Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 7
stöð sem fullnægði fullu álagi við vinnslu auk hitunar og annarra nota. Þá voru einnig tiltækar íbúðir fyrir starfsmenn sem ósk- uðu eftir að hafa fjölskyldur sín- ar með sér og búa sjálfstætt. Fyrirtækið varð sem sé að sjá þessu stóra heimili fyrir öllu þörfu og óþörfu nema víni, sem þessi nýlenda varð að afla sér eftir öðrum leiðum. Auk þess sem hér er talið má geta þess, að á þessum afskekkta stað var enginn læknir, engin lög- í'egla, ekkert apótek né slysa- stofa. Þannig var það 4—5 stunda ferð til Hólmavíkur, en þar var læknir næstur, en þessi tími var að sjálfsögðu miðaður við beztu aðstæður, gott veður og að þær fleytur sem helzt voru ætlaðar til slíkra ferða væru í sæmilegu lagi, en þetta hvort tveggja gat brugðið til beggja vona. Hinn 10. janúar 1951 lögðum við Jafet Hjartarson, forveri minn á Ingólfsfirði, upp með ms. Skjaldbreið norður til þess að ég fengi yfirlit yfir verksmiðjuna og það er líkur væru til að lag- færa þyrfti fyrir hina nýju vinnslu. Við komum árla morg- uns hinn 12. sama mánaðar til Ingólfsfjarðar. Talsverður snjór var á jörðu og hálf kuldalegt út- lit. Ófeigur Pétursson, fulltrúi félagsins, sem hafði vetursetu á Ingólfsfirði, tók á móti okkur á skipsfjöl og fór með okkur heim til sín, þar sem við nutum góðs beina og gestrisni þeirra hjóna í þrjár nætur sem við dvöldum þar. (Ég mun víkja nánar að Ófeigi og konu hans í þessum endur- minningum.) Verksmiðjan virtist í ágætu ástandi og eins og fyrr segir vel hönnuð og bar vott um góða um- hirðu og snyrtilegan viðskilnað. Öll hús og /nnur mannvirki úti eða það sem af þeim stóð upp úr snjónum virtust einnig vera í þokkalegu standi. Staðurinn og næsta umhverfi er mjög aðlað- andi í góðu veðri, en er nokkuð kuldalegur við fyrstu sýn í jan- úar. Ákveðið var á norðurleið, að Skjaldbreið tæki okkur á Norður- firði, en eins og að líkum lætur er fjallvegur milli Ingólfsfjarðar og Norðurfjarðar og liggur alfara- leið yfir Eyrarháls, sem er allhár og nokkuð brattgengur bæði að vestan og austan. Utan við háls- inn er Eiðið, sem er allmiklu styttri leið ef lagt er upp allmiklu utar. Við vorum fluttir út fjörð- inn á fiskibát frá Skagaströnd, sem legið hafði nokkra daga við bryggju á Ingólfsfirði og stytti sú sjóferð fyrirhugaða göngu okkar verulega. Veður var svalt en bjart og skyggni með ágætum. Það að vera í fyrsta sinn á harðahjarni í norðaustansvelj - anda norður á Ströndum um hávetur er út af fyrir sig ógleym- anlegt fyrir sunnlending. Lands- lag allt stórbrotið og hrikalegt og þá einnig forvitnilegt. Loftið al- gjörlega ómengað, heilnæmt og hressandi. Ekki man ég gjörla hvað þessi gönguferð sem okkur hafði stað- ið nokkur stuggur af í fyrstu á- ætlun þessarar norðurferðar tók langan tíma, en hún varð léttari og fljótfarnari en okkur hafði órað fyrir. Við vorum því hvorki lúnir né matarþurfi þegar við komum að fyrsta býlinu í Norð- urfirði en knúðum þar þó dyra samkvæmt ráði forvera míns, sem að sjálfsögðu hafði alla for- ustu í þessari göngu. Hér réðu húsum Andrés Guðmundsson, gamall starfsmaður hjá Jafet, og kona hans, og taldi Jafet ekki sæmandi að ganga um hlað þeirra án þess að heilsa upp á þau. Þetta voru roskin hjón, sem minntu talsvert á umhverfið, enda búin að búa hér allan sinn búskap. Auðvitað var ekki við annað komandi en koma inn og þiggja góðgerðir. Þarna kynntist ég óþekktu fyrirbæri, sem ég seinna sannreyndi að var algild regla á Ströndum, en það var að gestum var full ákavítisflaska borin á- samt kaffi og meðlæti og var ætl- ast til að þeirgerðuhennifullskil, ekki aðeins með seinni bollunum eins og siður hefur verið á Suður- landi, heldur strax í þann fyrsta og þá jafnframt að slá ekkert af kökunum. Þessi siður, sem mér óaði við, virðist gefa góða raun á þessari lengdar- og breiddar- gráðu. Á tilsettum tíma kom Skjald- breið fyrir Reykjahyrnu inn á Trékyllisvík og Norðurfjörð og flutti okkur öruggt og þægilega heim. Höfnin í Hólmavík. Framh.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.