Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 4
þessa: Við púlslengdina 3,0 ms þarf einstaklingurinn að vera 225 cm frá botninum, eða hver frá öðrum, til að greinast sem sjálf- stætt endurvarp, fjarlægðin fyr- ir 2 millisekúndur er 150 cm, fyrir 1,0 ms er fjarlægðin 75 cm, fyrir 0,5 ms er hún 37,5 cm og fyrir 0,3 ms er hún 22,5 cm. Hér er reiknað með að hraði hljóðsins í sjónum sé 1500 m á sekúndu, en hér við land er hrað- inn nokkru minni eða um 1480 m á sekúndu og ræður því að mestu hitastig, seltuinnihald og dýpi (þrýstingur). Ég nota töluna 1500 vegna þess að hún er þægi- legri, og ekki skeikar nema nokkrum millimetrum í fjarlægð af þessum sökum. Þetta þýðir sem sagt að jafn- vel þó notuð sé stysta púlslengd sem hér er um fjallað þá þarf efra borð einstaklingsins að vera rúma 22 cm frá botninum til að skiljast frá. (Sumir ganga þó út frá því að hljóðið endurvarp- ist frá sundmaga dýrsins en ekki efra borði og getur hvort tveggja verið rétt). Ég ætla ekki að fjalla um jafn sjálfsagða hluti og hvítlínu eða aðgreiningarhæfni pappírsins sjálfs í skrifaranum. Þau atriði eru öllum fiskimönnum vel kunn. Þá er að minnast lítillega á geisl- ann. Mikilsvert er, til að sendiorkan nýtist sem best, að nota eins mjó- an geisla og hægt er. Hér er þó sá vandi á höndum að þurft hefur að hafa geislann víðari til hlið- anna en fram og aftur, til að vega upp veltu skipsins. Fáanleg eru þó mjógeislabotnstykki á gyrostýrðum pöllum sem vísa geislanum ávallt lóðrétt niður þó skipið velti. Þetta er til bóta, sérstaklega á mishæðóttum botni og í köntum, en hætt er við að ýmsum muni þykja það dýr viðbót enn sem komið er. Fisksjáin: Fisksjána þekkja allir fiski- menn, þ. e. þær fisksjár sem þeim hafa hingað til boðist. Þær taka yfir visst svið (upp/niður) sem ákvarðast af notandanum og til- greint er í föðmum eða metrum. Einnig breytileg mögnun endur- varpsins sem einnig ákvarðast af notandanum en hefir enga mæli- einingu og þar með ekkert mæl- ingagildi. Þetta er alvarlegt, eink- um hvað snýr að ákvörðun stærð- ar fiskjarins eða réttara sagt mælingu á styrk endurvarpsins. Framleiðendur hafa svikið fiski- manninn um þennan skala, og vanmetið þá, því það er ekki mik- ill kostnaðarauki að bæta þessu við. Ekki eru allar bjargir bann- aðar, því á markaðnum er tæki sem í stað fisksjárinnar getur komið og hefur mælingargildi: rafeindasveiflusjáin (oscillo- scope). Slíkt tæki af fínustu gerð kostar að ég held minna en hin- ar algengu fisksjár. Það sem meira er, er að sveiflusjáin nýt- ist á svo margan hátt annan en til að skoða endurvarp frá fiski. Hún nýtist til bilanaleitar í öllum „nýjustu og fullkomnustu fiski- leitartækjum og siglingatækj- um“ og er orðið ómissandi þeim sem gera við slík tæki hvort held- ur það eru viðgerðarmenn í landi eða loftskeytamenn til sjós. Einn er þó galli á gjöf Njarðar: Sveiflusjáin er ekki botnlæst, en enginn vandi er að bæta úr því. Það ætti að vera hægt að „fixa“ það fyrir lítið verð. En hvernig getum við ákvarðað stærð fiskj- ar með mælingu á endurvarps- styrk? Jú, hinum „æðri“ fisk- leitartækjum fylgja línurit til leiðréttingar á deyfingu hljóðsins í sjónum og tæki þekki ég vel sem leiðrétta þetta sjálf að mestu eða niður á 230 metra dýpi, og fylgir línurit til leiðréttingar þegar leitað er á meira dýpi. Eg minnist hér að framan að raunhæfasta mælingin væri hlutfall milli sendistyrks í eins meters fjarlægð frá botnstykki og endurvarpsstyrks. Sendistyrk- inn er hægt að mæla við afhend- ingu hvers skips og athuga síðan árlega eða svo hvort hann hefir breyst því línuritin eru byggð á þessari mælingu, og er nú á þessu stigi mælieiningin orðin „decibel“. Fiskimaðurinn getur lesið endurvarpsstyrkinn í volt- um af sveiflusjánni og farið með þá tölu inn í línuritið sem breytir henni í decibel. Mælingar hafa verið gerðar á ýmsum fisktegundum, og hægt er að fá línurit yfir hverja teg- und fyrir sig, en íslenskir aðilar gætu bætt hér um „miðað við ís- lenskar aðstæður“. Þannig myndi fiskimaðurinn fara inn í línurit endurvarpsstyrks þorsks t. d., með sín -30 decibel og fá út að þarna gæti verið um 60 cm lang- an þorsk að ræða, og hefur þá einn lið til viðbótar í mynd þeirri er hann gerir sér af fiskigengd á slóðinni. „En er ekki málið orðið nokk- uð flókið þegar fylla á brúna af línuritum?“ myndi kannski ein- hver spyrja. Það væri því til að svara að línuritin yrðu aðeins þrjú, og þau eru ekki flókin. Þau eru svo einföld að eftir stuttan notkunartíma, einn til tvo túra, þyrfti fiskimaðurinn varla að líta á þau, heldur aðeins lesa styrk endurvarpsins af sveiflu- sjánni. Smáatriðunum er lítill vegur að gera skil í stuttu máli, en ég vona að nokkur meginatriði þessa máls hafi komist til skila í stórum dráttum. Nánari kynning á hlutum sem þessum virðist mér verðugt verk- efni fyrir Fiskifélagið og aðra aðila sjávarútvegsins. Ólafur Vignir Sigurðsson. til lands og sjávar ★ %lo»alani Garöastræti 6 Slmar: 15401 16341. 148 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.