Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 22
Lundhólmsfj ölskyldan hafði haldið myndarlega skírnarveizlu. Granberg kaupmaður mætti frú Lundhólm á götu daginn eftir veizluna. Granberg: „Ég hélt, að þér mynduð bjóða mér í skírnar- veizluna." Frúin: „Mér datt ekki í hug, að kaupmaðurinn hefði ánægju af slíku. En ég skal sannarlega muna eftir yður næst!“ Granberg: „Hafið þér samt enga cmfcafyrirhöfn fyrir mér, frú Lundhólm. ! ! ! Bóndinn (les í blaði): „Hér stendur, að sá, sem fann barna- veikisýkilinn sé dauður. Blaðið segir, að hann hafi verið mikil- menni.“ Konan: „Sér er nú hvað mikil- mennið, sem fann upp þennan bölvaðan óþverra." ! ! ! Kalli skakklöpp og eineygði Jukki hafa lent í hár saman. Kalli: „Sagðirðu, að ég væri ijótur. Og þú, sem ert svo Ijótur, að fiskar steindrepast á sjötugu, ef þú lítur út fyrir borðstokk- inn!“ ! ! ! Kristján: „Allir tala um þess- ar yndislegu stúlkur, en mér er spurn: Hvaðan koma þá allar bannsettar kerlingarnar?“ ! ! ! „Hefurðu heyrt það, að Tumi svarti er hættur að drekka?“ „Nei, — hvenær dó hann?“ Einhverju sinni, þegar ég heim- sótti Jóhann gamla Pétur og kerlu hans, barst tal okkar að hjónaböndum. Þá trúði Jóhann Pétur mér fyrir þessu, þó svo, að kona hans heyrði: „Fyrst eftir að ég gifti mig, var ég logandi hræddur um, að hjónabandið ætlaði að verða barnlaust, enda voru liðnar nærri þrjár vikur frá brúðkaup- inu, þangað til fyrsti strákurinn fæddist. ! ! ! Guðmann gamli liggur fyrir dauðanum. Þegar hann finnur, að hverju dregur, sendir hann eftir lækni. Læknirinn kemur og sér ekkert lífsmark með gamla manninum. Um leið og hann gengur að rúminu, segir hann stundarhátt: „Hann er þegar skilinn við.“ Guðmann opnar augun og stynur upp, skjálfandi röddu: „Ekki er það nú ennþá, læknir góður.“ En þetta kann María, kona Guðmanns, engann veginn við. Hún segir: „Þegiðu, Guðmann. Heldurðu að læknirinn hafi ekki betra vit á þessu en þú!“ ! ! ! Jón Orsa kemur inn á sútun- arverkstæði með svolítinn kálf- skinnsbleðil undir hendinni. Hann býður skinnið til sölu. „Hvað viltu fá fyrir skinnið?" „Þrjár krónur.“ „Það færðu ekki; skinnið er of lítið.“ „Of lítið, skinni að tarna? Það náði þó utan um kálfinn. Sonurinn: „Hvað er mælsku- maður, pabbi?“ Faðirinn: „Það er þingmaður heima í sínu kjördæmi." „Hafið þið heyrt, hvernig tókst til, þegar Sveinn frelsaði ætlaði að fara að snúa Kalla sífulla?“ „Nei.“ „Þeir snéru hvor öðrum. Nú vitnar Kalli sífulli á öllum sam- komum hjá trúboðsflokknum, en Sveinn frelsaði situr á knæpum og drekkur öll kvöld.“ ! ! ! Presturinn: „Má ég bjóða liðs- foringjanum svo sem hálfan snafs?“ Liðsforinginn: „Kallið þér það hvað sem þér viljið, klerkur góð- ur, bara að glasið sé fullt!“ ! ! ! Karl Jóhann hefur verið í heimsókn hjá Lárusi vini sínum og drykkjufélaga og fengið vel í staupinu. Um leið og gestgjaf- inn fylgir honum til dyra, kveð- ur hann Karl Jóhann með þess- um orðum: „Jæja, nú ertu bærilega full- ur,“ Karl Jóhann. „Þú þarft nú ekki að grobba neitt af því, ég var orðinn vel þéttur, þegar ég kom!“ ! ! ! Lovísa gamla: „Eg hef svo sem heyrt oftar en einu sinni, að þeir væru að berjast úti í löndum. En að þeir brjóti og skjóti niður heilar borgir, því á ég bágt með að trúa. Eg hélt, að það væru sýslumenn þar, ekki síð- ur en hér.“ 166 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.