Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 1
EFNISYFIRLIT
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
36. ÁRGANGUR — 6. TÖLUBL 1974
Dómurinn í Haag
Staðfesting úreltrar nýlendustefnu
Guðm. Jensson:
Dómurinn í Haag.
•
Ólafur Vignir Sigurösson:
Hugleiðingar um
fiskileitarkort.
Guðfinnur Þorbjörnsson:
Á Ströndum 1951.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson:
Kynnist ferð til
Austurlanda.
•
Ný skip í veiðiflotanum
1973.
•
Þórður Jónsson, Látrum:
Þegar atvinna lá ekki á lausu.
H.f. Eimskipafélag Islands.
Á frívaktinni.
Jónas Guðmundsson:
Mér datt það í hug.
Fiskimjöl til manneldis.
•
Jón Eiríksson:
Sjóminjasafn,
siglingasaga.
Stofnun Stýrimannafélags
Islands.
•
Myndir í opnu tók Troels
Bendtsen.
Frívaktin o. fl.
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGU R
Dtgefandi: F. F. S. 1.
Ritstjórar: Guðm. Jensson (áb.) og
Jónas Guðmundsson.
Uitnefnd: Guðm. Kjærnested, Guðm
Ibsen, Daníel B. Guðmundsson
Varamenn: Ólafur Vignir Sigurðs-
son, Ásgrímur Björnsson, Jón Wium.
Ritstjórn og afgreiðsla er að
Bárugötu 11, Reykjavík.
Utanáskrift:
Sjómannablaðið Víkingur,
Pósthólf 425, Reykjavík.
Sími 1 56 53
Árgangurinn kostar kr. 1000.
Prentað í lsafoldarprentsmiðju hf.
VÍKINGUR
Guðmundur Jensson:
og ofbeldis
Upp úr miðjum júlí barst hing
að til lands fregn um að alþjóða-
dómstóllinn í Haag hefði sam-
þykkt, — ekki án mótatkvæða þó
— ályktun þess efnis að íslend-
ingar eigi eklci að manni skilst,
lagalegan rétt til útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 50 sjómílur,
eins og gert var 1. september árið
1972.
Hinn siðferðilega og hags-
munalega rétt Islendinga hefur
dómstóllinn líklega ekki skoðað
niður í kjölinn. Sennilega ekki
talið það til verkefna sinna í leit
að haldbærum forsendum til að
grunna niðurstöður sínar í mál-
inu.
Á hinn bóginn talar þögnin
sínu máli í því efni til okkar
frá dómssalnum og gefur óneit-
anlega til kynna að á þeirri „rétt
lætis“ vogarskál hefur ofbeldi og
yfirgangur stórvelda gagnvart
smáþj óðum undanfarna áratugi
hlotið meiri vigt og náð fyrir
augum dómenda, og þá sem lög-
legur heföbundinn réttur. (!).
Þegar þetta er ritað hafa úr-
slit í málunum ekki verið birt
í heild, en það skiptir ekki megn-
máli, okkur er ánægjulegt að
vita að „hárkollurnar“ í Haag
hafa óvirt málstað sjálfstæðrar
þjóðar og munum við að sjálf-
sögðu hafa þennan „boðskap
erkipiskups“ að engu og herða
sóknina til fullra yfirráða yfir
landgrunninu.
Eigi að síður kunna einhverjir
að halda að ályktanir af úrskurði
Haagdómstólsins kunni í fram-
tíðinni að veikja aðstöðu strand-
ríkja og þá fyrst og fremst
smærri ríkja, sem túlkaverðamál
stað sinn með rökum á ráðstefn-
unni í Caracas. Eg tel hins vegar
mjög fráleitt að draga slíkar
ályktanir, jafnvel þótt öflugustu
andstæðingar okkar þar, Bretar
og Þjóðverjar reyni að notfæra
úrskurðinn sér til framdráttar,
sem þó verður að telja óvíst. því
einmitt þessi úrskurður gæti orð-
ið til þess að málin snerust illi-
lega í höndum þeirra og gæti
tekið neikvæða stefnu gagnvart
þeim sjálfum. Vafalaust mun úr-
skurðurinn frá Haag á þeim vett-
vangi þykja skuggalegur fyrir
smáþjóðirnar. Það er nú einu
sinni svo, að þróunarhjólið hefur
snúist ört síðustu misseri og jafn-
vel mánuði, og líklega má telja
að höfuðandstæðingar okkar í
landhelgismálinu kjósi að tala
sem minnst um alþjóðadómstól-
inn í Haag, ekki síst vegna þess
að hinar steinrunnu „kvarnir“
sem sniglast hafa áfram í höfð-
inu á meirihluta dómenda þar
(og jafnvel í höfðum annarra),
145