Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 47
Þar sem „Brandur" skoppaði með
öldunum þvert í vindinn minnti
hann meir en nokkru sinni fyrr á
afdankað, vanhirt leikfang. Öld-
urnar skóku hann til svo að hann
hossaðist skringilega. Þilfarið var
hált af bleytu, svo að stundum þeg-
ar hann tók krappa veltu, hékk
drengurinn utan í stýrishúsinu á
annarri hendi og rann flatur á þil-
farið, og með hinni hendinni hélt
hann af alefli um sjónaukann, eins
og maður heldur á dýrmætu her-
fangi.
Stundum leit hann upp á andlit
Gregsons, sem rýndi þungbúið 1
regnþykknið, eins og það vildi bjóða
öllum veðrum birginn. Það var þög-
ult, en drengurinn gat ekki séð,
hvort þögn þess stafaði af reiði eða
öðrum tilfinningum. Hann langaði
til að yrða á þetta andlit. Myndin
úr káetunni, lík flugmannanna, sem
lágu þar hlið við hlið, sótti sífellt
á hug hans, miklu meir en hugsun-
in um hinn dauða véamann, sem lá
eins og ópersónuleg, aflöguð hrúga
á þilfarinu. Hann hugleiddi sam-
talið við enska flugmanninn. Hann
hugsaði minna um Messner og þá
með kala. Hann ímyndaði sér Mess-
ner sem nokkurs konar orsök allra
hinna hryllilegu atburða. Og þó var
það reyndar Messner, sem komið
hafði með sjónaukann, og sjónauk-
inn var það eins á þessum degi, sem
ekki líktist ljótum, hræðilegum
draumi.
Hann var mjög þreyttur og mjög
svangur. Gregson hafði ekkert
hrópað, og það hafði ekkert te ver-
ið lagað. Gregson var stöðugt þög-
ull og alvarlegur á svip.
Drengurinn rauf loks þögnina.
— Hvenær haldið þér, að við
verðum komnir inn, skipstjóri?
Gregson svaraði ekki. Hann starði
í sortann, harðneskjulegur á svip.
Drengurinn hafði ekki séð þennan
svip áður. Hann hafði stundum ver-
ið smeykur við Gregson, en nú fann
hann eitthvað traustvekjandi við
þennan stóra, svipmikla mann. Það
var huggun að návist hans, svo að
hann gleymdi um stund því, sem
hann hafði séð þennan dag.
Þeir voru að komast inn í ósinn
núna. Gregson lagði hart á stýrið
og sneri bátnum í norðvestur. Sjó-
VÍKINGUR
inn var að lægja núna, og dreng-
urinn gat séð móta fyrir strönd-
inni. Það grillti í dimmbrún hæð-
ardrögin gegnum sortann. Honum
varð litið á Gregson og sá að hann
vætti varirnar í regninu og fannst
eins og svipur hans hefði aðeins
mildast. Það gaf honum von um,
að Gregson myndi e. t. v. ætla að
tala aftur, svo að hann áræddi að
rjúfa þögnina.
— Bráðum komnir, skipstjóri,
sagði hann.
Þá hóf Gregson upp raust sína
með þvílíkum ofsa, að það var sem
innibyrgð reiði, ótti og sársauki
hefðu brotizt út í einu.
—Guð refsi þeim! öskraði hann.
— Guð refsi þeim öllum saman.
Hvers vegna láta þeir okkur ekki
í friði? Hvers vegna láta þeir okk-
ur ekki í friði? Hvað lengi ætla þeir
að halda áfram að myrða okkur?
Guð refsi þeim og fordæmi þá alla,
alls staðar í heiminum.
Hann þagnaði og gaf frá sér
þungt andvarp, eins og hann væri
örmagna. Hann stóð þarna þung-
lamalegur og laut yfir stýrishjólið,
öll harðneskja horfin úr svip hans.
Andlit hans var gamalt, bugað, fölt
andlit, regnið streymdi niður það
eins og táraflóð.
Hann lagði hönd sína á öxl
drengsins, eins og hann myndi nú
allt í einu eftir honum. „Brandur“
mjakaðist nær ströndinni og var nú
í landivari. Það voru engin Ijós í
kvöldhúminu, og rökkrið seig yfir
himininn, hæðadrögin í fjarska og
klettana á ströndinni. Drengurinn
hreyfði sig ekki. Allan tímann hafði
hann langað til að lyfta sjónaukan-
um að augum sér og líta í hann.
Af einhverri ástæðu langaði hann
ekkert til þess núna. Það virtist ekki
vera mikið gagn að því að horfa
í sjónaukann. Hann var jafnvel ekki
viss um, að það væri mjög gagnlegt
að eiga hann. Þar sem hann stóð
þarna með hönd Gregsons á öxl
sér, hugsaði hann um dauða véla-
manninn; hann hugsaði um hin
ofsafengnu hróp Gregsons; hann
hugsaði um flugmennina báða, liggj-
andi í fölu ljósi lampans í þröngri
káetunni og skuggi hans féll á hin
fölu, látnu andit þeirra, sem lágu
þar, hlið við hlið. Og þeir urðu í
augum hans, á þeirri stundu, allir
flugmenn, allir drepnir flugmenn,
alls staðar í heiminum.
Þeir skriðu nú inn í ósmynnið.
Gregson lét hendina stöðugt hvíla
vingjarnlega á öxl hans, án þess
að segja orð, og drengurinn leit enn
einu sinni á hann og sá aftur hið
þreytta, gamla andlit, sem virtist
baðað í tárum. Hann sagði ekkert,
og innra með honum vaknaði hljóð-
lát gleði.
Hann hafði verið með mönnum í
stríði og hafði séð dauðann. Hann
var á lífi, og „Brandur“ var kom-
inn heim.
£cgutck
FRAMLEIÐUM tíR
Ni:i.O\ — TERYLENE — BAÐMULL
SNURPUNÆTUR ÞORSKANET
REKNET ÍSUNET
LOÐNUNÆTUR HROGNKELSA NET
BÁTATROLL
BJORN BENEDIRTSSON H.F.
NET A VERKSMIÐ J A — REYKJAVÍK
V--------------------------------- j
255