Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 11
Frá Patreksfirði. Skúta á leið út fjörðinn. Börkuð segl ber orðið sjaldan við haf
og himinn út af Vestfjörðum, en voru algeng sjón fyrir fáeinum áratugum síðan.
bátnum, þilfarsdæla (handdæla)
sem einnig- var góð ,svo verulega
meira mátti leka svo dælurnar
hefðu ekki við meðan vélin gekk.
Við tókum púströrið af til að
láta áttavitann jafna sig, því nú
var séð að við Hom stóð þokan
eins og veggur. Skipstjórinn at-
hugaði kortið og stefnuna, en við
sviftum bátnum til, til þess að
kynnast áttavitanum. Út af Horn-
bjargi, eða með það þvert, keyrð-
um við inn í þokubakkann kol-
svartan. Skipstjórinn var þá kom
inn með stefnuna, sem hann sagð-
ist hafa tekið á Skagatá ,tók
sjálfur við stýrinu, og sagðist
ætla að halda við það fyrst um
sinn eitthvað norður á bugtina.
Þokulúðurinn fannst ekki, og
þótti skipstjóranum það slæmt,
en ég taldi að hávaðinn frá púst-
Þórður Jónsson, Látrum: (£rh.)
Þegar atvinnan lá ekki á lausu
Ferðin til Akureyrar var haf-
in. Við munum allir hafa lesið
sjóferðabæn hver með sér við
undirspil hins háværa mótors, en
svo var farið að huga að hlut-
unum.
Mér var fengin vélin til gæslu
fyrst í stað, en svo sannarlega
átti hún ekki að stöðvast fyrir
gæsluleysi, ég leit á rokkinn, það
virtist allt í þessu fína svo ég
gaf henni vatnið og j ók spennuna
þannig að hún vann með fullu
álagi.
Við vorum komnir langleiðina
útað Kóp, þegar mér fannst vél-
in ganga óeðlilega heit á sveifar-
áslegunni, svo það var ákveðið
að stöðva vélina. Við athugun
kom í ljós að legan fékk ekki
nægjanlegan smurning við fullt
álag, legan var óskemmd enn
sem komið var.
Það tók ekki mjög langan tíma
að lagfæra þetta, en að viðgerð
lokinni var aftur sett í gang.
Við reyndum að spara sem mest
grænolíuna, en það var sama,
við áttum aðeins eftir í tvær
gangsetningar.
VÍKINGUR
Tálkni gamli var aftur á fullri
ferð. Næst var að athuga átta-
vitann, því sjáanlegt var, að þok-
an mundi mæta okkur ekki síðar
en við Horn. Það kom í ljós, að
áttavitinn gat snúist heilan hring
við minnstu stefnubreytingu, og
stoppaði helst ekki, svo hann var
ónothæfur eins og var. Okkur
datt þá í hug að reyna að ná púst-
rörinu af en það var stórt og
mikið járnrör sem gekk niður á
flangs í kappanum. Eftir mikið
baks tókst okkur að ná rörinu
af, en þá varð áttavitinn hinn ró-
legasti minnstakosti á sléttum
sjó.
Það var því ákveðið að taka
púströrið af þegar við þyrftum
á áttavitanum að halda, en hafa
það á þess á milli, þar sem af-
leitt var að hafa rörið ekki á,
bæði vegna hávaða og reyks, mál-
ið var leyst.
Ferðin gekk vel og við vorum
komnir að Hælavíkurbjargi. Góð
lensidæla var við vélina sem hafði
vel við lekanum enn sem komið
var, en þó auðséð að nokkuð mik-
ið iak. Önnur dæla var einnig í
rörslausri vélinni væri sú síbaula
sem heyrast mundi í margra
skipið var á hægri ferð. Okkur
kom þó saman um að þeir hefðu
verið heppnir að við skyldum ekki
sigla þá niður þar sem við fórum
með fullri ferð.
Það mun ha!fa verið komið
norður á miðjan flóa, eða svo
þegar veruleg afór að grisja þok-
una, fórum við þá að mæta risa-
sildveiðimóðurskipum sem okkur
fundust forvitnileg að sjá ,tókum
við þá stundum smá stefnubreyt-
ingar til að komast sem næst
þeim, en gættum þess vandlega
að leiðrétta stefnuna aftur. Svo-
lítið kul var þá komið út flóann
og var að glæðast, svo okkur kom
saman um að draga upp stórsegl
og fokku, en urðum þá að hætta
að sveigja til skipa sem okkur
þótti forvitnileg, enda var nú
verra að sjá til vegna seglanna,
og munaði engu að eitt risaskip
sigldi okkur niður, það kom að
okkur til hlés, og vissum við ekki
fyrri til en þetta ferlíki gnæfði
yfir okkur, en við vorum eins og
lítill korktappi sem hoppaði aft-
155