Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1967, Síða 39
LEITAÐ AÐ JARÐGASI
Me$ sprengingum og mœlingum á jarÖhrœringum út frá þeim er
hægt afi finna jarfigas.
Leitin að jarðgasi eykst stöð-
ugt, og vonir manna eru miklar,
viðburðir undanfarinna ára hafa
örvað til bjartsýni í þessum efn-
um.
Bölsýnismenn halda því hins-
vegar fram, að uppgötvanir þær,
sem hingað til hafa verið gerðar,
séu dreifðar gasæðar, sem fund-
ist hafa af einskærri tilviljun.
En brezkir sérfræðingar á þessu
sviði eru á annarri skoðun, þeir
reikna með að finna meira jarð-
gas.
I Stóra-Bretlandi líta menn svo
á, að hin mikla orkulind þeirra
hingað til — kolin — muni verða
að víkja fyrir jarðgasinu. Fari
svo að þjóðin gæti breytt um al-
gerlega, og notað jarðgas í stað
kolanna, mundu útgjöld til orku-
vinnslu lækka stórlega. Talið
jafnvel að útgjöldin mundu þá
verða aðeins Vs þess er nú er-
Líkurnar fyrir því að Danir
finni jarðgas í sínu landi eru
taldar góðar. Meðal danskra gas-
iðnaðarmanna eru taldar fullar
líkur til þess að jarðgas finnist
í þeim hluta Norðursjávarins,
sem heyrir Danmörku til.
Meðfylgjandi mynd sýnir eina
aðferðina til að finna jarðgasið.
Með sprengingum og mælingum
á jarðhræringum, sem við það
myndast, er leitað þar til líkur
finnast fyrir því að gas eða olía
finnist í jarðlögunum, og þar er
borað.
Eftir „Berlinske Aftenavis“
H.J.
Reykjavík, ber húsið með sér að
verið hafi mjög nýtízkulegt og
sterkt, enda vandaði Jessen mjög
til húsagerðarinnar.
Umhverfis húsið komu hjónin
sér upp fallegum garði, og hlúði
frú Jessen þar að gróðrinum, sem
henni þótti svo vænt um.
Fyrir tveim árum samdi Vél-
stjórafélag Islands um kaup á
húseigninni og lét jafnframt
byggj a hentuga íbúð fyrir frú
Jessen, sem fannst sitt gamla hús
VlKINGUR
of erfitt fyrir sig vegna aldurs
hennar. Flutti frúin á sl. vori í
nýju íbúðina, en Vélstjórafélag
Islands með sína félagsstarfsemi
í hús þeirra hjóna og mun þar
jafnframt vera minningarreitur
um þau hjónin.
Við flutning úr húsinu afhenti
hún úi' eigu þeirra Jessens ýmsa
muni, sem Vélstjórafélag Islands
mun varðveita um ókomna fram-
tíð.
Saga þessara mætu hjóna, sem
lifðu saman í gleði, en áttu einnig
harmiþrungnar sorgarstundir,
verður ekki rakin hér lengri, en
fram eru færðar þakkir fyrir
starf þeirra og góðvild í þágu
sjávarútvegs og vélmenntar í
landinu.
Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Örn Steinsson.
109