Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Side 24
Las Palmas á Kanaríeyjum. Eins og flestum er kunnugt eru „Jöklaskipin" komin í hálf- gerðan víking á heimshöfunum, vegna breyttra aðstæðna hér heima, og sigla nú um öll heims- ins höf, eftir óskum leigutaka, og koma að sjálfsögðu víða við og á marga athyglisverða staði. Við á M/S „Langjökli" lentum í þeirri lukku að verða fyrsta íslenzka skipið, sem kom til Cape Cane- veral, eða Caneveralhöfða, eins og hann er kallaður á íslenzku, síðar Kennedyhöfði, eða Cape Kennedy. Koman á þennan stað hafði mikil áhrif á mig, og verður mér ógleymanleg, ég vildi gjarnan geta gefið öðrum hlutdeild í þess- ari upplifun, þó ég viti að það verði aðeins svipur hjá sjón. M/S „Langjökull" hélt frá Ponce á Porterico undir stjórn Haraldar Þórðarsonar skipstjóra á Sjómannadaginn 15. maí 1966 94 í sól og sumarblíðu, eftir mjög ánægjulega dvöl þar, frá því á friðardaginn 8. maí, sem einnig var mjög fagur dagur, eins og flestir dagar þarna á þessum tíma, þar sem allt baðar í sól og sumar angan, og borgin endur- ómar öll af músik og söng, því verzlanirnar hafa flestar hátal- ara- og magnaraútbúnað til að draga að sér viðskiptavinina, og einnig eru verzlanirnar loftkæld- ar, til þægindaauka. Um fegurð kvenfólksins og litríkan klæðnað þarf ekki að ræða, það þekkja flestir. Þarna losuðum við Tunafisk, sem við tókum í Las Palmas, veiddan af japönskum fiskimönn- um, þarna í Ponce er hann soðinn niður af Del Monde-verksmiðj- unum, sem nota sér hið ódýra vinnuafl. Á leið okkar til Flórida sigld- um við framhjá Haiti og Cuba, og með Bahamaeyjum til Cape Kennedy, sem nú er aðal eld- flaugarstöð Bandaríkjanna. — Þangað komum við árla morguns þann 18. maí. Þar var margt, sem manni þótti nýstárlegt að sjá, og vakti undrun og aðdáun, ásamt einhverri óskiljanlegri óttakennd, er maður agndofa horfir á þessi risatæki, geimrannsóknaskipin, skotturna, og mannvirkin, sem allt er ógnarstórt í sniðinu. Sjálf borgin er nýtízkuleg í byggingar- stíl sínum, og maður er undrandi yfir hinum öra vexti staðarins, sem alltaf dregur til sín meira og meira fólk. Eftiv ftjjörn Úlafsson. loftskcytamunn. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.