, að þú sem hefur svona mikið fjármála- vit, skulir eiga svo lítið af peningum. * Nýjasta afrek tækninnar er vafa- samur greiði fyrir kvenþjóðina: Nú getur eiginmaðurinn flogið hraðar en hljóðið. * Prestur var að halda ræðu yfir nem- endum í unglingaskóla og talaði um siðferðilegan kjark. Hann kom með eftirfarandi dæmi: Tíu unglingar sváfu á sama svefnsal. Einn þeirra kraup við rúm sitt og bað kvöldbæn. Það kalla ég siðferðilegan kjark. Get- ur nokkur ykkar nefnt mér annað dæmi? Já, svaraði einn í bekknum. Tíu prestar sváfu eitt sinn í sama svefn- sal. Einn þeirra fór upp í rúmið án þess að biðja kvöldbæn. * Kínverskur spekingur hefur gert eftirfarandi samanburð á hjónabönd- um Kínverja, þar sem foreldrar ráða giftingum barna sinna, og hinum vest- rænu hjónaböndum: Giftingu í Kína má líkja við það, þegar ketill með köldu vatni er sett- ur yfir eld. Brátt fer vatnið að sjóða og helzt heitt áfram. Vestrænum hjónaböndum má líkja við það þegar ketill með sjóðandi vatni er settur yfir kalda eldavél. Suðan hættir fljótt og — vatnið kólnar. * Karlmaðurinn er aldrei eins veikur fyrir og þegar einhver kona er að segja honum að hann sé sterkur. VlKINGUR 250

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.