Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 46
— Jú, það held ég, sagði flug-
maðurinn. — Hann veit líka að það
var ég.
— Heldurðu það?
— Það er áreiðanlegt.
— En þú komst hraðar, er það
ekki? sagði drengurinn. — Þú gazt
náð honum, ef þú vildir. Englend-
ingarnir komast hraðar, er það
ekki? Hann hafði að lokum talað
það, sem honum lá á hjarta.
— Það er ekki nóg að komast
hraðar, sagði flugmaðurinn.
Hann hafði varla sleppt orðun-
um, er mikill kvalaskjálfti fór
skyndiega um líkama hans. —
Krampadrættir afmynduðu andlit
hans, og augun lýstu ægilegri kvala-
angist.
— Snowy, sagði hann. — Snowy,
og drengurinn greip ósjálfrátt um
hendur hans. Þær voru enn kreppt-
ar um sjónaukann, votar af óhugn-
anlegum svita, en þó ískaldar.
— Guð! sagði flugmaðurinn. Góð-
ur guð-
Hann kreppti fingurna í óstjórn-
legri þjáningu um hendur drengs-
ins, svo að hann gat ekki losað þær.
„Brandur" tók veltu, og drengur-
inn féll niður á olnboga, en heljar-
tak flugmannsins hélt höndum hans
stöðugt föstum.
Honum tókst að skreiðast upp á
hnén aftur. Þögn enska flugmanns-
ins skelfdi hann. Það var eins og
þeir hefðu verið að berjast um sjón-
aukann og flugmaðurinn skyndilega
misst máttinn og sleppt honum.
— Ég ætla að sækja skipstjórann,
sagði drengurinn. — Ég ætla að
sækja Gregson.
Hann ætlaði að standa á fætur,
en uppgötvaði, að hendur flug-
mannsins héldu hans föstum.
— Það er allt í lagi, Snowy. Farðu
ekki. Það er allt í lagi núna.
— Ertu viss? sagði drengurinn.
— Ég ætti heldur ...
— Nei, farðu ekki. Gerðu það
ekki. Hvernig líður Messner? Flug-
maðurinn hélt stöðugt um hendur
drengsins, og hann gat ekki hreyft
sig. Hann sagði flugmar.ninum, að
það heyrðist ekkert frá Messner og
að hann ætti að kalla á Gregson.
Flugmaðurinn svaraði ekki. Dreng-
urinn var fyrir löngu hættur að
vita, hvað tímanum leið. Við lampa-
Ijósið og þögnina fannst honum sem
dagur væri að kvöldi kominn.
Hann lá lengi svona á hnjánum
með hendumar fastar í greipum
flugmannsins og beið þess, að hann
talaði aftur. Stundum hugsaði hann
um sjónaukann. Ólin á honum var
kyrfilega læst í greipum flugmanns-
ins; honum fannst sem hún myndi
aldrei losna þaðan aftur. Hann
hlustaði á flugmanninn draga and-
ann með erfiðismunum, óreglulega,
og hann hlustaði á hljóð regns og
sjávar, sem buldu á viðum hins litla
skips. Hann fann á hreyfingum
þess, að þeir voru enn langt frá
ströndinni.
— Er allt í lagi með Messner?
Rödd enska flugmannsins var nú
aðeins hvískur. Drengnum fannst
furðulegt, að hann skildi sífellt vera
að spyrja um líðan Messners. Hann
sá ekkert áhugavert við Messner,
nema þá helzt sjónaukann, og hann
sagði ekkert.
— Gagnlegur náungi, Messner,
sagði flugmaðurinn. — Gæti frætt
okkur um ýmislegt. Ef við kom-
umst aftur heim. Hann reyndi að
brosa, en mátturinn í vörum hans
var þorrinn, og úr því varð aðeins
veikur titringur kringum munninn.
— Ef við komum aftur. Það er
hin mikla spurning, sagði hann.
Hann reyndi aftur á sama árang-
urslausa hátt að brosa. — Ef maður
kemur aftur.
Drengurinn skildi ekki þessa
kaldhæðni. Flugmaðurinn lá og
horfði á hann með hálfopnar varir
og samhengi hugsana hans var slitr-
ótt.
— Lampinn logar mjög skært,
sagði hann.
— Ég skal draga niður í honum,
sagði drengurinn.
— Nei. Rödd hans var brostin og
hvislandi. — Ég kann því vel.
Komdu nær.
Skuggi drengsins féll, stór og
dökkur, yfir andlit unga mannsins
eins og til að vernda hann. Þeir
héldu ennþá hvor um annars hend-
ur með sjónaukahylkið á milli. Það
virtist mjög kalt og það heyrðist
ekkert hljóð frá Messner. Loginn
á lampanum blossaði öðru hverju
upp, þegar skipið tók dýfu, og
skugginn hreyfðist.
Drengnum virtist vera orðið álið-
ið dags, þegar flugmaðurinn byrj-
aði að muldra um eitthvað, sem
drengurinn skildi ekki. Eitt sinn
opnaði hann augun, og í þeim var
ákafur glampi og hann talaði um
stúlku. Næst sagði hann: — Segðu
Messner að þetta hafi verið vel af
sér vikið hjá honum. Segðu honum,
að hann sé bölvaður þrjótur.
Hann talaði ekki aftur. Drengur-
inn horfði á hann deyja, þar sem
hann lá í tröllslegum skugga hans
sjálfs, án þess að vita að hann væri
að deyja. Það var ekki fyrr en hann
færði sig til, svo að hann fengi bet-
ur séð andlit hans, að hann sá, að
öndunarhreyfingar hans voru hætt-
ar. Andardrátturinn heyrðist ekki
lengur, og yfirskeggið, vott og
klístrað á andlit hans, líktist meir
en nokkru sinni áður háðslegu gerfi,
sem límt hefði verið á andlitið. Ljós-
ið af lampanum féll beint í hin
stjörfu, ungu augu, svo að í þeim
kom fram óhugnanlegur glampi, og
þau virtust stara galopin beint á
drenginn.
Drengnum tókst brátt að losa
fingur sína úr hinum dauðu fingr-
um, og um leið losnaði sjónaukinn.
Honum var kalt og hann hreyfði
sig hljóðlega á fjórum fótum. Þeg-
ar hann laut yfir Messner sá hann,
að Messner hafði dáið líka, og nú
stafaði lampinn skærri birtu sinni
yfir þá, jafnt á báða, þar sem þeir
lágu hlið við hlið.
„Brandur" kom upp að sandhóla-
ströndinni við f jörðinn vestanverð-
an síðla dags og nálgaðist ósinn
óðfluga. Drengurinn og Gregson
voru á þilfari. Regnið streymdi án
afláts úr rökkurhimninum og huldi
klettana á ströndinni sjónum.
Drengurinn hélt stöðugt um sjón-
aukann og þrýsti honum að mag-
anum, eins og Gregson þrýsti stýr-
ishjólinu að sínum maga, og leit
tú eins og maður, sem er í þann
veginn að bera hann upp að aug-
um sér til þess að skyggnast inn
í fjarlægðina.
— Kvöldflóðið er að koma, sagði
Gregson. — Við fáum okkur full-
keypta af því. Flóðbylgjan skellur
á okkur eins há og kirkjuturn und-
an þessu vðri.
254
VlKINGUR