Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Page 12
komum seint um kvöldið til ísa-
fjarðar. Fékk ég gistingu hjá
séra Guðmundi og frú Rebekku,
en þau bjuggu þá í litlu húsi við
Silfurgötuna. Var þar þröngt á
heimili, en þeim mun meira
hjartarúm. Daginn eftir fór Ket-
ill, sonur þeirra með mér niður
að ,,Dokkinni,“ þar sem hinirsvo-
kölluðu „Árnapungar" stóðu uppi.
Ekki varð ég nú sérstaklega hrif-
inn af þessum skipum, fannst þau
lítil og óvistleg. Þá var eitthvað
meiri reisn yfir Flateyjar-skip-
unum.
Um kvöldið kom Þórður, hús-
bóndi minn til mín með þær frétt-
ir, að öll stærri skipin væru lögð
út, og fullráðið á þau sem eftir
væru.
Einn athafnamesti útgerðar-
maður í Álftafirði á þessum tíma
var Ásgeir Arngrímur Ásgeirs-
son, kona hans var Þorbjörg
Hannibalsdóttir, systir Þórðar,
húsbónda míns. Skyldi nú leita
þangað. Ásgeir átti hálfdekkaðan
bát er „Von“ hét. Sótti hún okkur
til Isafjarðar. All mikil hreyfing
var á leiðinni inn eftir og keyrði
nú alveg um þverbak sjóveiki
mín. Hafði þó áður vont verið.
Er inneftir kom, réðist ég á bát
er Ásgeir átti og „Una“ hét, mun
hún hafa verið 5—6 tonn og al-
dekkuð. Þótti það engin smáfleyta
í þá daga.
Formaður á bátnum var Bjarni
Sigurðsson frá Steini í Ájlfta-
firði, reyndist hann mér drengur
góður, en svo get ég ekki sagt um
alla er á bátnum voru.
Uthaldið hófst á því að viðlögð-
um grásleppunet undan Höfnum
(en það er gamalt útróðraþorp),
voru nokkrar sjóbúðir þar uppi-
standandi, en ég held að þær hafi
verið allar komnar í eyði.
Innvolsum úr grásleppunni var
beitt á leiðinni á sjóinn. Má geta
nærri hversu kaldsamt verk þetta
var, og vera ekki á stærri fleytu.
Beitt var í köggla, þannig að
línan var hringuð niður í smá
hring og önglinum krækt í þin-
urinn, ég vissi til þess að svo mik-
illi leikni náðu Isfirðingaríþessu,
að fleygja mátti kögglunum í sjó-
inn eftir að hnýtt hafði verið
saman, og röktu þeir sig sjálfir.
Ég þjáðist voðalega af sjóveiki.
Nálega í hverjum róðri gekk upp
úr mér blóð, en um leið og að
landi kom var ég snarfrískur. Og
ég náði fljótt leikni annarra fé-
laga minna í hverju sem var. Að
hætta róðrum datt mér aldrei í
hug. Einn piltur var á bátnum á
sama aldri og ég og hét hann
Loftur Torfason frá Kaldaðar-
nesi í Strandasýslu. Vorum við
mjög samhentir og gerði hann
allt er í hans valdi stóð til að létta
þjáningar mínar, og reyndist mér
hinn ágætasti félagi. Þótt hann
væri ekki eldri en ég, var hann
miklu harðgerðari, enda vanur
þrældómi frá barnæsku.
Við Loftur stóðum hvor við
annars hlið, og svo fór að við gát-
um að nokkru hefnt þeirra mis-
gerða er við urðum fyrir.Erfram
á vorið kom beittum við kúfiski.
Var þá farið í plóg-ferð inn að
Melgraseyri í ísafjarðardjúpi.—
Þar var bæði logn og sléttur sjór.
Plægt var á handspili og auðvit-
að vakað nótt og dag. Var þetta
hinn mesti þrældómur, en nú var
ég ekki sjóveikur, sparaði mig
ekki, enda fóru nú betri dagar í
hönd hjá mér.
Eftir að við höfðum aflað kú-
fisks var ég látinn vera í landi til
að skera úr skelinni og beita. Eg
var handfljótur, viljann vantaði
ekki. Lærði fljótt að fletja fisk
og stóð lítt að baki öðrum í því.
Ég fór þó við og við á sjóinn, en
þar voru alltaf sömu þjáningarn-
ar. Ég taldi mér alltaf trú um
eftir hvern róður að þetta myndi
batna, en biðin varð löng, það
urðu 8 ár.
Eftir atvikum öfluðum við vel.
Róið var allt niður á Horntá, það
er þegar bærinn í Hornvík kom
framundan Hælavíkurbjargi —
Þokur voru á stundum og gekk
á ýmsu með landtöku oft á tíðum,
enda sjókort engin og fátt um
fínar græur til slíkra hluta um
borð í þessum fleytum.
Alllangt var liðið á úthaldið, er
vél bátsins bilaði. Var þá hætt.
Fór ég þá að vinna við biyggju-
byggingu á Langeyri. Og var ým-
ist þar eða hjá Ásgeiri til loka.
Einn atburður er mér ógleym-
anlegur frá þessu vori, eftir að
við hættum róðrum. Hjá Þor-
bj örgu og Ásgeiri var maður, sem
Þorgeir hét. Hann dó þetta vor.
Við Loftur skyldum fára út í
Vigur og tilkynna séra Sigurði
mannslátið og láta hann ákveða
útfarardaginn.
Það olli mér mikillar tilhlökk-
unar að koma við í Vigur. Og ef
til vill að fá að tala við þennan
'ræga og nafntogaða klerk.
Mér var strax í æsku gjarnt til
oess, er ég heyrði mannlýsingu
ið skapa persónuna í huga mín-
um. Gera mér grein fyrir hvernig
hún hlyti að líta út, eftir því sem
ég hafði af henni heyrt. Nú hafði
ég heyrt flestar Alþingisrímur er
út komu í æsku minni. Ég kunni
rímurnar um Hannes Hafstein,
Sigurð í Vigur og Skúla Thor-
oddsen.
Þar var sagt um séra Sigurð
að hann væri:
Kempa mikil knár og dignr
klerkurinn í fögru Vigur.
Og svo þessi vísa:
„Jafnt sá kunni brandi nð beita
og blessa í stólnum,
löngum scvf á laufaþingum
líkur Búa hershöföingjum.“
Eitthvað hafði ég lesið um Búa
stríðið og hershöfðingjarnir þar
voru ekki nein smámenni í mín-
um hugarfylgsnum.
Svo var ég Skúla maður, (því
snemma eignaðist maður sinn að-
dáanda).
Og úr því klerkur fylgdi hon-
um, þá var hann líka minn mað-
ur.
Okkur Lofti var vísað til veg-
ar, en tekin vari fyrir skeri er
á leið okkar varð.
Er fyrir Kamsnes kom tókum
við stefnu á Vigurbæinn. Ekki
vildi nú betur til en svo, að við
rérum beint á skerið. Hvíta logn
var og tjarnsléttur sjór. Bátur-
inn brotnaði lítilsháttar. Ekki
kom það þó að sök, og lentum við
VlKINGUR
82