Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 2
gerðu sér ekki grein fyrir þeim
staðreyndum að þeir höfðu staðn-
að á eldra tímaskeiði með úrskurð
sinn. Hann er ekki í takt við
tímann.
Dómendur hökta einhvers
staðar langt á eftir þróuninni
og samtímanum.
I ljósi þessa getur því engum
Islendingi dulist að þetta er nítj-
ándu aldar dómur, kveðinn upp
af mönnum, sem augsýnilega
halda á lofti málstað þeirra
þjóða þjóða, sem hæst bar á á
liðinni öld í skjóli hervalds og of-
beldis.
Það hefði t. d. verið lærdóms-
ríkt að sjá hver árangur hefði
náðst í frelsisbaráttu hinna fjöl-
mörgu Afríkuþjóða gegn kúgur-
um sínum, ef þær hinar sömu
hefðu skotið kröfum sínum til
Haagdómstólsins.
Hætt er við, svo ekki sé fastar
að orði kveðið, að þær þjóðir,
sem slíkt glapræði hefði hent,
myndu verða hinar síðustu til
þess að öðlast frelsi, skurnin á
fjöreggi þeirra myndi reynast
brothætt í höndum dómendanna,
sem horfa stjörfum augum á
„hefðbundinn rétt“, sem þó var
troðið upp á þjóðirnar með hreinu
ofbeldi á sínum tíma.
Ég held að við ættum að láta
okkur nægja þessar hugleiðingar
um hallærisdóminn í Haag og
víkja að nokkrum atriðum varð-
andi framtíðarviðbrögð okkar í
landhelgismálinu.
II.
Svo er nú komið og verður
ljósara með hverjum deginum
að geigvænlega horfir um afla-
brögð á fiskimiðum okkar.
Aflarýrnunin frá síðustu ára-
mótum er augljóst dæmi um
þetta. Smáfiskadrápið út af
Húnaflóa og fyrir Norðurlandi
í vor, þegar breskir togarar jusu
ómældu magni af ókynþroska
fiski úr sjónum varð þess vald-
andi að sett var veiðibann á upp-
eldissvæðin út af Horni. Þessari
aðgerðir koma þó í seinna lagi
að mörgum finnst, en þarna feng-
um við lexíu sem á að kenna okk-
ur að herða eftirlitið með fiskin-
um í sjónum, svo með aðgerðum
megi hindra hverskonar rán-
yrkju í hafinu. Hver sem í hlut á.
Og þetta sýnir okkur líka að
við verðum að herða kröfu okkar
til landgrunnsins alls. Það er
nauðsynlegt til þess að geta kom-
ið í veg fyrir misnotkun fiski-
stofnanna.
Hafréttarráðstefnan í Caracas
stendur nú yfir og eru engin úr-
slit fengin þaðan enn. Skiptir
það ekki meginmáli enn sem kom-
ið er. Ný viðhorf í takt við tím-
ann hafa komið þarna fram og
sjónarmiðin frá Haag eiga litlu
opinberu fylgi að fagna, sem bet-
ur fer.
Það er hvorki staður né stund
hér til þess að fjalla um ráðstefn-
una. Það sem er í dag, verður
allt breytt á morgun. Sviptingar
munu verða miklar. Þó má vekja
máls á einu atriði, en það er
bafsbotninn. Mjög sterk tilhneig-
ing hefur verið til þess að greina
á milli auðlinda sem borað er
eftir og þeirra auðlinda er synda.
Þannig á hafsbotninn að vera
eign ríkjanna, sem leita eftir
olíu og öðrum auðæfum, sem bor-
að er eftir, en það sem syndir í
sjónum og er ekki á botninum,
það á að vera sameign ríkja. Ekki
hefur það komið fram, að botn-
vörpungar vinna á hafsbotninum.
Svo til allt landgrunnið, sem ó-
slétt var áður umhverfis ísland
er nú sléttað af áratuga togveið-
um. Togarar hífa inn grjót, hífa
inn björg sem vega mörg tonn
og hinn hrjúfi botn hefur sléttast
og er unninn á svipaðan hátt
og þegar land er plægt og brotið
til ræktunar. Togararnir vinna
því ekki upp í sjó, heldur draga
eftir botni hafsins og hafa svo
sannarlega „afnot“ af hafsbotn-
inum ekki síður en borpallar stór-
þjóðanna.
Þessi plæging fiskimiðanna
hefur kostað mikið. Mörg fiski
trollin hafa horfið í hafið. Það
er því síður en svo að trollið
snerti ekki botninn. Fiskveiðar
með botnvörpu verða ekki stund-
aðar nema með „aðgangi" að
hafsbotninum og er það tímabært
að sú skilgreining veiðanna komi
fram. Ekki ber hesturinn það
sem ég ber, sagði maðurinn, hafs-
botninn er forsenda fiskveiða og
alls lífs í sjónum og þetta má
ekki slíta úr samhengi, eða skilja
að þegar rætt er um auðlinda-
lögsöguna og mörk hennar.
Guðmundur Jensson.
VÍKINGUR
ORÐSENDING
frá Sjómannablaðinii YlKINGI
Þá kaupendur, eldri og yngri, sem vantar laus
blöð, eða árganga eftir 1945, er bent á, að senn
fer að ganga á þann lager.
1 árgang eldri en 1945 eigum við aðeins blöð
á stangli og kaupum inn blöð, sem vanta í þá
árganga,
SjómannablaSiS VÍKINGUR
146