Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 17
9'tnski|tlin iniklu — Umskiptin að koma á þetta nýja fallega skip voru eins og dagur og nótt. Maður kunni sér bókstaflega ekki læti. Við háset- arnir komum úr 4 og 6 manna lúkörum, þar sem engin böð voru og menn þvoðu sér upp úr blikk- fötum. Úr þessum vistarverum komum við í eins manna herbergi með öllum hugsanlegum þægind- um. Meira að segja voru engar rottur til að hressa upp á skapið og engar gufuleiðslur, en það fylgdi gufuskipunum að það voru allsstaðar sjóðandi gufurör og þegar sjór komst inn í vondum veðrum, þá voru allir í ókeypis gufubaði í lúkarnum. Mér er það minnisstætt að svo litlir voru lúkararnir á Reykjafossi. að það gat aðeins einn klætt sig í einu, hinir urðu að bíða. — Nú fengum við sem sagt eins manns herbergi, böð og flottan matsal' og setustofu. Meira að segja höfðum við vaska til að þvo okkur úr. Þetta var mikill munur. Þetta kunni ef til vill að þykja smáatriði og þótt okkur liði vel á þessum gömlu, þá var það fyrst og fremst af því að við þekktum ekki annað og eitt af því, sem mestar framfarir hafa orðið í til sjós, en einmitt aðbúnaður hjá skipshöfninni. Nú ég er þarna á Lagarfossi og fór í Stýrimannaskólann, en sigldi á sumrin eins og gengur. Fyrst varð ég stýrimaður á Fjall- fossi, en þar var ég 3. stýrimað- ur. Ráð hafði verið fyrir því gert, að ég yrði 3. stýrimaður á Reykjafossi, nýja, þessum ítalska, sem var mjög sérkenni- legt og merkilegt skip, sem Eim- skipafélagið keypti fullsmíðað. Mið-Reykjafoss köllum við hann. Á Reykjafossi var ég í eitt ár, en fór síðan á Tröllafoss. Síðan var ég á ýmsum skipum félags- ins og smá hækkaði, eins og til- efni voru til, unz ég varð skip- stjóri á Tungufossi, 12. janúar 1972, en ég byrjaði að leysa af sem skipstjóri hjá félaginu í des- ember árið 1965. Minni skip — fíAari forrtir — Nú þykjast menn skynja einhverja breytirigii á rekstrar- forvvi farskipa. Það er færra fólk ofj að ef til vill séu skipin ekki eins stór og glæsileg og áður. Er þetta ríkjandi þróun í verslunar- flota íslands? Frysti- og kælitæki KÆLIIMG HF. Ármúla 7 — Sími 32150 ÚTGERÐARMENN - BÁTAEIGENDUR! Jafnan fyrirliggjandi AV-15 SJÓNVARSPLOFTNET FYRIR SKIP OG BÁTA AV-15 breiðbands sjónvarpsloftnet með innbyggðum loftnetsmagnara tekur jafnt á móti öllum sjónvarpsrásum, frá rás 2—11 (auk UHF-rása). Loftnetið er ekki stefnuvirkt, heldur hefur sama móttöku- næmleika frá öllum áttum og þarf því ekki að snúa því. Til verndar fyrir tæringu og öðrum skemmdum, eru loftnet og magnari sam- byggð í vatns- og höggþéttum hjálmi úr plastefni. Straumgjafar: Riðspenna 220 v. Jafnspenna 24-30-220 v. Mjög hagstœtt verð. Sjónvarpsmiðstöðin sf. - ^ þÓRSGÖTU 15 12880 VIKINGUR 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.