Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 5
Á STRÖNDUM 1951
Hér hefjast mjög skemmtilegir þættir eftir Guðfinn
Þorbjörnsson, sem er lesendum Víkings að góðu kunnur
Forspjall.
Árið 1951 var ég undirritaður
ráðinn verksmiðjustjóri við Síld-
arverksmiðju Ingólfs h.f. á Ing-
ólfsfirði á Ströndum, sem varð
síðasta vinnsluár þessarar verk-
smiðju um ófyrirsj áanlegan tíma
og alltént í upphaflegu formi og
með þeim vélum, er hún var þá
búin. Þó er ekki þar með sagt, að
allur verksmiðjurekstur eða önn-
ur stóriðja sé útilokuð í allri
framtíð á þessum stað, og aldrei
skyldi maður segja aldrei, sízt ef
um síld er að ræða. Þótt mann-
virki öll hrörni undan tímans
tönn, vélar og tæki séu flutt burt
og vinnsluaðferðir breytist og
jafnvel fólkið sjálft hverfi frá,
eru hin ýmsu skilyrði landsins
sjálfs hin sömu og þau voru, þeg-
ar staðurinn þótti eftirsóknar-
verður, auk þess sem nútíma-
tækni auðveldar allar fram-
kvæmdir og getur í bókstaflegri
merkingu flutt fjöll.
A ödragandi.
Ár undangengis áratugar,
1940—1950, voru eins og svo
mörg önnur ár í okkar íslend-
ingasögu ólík hvert öðru og á
þeim urðu miklar breytingar í
atvinnuháttum, sjávarafla og
hagnýtingu hans svo og á allflest-
um öðrum sviðum þjóðlífsins.
Fyrri hluta þessa tímabils var
mikill síldarhugur, ekki aðeins
hjá útgerðarmönnum heldur
meðal alls þorra þjóðarinnar að
stjórnvöldum ekki undanskild-
um, enda mikil síldarganga fyrir
öllu Norðurlandi og víðar. Þá
VÍKINGUR
varð til hin afkastamikla nýsköp-
unarstjórn og mikil bjartsýni og
gróska var almennt ríkjandi. Þá
var samið við svenska um fjölda-
framleiðslu á hinum hálfmis-
heppnuðu (?) Svíþjóðarbátum og
við Breta um 30—40 togara, ný-
sköpunartogarana. Til þessara
skipa skyldi ekkert sparað og af-
greiðslu þeirra varflýttsemverða
mátti, enda allur skipastóll orð-
inn aldraður, þar eð lítil sem eng-
in endurnýjun hafði átt sér stað
en talsverð rýrnun varð síðast-
liðna tvo áratugi. Hins vegar ku
hafa verið fyrir hendi dgrir sjóö-
ir eftir undangengin veltiár
stríðsáranna.
Á þessum árum voru byggð-
ar margar stórvirkar síld-
arverksmiðjur víðs vegar um
Norðurland, auk þess sem eldri
verksmiðjur voru endurbættar
og afkastageta þeirra stóraukin.
Síldarverksmiðjur ríkisins
(S.R.) og félög einstaklinga
kepptu um þessa uppbyggingu,
en hún átti sér stað á Djúpuvík,
Ingólfsfirði (á Ströndum),
Siglufirði, Hjalteyri, Krosseyri,
Húsavík og Raufarhöfn. Sameig-
inleg markmið allra þessara að-
gerða var fyrst og fremst að
breyta hinum óþrjótandi síldar-
afla, sem talinn var varanlegur,
á sem fljótvirkastan hátt í mjöl
og lýsi. Allt kapp var lagt á að
þessar verksmiðjur gætu komizt
sem allra fyrst í brúkið og að
þær yrðu sem stórvirkastar.
Ekkert var sparað, nótt lögð við
dag við byggingar þeirra, enda
eins og fyrr segir nægir pening-
ar og bjartsýni. Sennilega hafa
verið slegin fleiri met á þessum
árum í byggingarhraða, skipu-
lögðum vinnubrögðum og fram-
leiðslu margs konar vinnuvéla
og tækja en nokkurn tíma fyrr
eða síðar. Á ég þó aðallega við
hinar stórvirku verksmiðjur S.R.
á Siglufirði og Skagaströnd, sem
spruttu upp á svo stuttum tíma,
að fáir mundu trúa sem ekki
fylgdust með verkum. Báðar
þessar risaverksmiðjur voru al-
gjörlega hannaðar og byggðar
upp frá grunni af íslenzkum fag-
Eyri við Ingólfsfjörð.
149