Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 44
\ VÍGASLÓÐ Framhaldssaga 5 Hann kallaði á Gregson. Innan úr dimmunni í vélarkytrunni virtist Gregson fylla alveg upp í ganginn fyrir framan, og drengnum kom snögglega í hug, hve furðulegt væri, að svo stór skrokkur í svo litlu skipi skildi ekki hafa verið hæfður í skotárásinni. — Ég er búinn að finna það! — Finna hvern fjárann? sagði Gregson. Drengurinn skreiddist út úr vél- arrúminu, hné og hendur svört af oiíu, sem hann þurrkaði kæruleysis- lega í andlitið og ljóst hárið. — Búinn að finna bilunina. Fall- byssukúla. Gregson lyfti andlitinu, og hið holduga andlit hans tútnaði af reiði. — Hvers vegna í andskotanum gátu þeir ekki sökkt okkur og lokið okk- ur af? Drengurinn heyrði að vindurinn var að færast í aukana og regnið lamdi þilfarið stöðugt, og hann fann að ástandið varð stöðugt al- varlegra. — Hvað gerum við nú? sagði hann. Hann fann glöggt að erfið- leikarnir gætu orðið miklir að koma vélarvana skipi í höfn. — Fáum okkur tebolla, þrumaði Gregson. Hann bölsótaðist og ragnaði á leiðinni upp stigann út á þilfarið, þar sem regnið buldi. — Þjöppun, þjöppun! sagði Greg- son óþýðlega. — Láttu mig reyna. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um hvað þjöppun var. Hann greip um sveifina eins og hún væri bjöllu- strengur, tók á öllum kröftum svo vélin snerist þrjá heila snúninga í einni lotu, missti jafnvægið og skall utan í vélarblokkina af öllum sín- um þunga. — Þessi vél hefur aldrei verið til neins nýt, sagði hann. — Ég sagði það alltaf. Ég sagði honum það. Stórfurðulegt að hún skildi nokk- urn tíma ganga. Drengurinn svaraði ekki. Hann klöngraðist áfram einhvers staðar inn í iðrum vélarrúmsins. Hann vissi eiginlega ekki að hverju hann var að leita. Undir vélarblökkinni hafði myndast pollur af olíu, sem lekið hafði einhvers staðar út. Það rann upp fyrir honum að þessi pollur var óeðlilega stór. Hann deif annarri hendinni niður í hann og fann að hann var sambland af olíu og vatni. Hann þreifaði fyrir sér með hönd- unum eftir blökkinni, þangað til hann fann staðinn, þar sem fall- byssukúlan hafði rifið gat á hana. Dálítil olía draup enn úr gatinu. Enski flugmaðurinn opnaði aug- un snögglega, eins og drengurinn hefði vakið hann af værum draumi og hrifið hann inn í hina þröngu og dimmu tilveru í káetunni. Mess- ner lá enn með augun aftur og sneri höfðinu undan. Eina birtan í káet- unni var frá ofurlitlu kýrauga, sem regnið hafði varpað grárri hulu sinni á. Hann sá veru á hreyfingu inni í _ káetunni, en honum fannst eins og hann horfði í gegnum gráa hulu, það var eins og grár skuggi væri á stjái þar inni. Það leið nokkur stund, þangað til hann gat hrist nógu mikið af sér doðann til að sjá og skilja að þar var drengurinn að bauka með ein- hvern hlut, sem líktist vasaijósi. Hann virtist aldrei ætla að fá ljós á þetta vasaljós, eða hvað það nú var. — Hvern fjandann ertu nú að gera? sagði hann. Drengurinn varð undrandi, ekki af því að röddin hefði gert honum billt við, heldur vegna þess hve mjúk og veikluleg hún var. Hún virtist koma úr djúpum fjarska og vakti með honum sektarkennd. — Ekkert sérstakt, sagði hann. — Láttu þetta vasaljós frá þér, ekki veifa því svona til og frá, sagði flugmaðurinn. — Þetta er ekki vasaljós, sagði drengurinn. Það er kíkir. Ég get ekki fengið hann til að virka. — Láttu mig sjá hann, sagði flugmaðurinn. Hann ætti að vera góður, þýzkur sjónauki. Hann hélt lófunum upp í loft, án þess að lyfta upp höndunum. Það var auðséð, að hann hafði ekki mátt til þess. Drengurinn rétti honum sjónaukann. Hann lét hann liggja á bringunni nokkur andartök. Svo færði hann sjónaukann hægt upp að augunum án þess að hreyfa stilliskrúfurnar. Það var eins og hann lægi í móki þreytu eða minnis- leysis eða þjáninga. Brátt lét flug- maðurinn sjónaukann síga hægt niður á bringuna. — Það þarf að stilla hann, það er allt og sumt, sagði hann. Hann hélt sjónaukanum fast upp að brjóstinu, og hendur hans kreppt- ust um hann. Augu hans störðu og virtust eiga erfitt með að greina hlutina sundur. En það sem olli drengnum áhyggj- um var, að hann hélt áfram taki sínu á sjónaukanum og sýndist ekki ætla að sleppa honum. Messner sneri sér á bakið og tók að gefa frá sér stunur. Varir hans voru mjög bláar og þurrar, en augu hans voru ekki opin, og það var eins og hann gréti í svefni. Drengurinn heyrði til hans án þess að hann fyndi til neinnar sérstakrar samúð- ar með honum. Hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að hið eina, sem Messner hefði til síns ágætis væri það, að hann ætti sjónaukann. Honum stóð raunar hálfgerð ógn af honum. Messner var óvinur; svo að jafnvel þótt hann þekkti engin persónuleg deili á honum, var hann fjandsamlegur glæpamaður. Það voru menn eins og Messner, sem komu í flugvélum lágt inn yfir land- ið og steyptu sér yfir litlu bæina á ströndinni og létu kúlnaregnið tortíma öllu lifandi, sem þeir fundu. En þegar hann hætti að gefa frá sér stunurnar og lá um stund hljóð- ur á bakinu virtist þó varla vera hægt að sjá mikinn mun á útliti VÍKINGUR 252

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.