Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 14
boðanna, akkerinu var kippt inn, vélin var sett á fulla ferð, og Tálkni gamli tók við sér. Skip- stjórinn stakk út stefnuna, sem hann setti á við Sauðanes þótt það sæist ekki ennþá. Seglin voru dregin upp því vindur lá nokkuð vel á, og báturinn gekk vel. Þegar komið var um miðjan Skagafjörð, þá var þar nokkuð meiri bára þó ágætt veður, en þessi aukna hreyfin og áreynsla á bátinn varð til þess að lensi- dælan vélarinnar hætti fljótlega að hafa við lekanum, sem sýndi að við urðum að hafa gát á öllu. Við létum samt slag standa, og lensuðum bátinn af og til með handdælunni,, og ferðin sóttist vel. Þegar nálgaðist Sauðanesið var vindgjólan orðin meira norð- austanstæð, og smá bára á móti, svo við tókum seglin niður, ferð- in minnkaði verulega við það, en lekinn færðist heldur í aukana við meiri hreyfingu á bátnum, en það mátti leka mun meira til þess að við hefðum ekki við með þil- farsdælunni líka. Vindur lá inn Eyjafjörðinn svo við settum upp öll segl, lek- inn minnkaði um leið og báturinn hætti að erfiða á móti. Allt gekk að óskum nema við vorum orðnir mj ög tæpir með vatn fyrir vélina svo við frestuðum að hita kaffi.. Að lokum var Tálkni við bryggju á Akureyri. Haukur Pét- ursson, sonur Péturs A. Ólafs- sonar vai' mættur á bryggjunni þegar við komum og Sigurjón Jóhannesson, sonur skipstjórans, hann kom með ýmislegt góðgæti fyrir okkur, þar á meðal skyr og rjóma, vitanlega frá KEA, því allsstaðar var allt KEA, að ókunnugum sveitarmanni fannst. En skipstjórinn kvaðst ekki mega vera að því að borða fyrr en hann væri búinn að koma tuðrunni þeirri ama á sinn stað, hún ætti að fara vestur með skipi á morg- un, hann hefði lofað Ólafi Jó- hannessyni því, og það stæði hann við. Um leið og hann sagði þetta tók hann umrædda skinntuðru á kné sér þar sem hann sat á lúkarsbekknum og lagði vinnu- lúna lófana á hana. En nú var mín þolinmæði á þrotum og áður en ég vissi af var ég búinn að spyrja: ,,Hvað er í tuðrunni?" Það kom eins og hik á skipstjórann, en hlær svo við og segir: „Var ég ekki búinn að segja ykkur það? Það v- ru mistök, en nú skulið þið fá að sjá innihald- ið.“ Svo fór skipstjórinn að glíma við fyrirbandið sem var þrælhert snæri, ég var svo spenntur að ég bauð hníf. „Maður leysir nú hnúta,“ sagði skipstjórinn rólega, og hélt á- fram að plokka sundur hnútana, þar til tuðran var opin, og inni- haldið kom í ljós, og það var: Slökkvitækið úr Vatneyrar- búðinni, tjöruhampur, allar gerð- ir af kalföttunarjárnum, sára- bindis og ýmislegt fleira, sem gömlum mönnum, er báðir voru veraldarvanir hafði komið saman um að gott væri að hafa með sér í svona för. Tálkni var kominn til Akur- eyrar, við vorum búnir að standa við okkar hluta samningsins. Nýlt Vinyl SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aldrei Veljið það.- Notið VINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGPRÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavík Slmar: 12063 og 14085. Sjómenn - Útgerðarmenn Umboðsmenn um land allt ö® @3 BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS Slmi 26055 (3 Ifnur) - Laugavegi 103 SkipamálningV Utanborðsmálning Botn- málning - Lestalakk - Lestaborðlakk Skipalakk - HARPA HF. 158 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.