Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Qupperneq 25
Þarna rísa upp baðstaðir, skemmtistaðir og næturklúbbar, og þarna eru stunduð öll heims- ins skrípalæti. Staðurinn var upphaflega ber og auð sandströnd, með einstök- um pálmatrjám, sykurreyrsrunn- um, slöngum og mosquitoes, og ennþá meira mosquitoes. Staður þessi á miðhluta Flóridaskaga var fyrst séður og fundinn af landafunda-manninum Ponee de Leon á sextándu öld og var síðar skírður Canaveral, (en á spönsku þýðir Canes = sykur, eða staður þar sem sykurreyr vex). Þessi staður tók litlum breyt- ingum frá dögum Ponce de Leon, til ársins 1949, að undirbúningur var hafinn þar að æfingarstöð fyrir Bandaríkjaher við Banana- ána, en það er um 15 mílur frá höfðanum. — 1 stjórnartíð Harry S. Trúmanns í maí 1949 voru sett lög, sem ákváðu að þessi stað- ur skyldi vera aðalmiðstöð við hnatt- og geimrannsóknir Banda- ríkjamanna. 1 stjórnartíð Dwight D. Eisen- howers, forseta, var N. A. S. A. The National Aironautics and Space Administration stofnað 29. júlí 1958, og tók til starfa í októ- ber sama ár. Frá þeim tíma er hægt að tala um framkvæmdir og tilkomu staðarins sem slíks. Árið 1968 í nóvember, var nafni hans breytt samkvæmt sérstakri fyrir- skipun Lyndon B. Johnsons for- seta, í sambandi við hið hrylli- lega morð á Kennedy forseta, en hann átti mikinn þátt í uppbygg- ingu og tilveru þessarar stöðvar, og batt við hana miklar vonir. Jules Verne notar í bók sinni, „Frá Jörðu til Tungls,“ sem skrifuð er 1865, eða fyrir um eitt hundrað árum, staðinn Tampa sem burtfararstað í tunglfluginu. Er þetta dálítið merkileg tilviljun, þar sem þessi bær er beint á móti Kennedyhöfða, hinumegin á Floridaskaganum. Sagði Verne þetta vera „Ideal stað“ til geim- ferða vegna legu sinnar, sem reynst hefur mjög rétt. Eldflaugar, rakettur og flug- eldar eru raktar til Kínverja, VÍKINGUR - ■X Á myndinni er veriS að skipa út túnfiski um borð í Langjökul. sem taldir eru hafa fundið upp flugelda um 1232 eftir Krist, svo segja má að menn hafi þekkt þessi leikföng í 700 ár, voru þær fyrst notaðar til hátíðahalda, en þeim var einnig skotið sem eld- örvum á innrásarlið Mongóla. Enskur maður, Roger Bacon, er talinn fyrsti framleiðandi flug- elda og púðurs í Evrópu árið 1242. Um 1259 kemur svo Bert- hold Schwarts til sögunnar sem framleiðandi þessa undra efnis, og á 14. öld er farið að nota skot- vopn í Evrópu. Sögu þessarar tækni þekkja menn svo vel að óþarfi er að rekja hana hér nán- ar, en þó vil ég minna á, að rak- ettuhernaður er ekki óþekktur á Norðurlöndum, því að í umsátr- inu um Kaupmannahöfn 1807 notuðu Englendingar íkveikju- rakettur, sem ollu miklu tjóni og eldsvoða í borginni, sem lengi mun uppi, en þeir náðu þó ekki borginni á sitt vald. Árið 1814 notuðu Bretar aftur eldflaugar og íkveikjurakettur í umsátrinu og árásunum á Baltimore í Ameríku. Dr. Robert H. Goddard, amerik- anskur vísindamaður, fæddur 1882 í Massachusetts, er nú tal- inn faðir amerískrar rakettu- tækni, en árið 1926, 16. marz, skaut hann fyrstu rakettu, sem hafði fljótandi eldsneyti. Síðar komu rakettu-sérfræðingar Þjóð- verja með V.2. og komum við að þeim síðar. Japanskt veiSiskip ntun á Langjökli, ]>ar sem liiS jap- anska skip losar afla sinn um borS í Islendinginn til flutnings í niSursuSuverk• smiSju í borginni Ponce. 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.