Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Blaðsíða 24
A frívaktinni Loksins var búið að stofna fyrsta bindindisfélagið í Vestur- dal. Þegar lög félagsins höfðu verið samþykkt, var ekki annað eftir á dagskránni en „önnur mál, sem fram kunna að verða borin.“ Pétur bóndi Ólafsson bað um orðið. „Ég hef verið að brjóta heil- ann um lítilræði. Ef einhver okk- ar félagsmanna veiktist, kynni svo að fara, að hann neyddist til að biðja annan reglubróður um brennivín sér til lækningar. Sam- kvæmt lögum félags vors má eng- inn okkar veita vín. Þess vegna hefur mér dottið í hug, hvort ekki væri skynsamlegt, að félag- ið sjálft keypti eins og einn pott af koníaki." Fundarstjórinn: „Það lízt mér vel á. En þú nefndir einn pott. Við erum afskekktir hér í daln- um, og langt til útsölustaðar. Ég legg til, að félagið kaupi átta potta kút.“ Sú tillaga var einróma sam- þykkt. ! ! ! „Eg fæ ekki skilið, að konur þurfi neina peninga. Þær reykja ekki, þær drekka ekki — og sjálf- ar eru þær kvenfólk.“ ! ! ! Kafteinnin, sem hefur verið hækkaður í tigninni og gerður að majór, kemur heim og segir ektavífi sínu þessi gleðitíðindi. Konan faðmar mann sinn að sér og segir mitt í sæluvímunni: „ó, hjartað mitt, ég elska kóng- inn!“ Matthías skipstjóri, stjórnandi skútunnar Hafdísar, sem orðin er nokkuð öldruð og satt að segja mesta lekahrip: „Það megið þið bölva ykkur upp á, að naumast er til sá dropi í öllu Eystrasalti, sem ekki hefur runnið gegnum Hafdísi!“ ! ! ! Heyrðu mig, Inga mín. Þar sem við erum nú loksins gift vildi ég gjarna fá að vita eitt- hvað um 50 þúsund krónurnar, sem þú minntist á í auglýsing- unni. Já, en elsku Jakob minn, ég þurfti að auglýsa fyrir alla pen- ingana. ! ! ! Við lifum öll undir sama himni — en ekki með sama sjóndeild- arhring. ! ! ! Bindindisfrömuðurinn lagði eitt sinn leið sína upp í afskekkta sveit og boðaði til samkmou. Hún var vel sótt og ræðumaður talaði af miklum hita um hve spíritus- inn væri mönnum hættulegur og lagði til að stofnað yrði bindind- isfélag. Oddvti sveitarinnar tók til máls: „Já, það er ljótt að heyra um þennan spíritus. En ég held ekki að nein hætta sé á því að hann komi hingað í sveitina með- an vð höfum okkar ágæta heima- brugg.“ ! ! ! Til umþenkingar fyrir Jcosningamar! Stjórnmál, það er listin að halda kjósandanum eins langt og mögulegt er frá öllu því, sem hann varðar mest. ! ! ! Skilningsrík gjaldheimta. Vefnaðarvörukaupmaður í Burnley í Englandi, sem átti í erfiðleikum með skattinn sinn um 20 þúsund krónur, tók það ráð að senda skattyfirvöldunum klæðastranga, sem dugðu í 18 karlmannaföt. Það fylgir sög- unni, að kaupmaðurinn hafi feng ið endurgreiddan hagnaðinn sem varð, þegar fataefnin höfðu ver- ið seld. ! ! ! Smáríki inni í svörtustu Afríku hafði fengið sjálfstæði. Sendiherra frá vestrænu ríki var baðið að horfa á hersýningu. Sér til mikils léttis sá hann allmarga hvíta menn, sem skálm- uðu fram hjá röðum svörtu her- mannanna. „Eru þetta leiguhermenn?“ spurði hann hinn nýekipaða for- seta. „Alls ekki,“ svaraði forsetinn, þetta eru bara proviantur. VÍKINGUR 168

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.